Reynsla eða þekking? Fleiri staðreyndir um ráðgjafanám Ráð rótarinnar skrifar 28. mars 2014 07:00 Talsverð umræða hefur verið um nám áfengis- og vímuvarnaráðgjafa undanfarið og nú síðast beinir Hulda Margrét Eggertsdóttir orðum sínum að okkur Rótarkonum í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. mars sl. Tilgangur Rótarinnar með málflutningi sínum er að efla umræðu um menntun og hlutverk ráðgjafa og stuðla að auknum gæðakröfum í þjónustu við fólk með fíknivanda. Rétt er að minna á í því sambandi að Rótin var stofnuð til að gæta hagsmuna kvenna með fíknivanda. Eins og Rótin hefur bent á þá skortir ramma utan um námið og engar upplýsingar er að fá frá SÁÁ um fyrirkomulag þess. Samtökin annast sjálf menntun sinna ráðgjafa án tengsla við menntakerfið í landinu. Engar hagnýtar upplýsingar um námið er að finna á heimasíðu SÁÁ og þrátt fyrir ítrekaða eftirgrennslan og fyrirspurnir höfum við engar upplýsingar fengið, ekki einu sinni námskrá fyrir námið. Þegar fyrirspurn var beint til formanns SÁÁ kom í ljós að samtökin líta ekki svo á að upplýsingar um námið eigi erindi til almennings. Ráðgjafar bera mjög mikla ábyrgð á meðferð á meðferðarstöðum, þó að þeir séu með tæplega einnar annar bóklegt nám að baki, eins og má skilja af lýsingum ráðgjafa í nýlegum greinum. Hulda Margrét ber starf ráðgjafa saman við háriðn. Sá samanburður leiðir í ljós að mun skýrari rammi er um háriðnina og meiri kröfur um menntun. Er það eðlilegt miðað við eðli ráðgjafastarfsins? Við teljum svo ekki vera. Nemar í háriðn ljúka 168 eininga námi, þar af 96 í skóla, á meðan ráðgjafar sem eru að fást við sálarlíf skjólstæðinga sinna ljúka í mesta lagi 15 eininga bóknámi.Hverjir kenna ráðgjöfunum? Til viðmiðunar þurfa sálfræðingar BA/BS-próf og tveggja ára framhaldsnám, cand. psych., ásamt árs verklegri þjálfun til að mega meðhöndla fólk. Hvað veldur því að landlæknir og heilbrigðisráðherra telja að ekki þurfi nema brot af þessari þekkingu til að meðhöndla fólk með fíknisjúkdóma sem þó eru flokkaðir með geðsjúkdómum? Reglugerð um ráðgjafanám byggir á fyrirmyndum frá Bandaríkjunum og Kanada og kröfur til ráðgjafa virðast miðaðar við ráðgjafanám National Association of Alcoholism and Drug Abuse Counselors (NACCDAC). Íslenskir ráðgjafar hafa margir fengið viðurkenningu þessara samtaka sem bjóða upp á vottun á þremur stigum, National Certified Addiction Counselor (NCAC) I, II og Master Addiction Counselor (MAC). Fyrsta stigið er sambærilegt við það nám sem viðurkennt er af Embætti landlæknis. Annað stigið er fyrir þá sem eru með BA/BS-gráðu og þriðja stigið er fyrir fólk með MA/MS-gráðu í heilbrigðis-, félagsvísinda- eða öðrum tengdum greinum. Munurinn á stöðunni hér á landi og í Bandaríkjunum er sá að hér virðist lítið vera um að ráðgjafar séu með meiri menntun en fyrsta stigið. Í Bandaríkjunum er stærsti hluti ráðgjafanna hins vegar með menntun á háskólastigi. Ef marka má upplýsingar á vefsíðu Félags áfengis- og vímuefnaráðgjafa er enginn félagi með meira en fyrsta stigið. Þá vaknar sú spurning enn og aftur: hverjir kenna þessum ráðgjöfum? Hvaða menntun eru þeir með? Er meðferðarkerfið bara lokað kerfi þar sem engar inngönguleiðir eru fyrir nýja þekkingu? Lengi vel þótti fullnægjandi að þeir sem önnuðust meðferð fólks með fíknivanda væru edrú og í sérstöku sambandi við æðri máttarvöld. Sú stefna leiddi til alvarlegra mannréttindabrota á skjólstæðingum kerfisins. Svo til engar sjálfstæðar rannsóknir eru í gangi tengdar áfengis- og vímuefnafíkn en þær eru grundvöllur þess að meðferðin byggi á gagnreyndri þekkingu. Nauðsynlegt er að efla slíkar rannsóknir og tengja saman rannsóknir og menntun ráðgjafa. Kominn er tími til að kveðja þessa hugsun endanlega og líta á fíknivanda sem alvöruviðfangsefni heilbrigðis- og félagskerfis sem þarfnast alvöru faglegrar og gagnreyndrar þekkingar. Guðrún Ebba Ólafsdóttir Gunnhildur Bragadóttir Edda Arinbjarnar Kristín I. Pálsdóttir Þórlaug Sveinsdóttir sitja í ráði og vararáði Rótarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Talsverð umræða hefur verið um nám áfengis- og vímuvarnaráðgjafa undanfarið og nú síðast beinir Hulda Margrét Eggertsdóttir orðum sínum að okkur Rótarkonum í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. mars sl. Tilgangur Rótarinnar með málflutningi sínum er að efla umræðu um menntun og hlutverk ráðgjafa og stuðla að auknum gæðakröfum í þjónustu við fólk með fíknivanda. Rétt er að minna á í því sambandi að Rótin var stofnuð til að gæta hagsmuna kvenna með fíknivanda. Eins og Rótin hefur bent á þá skortir ramma utan um námið og engar upplýsingar er að fá frá SÁÁ um fyrirkomulag þess. Samtökin annast sjálf menntun sinna ráðgjafa án tengsla við menntakerfið í landinu. Engar hagnýtar upplýsingar um námið er að finna á heimasíðu SÁÁ og þrátt fyrir ítrekaða eftirgrennslan og fyrirspurnir höfum við engar upplýsingar fengið, ekki einu sinni námskrá fyrir námið. Þegar fyrirspurn var beint til formanns SÁÁ kom í ljós að samtökin líta ekki svo á að upplýsingar um námið eigi erindi til almennings. Ráðgjafar bera mjög mikla ábyrgð á meðferð á meðferðarstöðum, þó að þeir séu með tæplega einnar annar bóklegt nám að baki, eins og má skilja af lýsingum ráðgjafa í nýlegum greinum. Hulda Margrét ber starf ráðgjafa saman við háriðn. Sá samanburður leiðir í ljós að mun skýrari rammi er um háriðnina og meiri kröfur um menntun. Er það eðlilegt miðað við eðli ráðgjafastarfsins? Við teljum svo ekki vera. Nemar í háriðn ljúka 168 eininga námi, þar af 96 í skóla, á meðan ráðgjafar sem eru að fást við sálarlíf skjólstæðinga sinna ljúka í mesta lagi 15 eininga bóknámi.Hverjir kenna ráðgjöfunum? Til viðmiðunar þurfa sálfræðingar BA/BS-próf og tveggja ára framhaldsnám, cand. psych., ásamt árs verklegri þjálfun til að mega meðhöndla fólk. Hvað veldur því að landlæknir og heilbrigðisráðherra telja að ekki þurfi nema brot af þessari þekkingu til að meðhöndla fólk með fíknisjúkdóma sem þó eru flokkaðir með geðsjúkdómum? Reglugerð um ráðgjafanám byggir á fyrirmyndum frá Bandaríkjunum og Kanada og kröfur til ráðgjafa virðast miðaðar við ráðgjafanám National Association of Alcoholism and Drug Abuse Counselors (NACCDAC). Íslenskir ráðgjafar hafa margir fengið viðurkenningu þessara samtaka sem bjóða upp á vottun á þremur stigum, National Certified Addiction Counselor (NCAC) I, II og Master Addiction Counselor (MAC). Fyrsta stigið er sambærilegt við það nám sem viðurkennt er af Embætti landlæknis. Annað stigið er fyrir þá sem eru með BA/BS-gráðu og þriðja stigið er fyrir fólk með MA/MS-gráðu í heilbrigðis-, félagsvísinda- eða öðrum tengdum greinum. Munurinn á stöðunni hér á landi og í Bandaríkjunum er sá að hér virðist lítið vera um að ráðgjafar séu með meiri menntun en fyrsta stigið. Í Bandaríkjunum er stærsti hluti ráðgjafanna hins vegar með menntun á háskólastigi. Ef marka má upplýsingar á vefsíðu Félags áfengis- og vímuefnaráðgjafa er enginn félagi með meira en fyrsta stigið. Þá vaknar sú spurning enn og aftur: hverjir kenna þessum ráðgjöfum? Hvaða menntun eru þeir með? Er meðferðarkerfið bara lokað kerfi þar sem engar inngönguleiðir eru fyrir nýja þekkingu? Lengi vel þótti fullnægjandi að þeir sem önnuðust meðferð fólks með fíknivanda væru edrú og í sérstöku sambandi við æðri máttarvöld. Sú stefna leiddi til alvarlegra mannréttindabrota á skjólstæðingum kerfisins. Svo til engar sjálfstæðar rannsóknir eru í gangi tengdar áfengis- og vímuefnafíkn en þær eru grundvöllur þess að meðferðin byggi á gagnreyndri þekkingu. Nauðsynlegt er að efla slíkar rannsóknir og tengja saman rannsóknir og menntun ráðgjafa. Kominn er tími til að kveðja þessa hugsun endanlega og líta á fíknivanda sem alvöruviðfangsefni heilbrigðis- og félagskerfis sem þarfnast alvöru faglegrar og gagnreyndrar þekkingar. Guðrún Ebba Ólafsdóttir Gunnhildur Bragadóttir Edda Arinbjarnar Kristín I. Pálsdóttir Þórlaug Sveinsdóttir sitja í ráði og vararáði Rótarinnar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar