Volkswagen stöðvar framleiðslu í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2014 09:15 Vladimir Putin fyrir framan Volkswagen Tiguan í Rússlandi. Hernaðarbrölt Rússa í Úkraínu hefur víðtæk áhrif og meðal annars hefur bílasala í Rússlandi minnkað um 26% frá fyrra ári. Flestum bílaframleiðendum gengur illa að selja bíla sína þar um þessar mundir. Volkswagen er einn þeirra bílaframleiðanda sem framleiðir bíla í Rússlandi til sölu þarlendis. Volkswagen hefur nú neyðst til að minnka svo mikið framleiðslu sína þar að verksmiðjum þarf að loka tímabundið. Í verksmiðju Volkswagen í Kaluga í Rússlandi var meiningin að framleiða 150.000 bíla í ár en þar verða að hámarki framleiddir 120.000 bílar. Bílgerðirnar Volkswagen Tiguan og Polo eru framleiddir í Kaluga, sem og Skoda Fabia og Octavia. Volkswagen hefur nú neyst til að loka verksmiðjunni í 10 daga vegna sölutregðu og ef hún heldur áfram verða lokanirnar fleiri og lengri. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent
Hernaðarbrölt Rússa í Úkraínu hefur víðtæk áhrif og meðal annars hefur bílasala í Rússlandi minnkað um 26% frá fyrra ári. Flestum bílaframleiðendum gengur illa að selja bíla sína þar um þessar mundir. Volkswagen er einn þeirra bílaframleiðanda sem framleiðir bíla í Rússlandi til sölu þarlendis. Volkswagen hefur nú neyðst til að minnka svo mikið framleiðslu sína þar að verksmiðjum þarf að loka tímabundið. Í verksmiðju Volkswagen í Kaluga í Rússlandi var meiningin að framleiða 150.000 bíla í ár en þar verða að hámarki framleiddir 120.000 bílar. Bílgerðirnar Volkswagen Tiguan og Polo eru framleiddir í Kaluga, sem og Skoda Fabia og Octavia. Volkswagen hefur nú neyst til að loka verksmiðjunni í 10 daga vegna sölutregðu og ef hún heldur áfram verða lokanirnar fleiri og lengri.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent