Af hverju ekki nefskattur? Einar Karl Friðriksson skrifar 11. september 2014 07:00 Í desember 2013 skipaði innanríkisráðherra starfshóp sem hafði það verkefni að endurskoða fjárhagsleg samskipti ríkis og Þjóðkirkjunnar og safnaða hennar. Sá sem hér ritar hefði haldið að slíkur hópur myndi taka tillit til athugasemda Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem í úttekt sinni á stöðu mannréttinda á Íslandi árið 2012 gerði athugasemd við fyrirkomulag sóknargjalda á Íslandi.Nefndin taldi að íslensk stjórnvöld ættu ekki að leggja sóknargjöld á alla þegna óháð því hvort þeir séu skráðir í trúfélag eða kjósi að standa utan þeirra. Í dag eru sóknargjöld ekki innheimt sérstaklega heldur litið svo á að þau séu hluti af almennum tekjuskatti, en álagning tekjuskatts er alveg óháð trúfélagaaðild. Því kemur á óvart að í frétt á heimasíðu innanríkisráðuneytis frá 5.9. um tillögur starfshópsins kemur ekkert fram um hugsanlegar breytingar á þessu kerfi. Einungis er talað um að hækka þurfi þær upphæðir sem renna úr ríkissjóði til skráðra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga, til að leiðrétta fyrir skerðingu þessara gjalda til jafns við aðra aðila „sem byggja rekstur sinn á framlögum af fjárlögum“. Í frétt á heimasíðu Þjóðkirkjunnar má lesa meira um vinnu starfshópsins, en þar stendur: „Starfshópurinn telur að það fyrirkomulag sem kveðið er á um í gildandi lögum um sóknargjöld hafi staðist tímans tönn. Það sé farsælt bæði fyrir ríki og kirkju þar sem það skapi stöðugleika í fjármögnun sókna og sé einfalt í framkvæmd.“ Hvernig það geti talist hagstætt fyrir ríkið að þurfa að greiða sóknargjöld til Þjóðkirkjunnar og fjölda misgáfulegra trúfélaga úr ríkissjóði er erfitt að sjá. Eðlilegra væri að trúfélög, líkt og önnur félög sem vilja kalla sig sjálfstætt starfandi félög, innheimti sín félagsgjöld sjálf, en fái þau ekki greidd úr ríkissjóði. Ef hins vegar ríkið og trúfélög vilja að ríkið annist innheimtu sóknargjalda ætti ríkið að innheimta slík gjöld sem nefskatt á þá sem skráðir eru í trúfélög, en ekki líta svo á að sóknargjöld séu innifalin í almennri skattheimtu á alla þegna, líkt og hver önnur ríkisrekin þjónusta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í desember 2013 skipaði innanríkisráðherra starfshóp sem hafði það verkefni að endurskoða fjárhagsleg samskipti ríkis og Þjóðkirkjunnar og safnaða hennar. Sá sem hér ritar hefði haldið að slíkur hópur myndi taka tillit til athugasemda Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem í úttekt sinni á stöðu mannréttinda á Íslandi árið 2012 gerði athugasemd við fyrirkomulag sóknargjalda á Íslandi.Nefndin taldi að íslensk stjórnvöld ættu ekki að leggja sóknargjöld á alla þegna óháð því hvort þeir séu skráðir í trúfélag eða kjósi að standa utan þeirra. Í dag eru sóknargjöld ekki innheimt sérstaklega heldur litið svo á að þau séu hluti af almennum tekjuskatti, en álagning tekjuskatts er alveg óháð trúfélagaaðild. Því kemur á óvart að í frétt á heimasíðu innanríkisráðuneytis frá 5.9. um tillögur starfshópsins kemur ekkert fram um hugsanlegar breytingar á þessu kerfi. Einungis er talað um að hækka þurfi þær upphæðir sem renna úr ríkissjóði til skráðra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga, til að leiðrétta fyrir skerðingu þessara gjalda til jafns við aðra aðila „sem byggja rekstur sinn á framlögum af fjárlögum“. Í frétt á heimasíðu Þjóðkirkjunnar má lesa meira um vinnu starfshópsins, en þar stendur: „Starfshópurinn telur að það fyrirkomulag sem kveðið er á um í gildandi lögum um sóknargjöld hafi staðist tímans tönn. Það sé farsælt bæði fyrir ríki og kirkju þar sem það skapi stöðugleika í fjármögnun sókna og sé einfalt í framkvæmd.“ Hvernig það geti talist hagstætt fyrir ríkið að þurfa að greiða sóknargjöld til Þjóðkirkjunnar og fjölda misgáfulegra trúfélaga úr ríkissjóði er erfitt að sjá. Eðlilegra væri að trúfélög, líkt og önnur félög sem vilja kalla sig sjálfstætt starfandi félög, innheimti sín félagsgjöld sjálf, en fái þau ekki greidd úr ríkissjóði. Ef hins vegar ríkið og trúfélög vilja að ríkið annist innheimtu sóknargjalda ætti ríkið að innheimta slík gjöld sem nefskatt á þá sem skráðir eru í trúfélög, en ekki líta svo á að sóknargjöld séu innifalin í almennri skattheimtu á alla þegna, líkt og hver önnur ríkisrekin þjónusta.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun