Súkkulaði… Sólveig Hlín Kristinsdóttir og Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar 28. mars 2014 07:00 Þessa dagana kaupa margar fjölskyldur súkkulaði í massavís í tilefni páskanna. Flestir velja að sjálfsögðu innlenda framleiðslu því okkur hefur verið kennt að það sé best. En því miður eru yfirgnæfandi líkur á því að neytendur séu þannig, með óbeinum hætti, að styðja við barnaþrælkun. Engin íslensk sælgætisgerð býður upp á vörur sem hafa hlotið vottun um sanngjarna viðskiptahætti.Börnum stolið Þrátt fyrir að barnaþrælkun sé bönnuð með lögum í þeim löndum sem framleiða kakó, þá viðgengst hún hjá fjölmörgum kakóframleiðendum. Börnum er ýmist stolið eða fjölskyldur ginntar til að láta börn sín af hendi með loforðum um menntun og launaða vinnu. Síðan eru börnin látin vinna við hættulegar aðstæður í ótal klukkustundir á dag, bera níðþungar byrðar, úða skordýraeitri án þess að klæðast hlífðarfatnaði og vinna með sveðjum sem þau stórslasa sig á. Börnin fá ekki að kynnast öðru en erfiðisvinnu og loforð um skólagöngu eru svikin. Heimsmarkaðsverð á kakói hefur verið að hækka en það skilar sér því miður lítið til kakóbænda. Þeir fá sífellt minna hlutfall af endanlegu söluverði framleiðsluvörunnar en í dag er það ekki nema 1/16, árið 1980 var hlutfallið 1/6. Laun langflestra sjálfstæðra kakóbænda eru undir fátæktarmörkum. Þeir festast í fátæktargildrum og geta ekki borgað sér eða öðrum mannsæmandi laun. Framleiðslufyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum hirða hagnaðinn. Það er mikill tvískinnungur að halda hátíð þar sem fjölskyldan kemur saman og gæðir sér á ljúffengum súkkulaðieggjum, vitandi það að hráefnið gæti verið framleitt við hrikalegar aðstæður. Við viljum hafa hreina samvisku og geta gætt okkur á góðu súkkulaði sem vottað er að er framleitt á sanngjarnan hátt. Íslenskar sælgætisgerðir bera ábyrgð með því að versla ekki við heildsölur sem hafa viðurkennda vottun. Þeim ætti að vera það metnaðarmál að bjóða upp á vörur sem framleiddar eru við aðstæður þar sem verkamenn njóta sanngirni og neytendur geta notið samviskulaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana kaupa margar fjölskyldur súkkulaði í massavís í tilefni páskanna. Flestir velja að sjálfsögðu innlenda framleiðslu því okkur hefur verið kennt að það sé best. En því miður eru yfirgnæfandi líkur á því að neytendur séu þannig, með óbeinum hætti, að styðja við barnaþrælkun. Engin íslensk sælgætisgerð býður upp á vörur sem hafa hlotið vottun um sanngjarna viðskiptahætti.Börnum stolið Þrátt fyrir að barnaþrælkun sé bönnuð með lögum í þeim löndum sem framleiða kakó, þá viðgengst hún hjá fjölmörgum kakóframleiðendum. Börnum er ýmist stolið eða fjölskyldur ginntar til að láta börn sín af hendi með loforðum um menntun og launaða vinnu. Síðan eru börnin látin vinna við hættulegar aðstæður í ótal klukkustundir á dag, bera níðþungar byrðar, úða skordýraeitri án þess að klæðast hlífðarfatnaði og vinna með sveðjum sem þau stórslasa sig á. Börnin fá ekki að kynnast öðru en erfiðisvinnu og loforð um skólagöngu eru svikin. Heimsmarkaðsverð á kakói hefur verið að hækka en það skilar sér því miður lítið til kakóbænda. Þeir fá sífellt minna hlutfall af endanlegu söluverði framleiðsluvörunnar en í dag er það ekki nema 1/16, árið 1980 var hlutfallið 1/6. Laun langflestra sjálfstæðra kakóbænda eru undir fátæktarmörkum. Þeir festast í fátæktargildrum og geta ekki borgað sér eða öðrum mannsæmandi laun. Framleiðslufyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum hirða hagnaðinn. Það er mikill tvískinnungur að halda hátíð þar sem fjölskyldan kemur saman og gæðir sér á ljúffengum súkkulaðieggjum, vitandi það að hráefnið gæti verið framleitt við hrikalegar aðstæður. Við viljum hafa hreina samvisku og geta gætt okkur á góðu súkkulaði sem vottað er að er framleitt á sanngjarnan hátt. Íslenskar sælgætisgerðir bera ábyrgð með því að versla ekki við heildsölur sem hafa viðurkennda vottun. Þeim ætti að vera það metnaðarmál að bjóða upp á vörur sem framleiddar eru við aðstæður þar sem verkamenn njóta sanngirni og neytendur geta notið samviskulaust.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun