Keiliskonur hefndu ófaranna Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. ágúst 2014 06:00 Guðrún Brá og GK-konur hefndu ófaranna frá í fyrra. vísir/Daníel Golf „Það er bara alveg geggjuð stemning í hópnum núna,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir, kylfingur úr GK, sigurreif við Fréttablaðið eftir sigur Keiliskvenna í 1. deild sveitakeppninnar í golfi á Hlíðavelli í gær. GK vann GR í úrslitum með 3,5 vinningum gegn 1,5. „Við vissum að úrslitaleikurinn yrði erfiður. Þetta var jafnt, en við vorum yfir í byrjun og náðum að halda út,“ sagði Guðrún Brá sem spilaði síðasta leikinn í tvímenningi á móti hinni þrautreyndu RagnhildiSigurðardóttur. „Við vorum síðastar og staðan okkur í hag, en ég vildi vera örugg með sigur ef eitthvað skyldi klikka. Maður reyndi að fylgjast með hvað var að gerast í honum leikjunum. Við skildum jafnar, en sigurinn var okkar sem skiptir mestu máli. Sigur er það eina sem skiptir máli,“ sagði Guðrún Brá.Gott að hefna ófaranna GK lék til úrslita gegn GKG í sveitakeppninni í fyrra og héldu Keiliskonur sig hafa unnið þegar Þórdís Geirsdóttir vann Særósu Óskarsdóttur í bráðabana. Þórdís gerðist aftur á móti sek um að spyrja samherja sinn ráða sem er bannað og því tapaði GK holunni og einvíginu. „Já, algjörlega. Það var gott að vinna eftir að tapa þessu í fyrra. Við mættum í þetta mót til að vinna það,“ sagði Guðrún Brá, en Keiliskonur voru áminntar af GSÍ fyrir óíþróttamannslega framkomu. Það er nú að baki og titillinn kominn til GK. Til að fullkomna hefndina vann GK 5-0 sigur á GKG í undanúrslitum í ár. „Keilir er bara besti klúbburinn,“ sagði Guðrún Brá þegar hún var spurð út í sigur karlasveitarinnar. „Við vorum með virkilega sterk lið bæði í karla- og kvennaflokki þannig við áttum góðan séns á að vinna.“Axel og Gísli ósigrandi Strákarnir í GK unnu GKG, 3-2, í spennandi úrslitaviðureign. GKG-menn unnu fjórmenninginn en GK vann svo þrjár af fjórum viðureignum í tvímenningi. Birgir Leifur Hafþórsson var sá eini hjá GKG sem vann leik í tvímenningi. „Þetta var alveg ótrúlega gaman frá degi eitt. Við vorum með ungan og skemmtilegan hóp og það gekk vel hjá öllum,“ sagði AxelBóasson úr GK við Fréttablaðið eftir sigurinn í gær, en 1. deild karla var spiluð á Hólmsvelli í Leiru þar sem aðstæður voru nokkuð erfiðar. „Það var mikill vindur, sérstaklega á þriðja hring, sem gerði mönnum erfitt fyrir en völlurinn var fullkominn. „Röffið“ var flott og flatirnar frábærar.“ Axel og ungstirnið Gísli Sveinbergsson gerðu sér lítið fyrir og unnu alla fimm leiki sína á Leirunni. „Það er mjög sterkt að vera ósigraður í sveitakeppninni,“ sagði Axel glaður í bragði, en hann hefur mjög gaman af sveitakeppninni. „Það er mikil alvara í þessu, en samt svo ógeðslega gaman. Þarna ertu að spila allt öðru vísi golf og það með klúbbfélögum þínum. Þetta er ekki algengt held ég og ég er ánægður að þetta er á Íslandi,“ sagði Axel Bóasson. Golf Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Golf „Það er bara alveg geggjuð stemning í hópnum núna,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir, kylfingur úr GK, sigurreif við Fréttablaðið eftir sigur Keiliskvenna í 1. deild sveitakeppninnar í golfi á Hlíðavelli í gær. GK vann GR í úrslitum með 3,5 vinningum gegn 1,5. „Við vissum að úrslitaleikurinn yrði erfiður. Þetta var jafnt, en við vorum yfir í byrjun og náðum að halda út,“ sagði Guðrún Brá sem spilaði síðasta leikinn í tvímenningi á móti hinni þrautreyndu RagnhildiSigurðardóttur. „Við vorum síðastar og staðan okkur í hag, en ég vildi vera örugg með sigur ef eitthvað skyldi klikka. Maður reyndi að fylgjast með hvað var að gerast í honum leikjunum. Við skildum jafnar, en sigurinn var okkar sem skiptir mestu máli. Sigur er það eina sem skiptir máli,“ sagði Guðrún Brá.Gott að hefna ófaranna GK lék til úrslita gegn GKG í sveitakeppninni í fyrra og héldu Keiliskonur sig hafa unnið þegar Þórdís Geirsdóttir vann Særósu Óskarsdóttur í bráðabana. Þórdís gerðist aftur á móti sek um að spyrja samherja sinn ráða sem er bannað og því tapaði GK holunni og einvíginu. „Já, algjörlega. Það var gott að vinna eftir að tapa þessu í fyrra. Við mættum í þetta mót til að vinna það,“ sagði Guðrún Brá, en Keiliskonur voru áminntar af GSÍ fyrir óíþróttamannslega framkomu. Það er nú að baki og titillinn kominn til GK. Til að fullkomna hefndina vann GK 5-0 sigur á GKG í undanúrslitum í ár. „Keilir er bara besti klúbburinn,“ sagði Guðrún Brá þegar hún var spurð út í sigur karlasveitarinnar. „Við vorum með virkilega sterk lið bæði í karla- og kvennaflokki þannig við áttum góðan séns á að vinna.“Axel og Gísli ósigrandi Strákarnir í GK unnu GKG, 3-2, í spennandi úrslitaviðureign. GKG-menn unnu fjórmenninginn en GK vann svo þrjár af fjórum viðureignum í tvímenningi. Birgir Leifur Hafþórsson var sá eini hjá GKG sem vann leik í tvímenningi. „Þetta var alveg ótrúlega gaman frá degi eitt. Við vorum með ungan og skemmtilegan hóp og það gekk vel hjá öllum,“ sagði AxelBóasson úr GK við Fréttablaðið eftir sigurinn í gær, en 1. deild karla var spiluð á Hólmsvelli í Leiru þar sem aðstæður voru nokkuð erfiðar. „Það var mikill vindur, sérstaklega á þriðja hring, sem gerði mönnum erfitt fyrir en völlurinn var fullkominn. „Röffið“ var flott og flatirnar frábærar.“ Axel og ungstirnið Gísli Sveinbergsson gerðu sér lítið fyrir og unnu alla fimm leiki sína á Leirunni. „Það er mjög sterkt að vera ósigraður í sveitakeppninni,“ sagði Axel glaður í bragði, en hann hefur mjög gaman af sveitakeppninni. „Það er mikil alvara í þessu, en samt svo ógeðslega gaman. Þarna ertu að spila allt öðru vísi golf og það með klúbbfélögum þínum. Þetta er ekki algengt held ég og ég er ánægður að þetta er á Íslandi,“ sagði Axel Bóasson.
Golf Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira