Volvo selur kínverska framleiðslu í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2014 16:15 Lengri gerð Volvo S60 sem fær stafinn L í endann. Þó að engir kínverskir bílar séu til sölu í Bandaríkjunum nú er ekki þar með sagt að engir bílar frá Kína verði þar brátt til sölu. Volvo ætlar á næsta ári að framleiða lengri gerð hins vinsæla Volvo S60 bíls í Kína og flytja hluta framleiðslunnar til sölu í Bandaríkjunum. Reyndar stendur til að gera þetta með fleiri bílgerðir og að flytja þá til fleiri landa. Á næsta ári er einmitt líklegt að þeir Volvo XC90 bílar sem seldir verði í Rússlandi verði einnig framleiddir í Kína. Stærsta ástæðan fyrir því að selja kínversk framleidda bíla í Bandaríkjunum er sú að gengi dollarans gangvart kínverska yuaninu er hagstæðara og stöðugra en gagnvart sænsku krónunni. Volvo hræðist mjög skyndilegar gengissveiflur og er með þessu að koma í veg fyrir þær. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent
Þó að engir kínverskir bílar séu til sölu í Bandaríkjunum nú er ekki þar með sagt að engir bílar frá Kína verði þar brátt til sölu. Volvo ætlar á næsta ári að framleiða lengri gerð hins vinsæla Volvo S60 bíls í Kína og flytja hluta framleiðslunnar til sölu í Bandaríkjunum. Reyndar stendur til að gera þetta með fleiri bílgerðir og að flytja þá til fleiri landa. Á næsta ári er einmitt líklegt að þeir Volvo XC90 bílar sem seldir verði í Rússlandi verði einnig framleiddir í Kína. Stærsta ástæðan fyrir því að selja kínversk framleidda bíla í Bandaríkjunum er sú að gengi dollarans gangvart kínverska yuaninu er hagstæðara og stöðugra en gagnvart sænsku krónunni. Volvo hræðist mjög skyndilegar gengissveiflur og er með þessu að koma í veg fyrir þær.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent