300 km hraði dugar ekki Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2014 10:00 Ótakmarkaður hraði er leyfður víða á þýskum hraðbrautum. Ófáir taka því fagnandi og aka þar eins og ökutæki þeirra leyfa. Eigandi mótorhjóls þess sem hér sést er einn þeirra og myndavél hans sýnir að hann þeysist um á 300 km hraða eins og enginn sé morgundagurinn. Þegar hann hefur náð þeim hraða gerist hinsvegar það sem hvorki hann né aðrir sem skoða þetta myndskeið eiga von á. Þá fer Audi RS6 bíll framúr og það á umtalsvert meiri ferð. Hámarkshraði bílsins er því greinilega öllu meiri en 300 km/klst og hverfur hann fljótt sýnum. Ekki finnst ökumanni mótorhjólsins þetta skemmtilegt og sést hvar hann eltir uppi bílinn og nær honum reyndar. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent
Ótakmarkaður hraði er leyfður víða á þýskum hraðbrautum. Ófáir taka því fagnandi og aka þar eins og ökutæki þeirra leyfa. Eigandi mótorhjóls þess sem hér sést er einn þeirra og myndavél hans sýnir að hann þeysist um á 300 km hraða eins og enginn sé morgundagurinn. Þegar hann hefur náð þeim hraða gerist hinsvegar það sem hvorki hann né aðrir sem skoða þetta myndskeið eiga von á. Þá fer Audi RS6 bíll framúr og það á umtalsvert meiri ferð. Hámarkshraði bílsins er því greinilega öllu meiri en 300 km/klst og hverfur hann fljótt sýnum. Ekki finnst ökumanni mótorhjólsins þetta skemmtilegt og sést hvar hann eltir uppi bílinn og nær honum reyndar.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent