Citroën Cactus með 2 lítra eyðslu Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2014 09:30 Eyðslugrannur Citroën Cactus í vindgöngum. Á bílasýningunni í París sem brátt hefst mun Citroën kynna nýja gerð Cactus bílsins sem eyðir aðeins 2 lítrum eldsneytis á hverja hundrað kílómetra. Ber hann nafnið Citroën Cactus Airflow 2L og er í nafninu vitnað í eyðslu hans. Þessi nýja gerð bílsins er 100 kílóum léttari en fyrri gerð, sem þó er einungis 965 kíló. Það þýðir að nýi Cactus, sem smíðaður er á grunni Citroën C4, er heilum 300 kílóum léttari en hann. Citroën hefur tekist að minnka loftmótsstöðu nýja bílsins um 20%, meðal annars með opnanlegum loftinntökum framan á bílnum sem stjórnast af akstursaðstæðum. Þá er stillanlegt loftflæði á 19 tommu felgum bílsins sem dregur úr loftmótsstöðu, sem og stillanlegir flipar í stuðara sem beina lofti kringum framhjólin. Yfirbygging bílsins er gerð að mestu úr koltrefjum og áli, sem skýrir að mestu hversu léttur bíllinn er. Vélbúnaðurinn samanstendur af 3 strokka brunavél og rafmótorum, sem ekki hefur sést í Cactus áður og á drifrásin heiðurinn af 30% lækkunar eyðslu frá fyrri gerð. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent
Á bílasýningunni í París sem brátt hefst mun Citroën kynna nýja gerð Cactus bílsins sem eyðir aðeins 2 lítrum eldsneytis á hverja hundrað kílómetra. Ber hann nafnið Citroën Cactus Airflow 2L og er í nafninu vitnað í eyðslu hans. Þessi nýja gerð bílsins er 100 kílóum léttari en fyrri gerð, sem þó er einungis 965 kíló. Það þýðir að nýi Cactus, sem smíðaður er á grunni Citroën C4, er heilum 300 kílóum léttari en hann. Citroën hefur tekist að minnka loftmótsstöðu nýja bílsins um 20%, meðal annars með opnanlegum loftinntökum framan á bílnum sem stjórnast af akstursaðstæðum. Þá er stillanlegt loftflæði á 19 tommu felgum bílsins sem dregur úr loftmótsstöðu, sem og stillanlegir flipar í stuðara sem beina lofti kringum framhjólin. Yfirbygging bílsins er gerð að mestu úr koltrefjum og áli, sem skýrir að mestu hversu léttur bíllinn er. Vélbúnaðurinn samanstendur af 3 strokka brunavél og rafmótorum, sem ekki hefur sést í Cactus áður og á drifrásin heiðurinn af 30% lækkunar eyðslu frá fyrri gerð.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent