Skrítin bókaþjóð Snæbjörn Brynjarsson & Kjartan Yngvi Björnsson skrifar 28. nóvember 2014 11:36 Við viljum byrja þessa grein á að óska þeim til hamingju sem tilnefndir verða til íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár. Það er mikilvægt að höfundar fái viðurkenningu fyrir vinnuna sem liggur að baki framúrskarandi verkum og ekki síður að efla umræðu um bókmenntir. Sem ungir höfundar getum við varla ímyndað okkur íslenskan bókmenntaheim án slíkra verðlauna. Þó eru ekki nema 25 ár síðan verðlaunin voru fyrst veitt. Kannski ekki svo skrítið á eyju sem bannaði bjór og fékk núll stig í eurovision, en skrítið samt. Skrítið að tilkynna ekki vinningshafa á Bessastöðum. Skrítið að birta það ekki á forsíðum blaða eða í sjónvarpsfréttum. Skrítið að takast ekki á um hverjir eigi verðlaunin virkilega skilið og hvað svona verðlaun merkja. Skrítið að bókaþjóðin fagni ekki höfundum og verkum þeirra. Sem betur fer er það liðin tíð að framúrskarandi verk séu ekki verðlaunuð. Auðvitað hafa verðlaunin mikil áhrif á annað séríslenskt fyrirbrigði, íslenska jólabókaflóðið. Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að efla bókasölu utan jólavertíðarinnar en samt lítið gert þótt einhverjir sprotar sjáist á vorin. Aðallega birtast þá bækur eftir unga og tilraunakennda höfunda, bækur sem álitið er að seljast myndu illa sem gjafavörur hvort sem er. Skrítið að Ísland er eina landið þar sem bækur eru fyrst og fremst gjafavörur. Það kemur mögulega ekki niður á lestrinum að bókin sé frá ömmu, en það er eitthvað skrítið við að fara aldrei sjálfur og velja sér bók nema það sé til að skipta út annarri. Þeirri sem þú fékkst tvisvar þessi jól. Þegar kynntar eru tilnefningar til bókmenntaverðlaunanna hefst ákveðin neyslustýring. Tilnefndar bækur taka sölukipp, og svo þegar verðlaunin hafa verið afhent með pompi og prakt taka þær bækur aftur sölukipp á skiptibókamarkað Janúars. Skrítið að allir bókaviðburðir og bókaflóðið sjálft skyldu ramba niður á sama árstíma. Skrítið að íslensku barnabókaverðlaunin, bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana og íslensku bókmenntaverðlaunin og verðlaun Jónasar Hallgrímssonar séu öll veitt innan sömu þriggja mánaða, einmitt þarna í jólavertíðinni. Við viljum hvetja bókaútgefendur að nota bókmenntaverðlaunin til að efla umræðu og auðga lestur á öðrum árstímum. Jólin eru hektískur tími og þótt bækur seljist mest þá falla mun fleiri í sprungurnar og góð verk gleymast. Sjaldnast eru jafnvel þau verk sem seljast mest lesinn á merkingarbæran hátt. Ekki gefst pláss til að skapa dýpri samræður en felst í samkeppni um stjörnugjöf. Þegar þúsund titlar koma út á ári þurfum við meiri tíma en bara þrjá mánuði til að skynja, skoða og lesa. Skrítið að nota ekki bara allt árið.Höfundar eru handhafar Íslensku Barnabókaverðlaunanna 2012 og Bókmenntaverðlauna starfsfólks bókaverslana 2012 og 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Við viljum byrja þessa grein á að óska þeim til hamingju sem tilnefndir verða til íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár. Það er mikilvægt að höfundar fái viðurkenningu fyrir vinnuna sem liggur að baki framúrskarandi verkum og ekki síður að efla umræðu um bókmenntir. Sem ungir höfundar getum við varla ímyndað okkur íslenskan bókmenntaheim án slíkra verðlauna. Þó eru ekki nema 25 ár síðan verðlaunin voru fyrst veitt. Kannski ekki svo skrítið á eyju sem bannaði bjór og fékk núll stig í eurovision, en skrítið samt. Skrítið að tilkynna ekki vinningshafa á Bessastöðum. Skrítið að birta það ekki á forsíðum blaða eða í sjónvarpsfréttum. Skrítið að takast ekki á um hverjir eigi verðlaunin virkilega skilið og hvað svona verðlaun merkja. Skrítið að bókaþjóðin fagni ekki höfundum og verkum þeirra. Sem betur fer er það liðin tíð að framúrskarandi verk séu ekki verðlaunuð. Auðvitað hafa verðlaunin mikil áhrif á annað séríslenskt fyrirbrigði, íslenska jólabókaflóðið. Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að efla bókasölu utan jólavertíðarinnar en samt lítið gert þótt einhverjir sprotar sjáist á vorin. Aðallega birtast þá bækur eftir unga og tilraunakennda höfunda, bækur sem álitið er að seljast myndu illa sem gjafavörur hvort sem er. Skrítið að Ísland er eina landið þar sem bækur eru fyrst og fremst gjafavörur. Það kemur mögulega ekki niður á lestrinum að bókin sé frá ömmu, en það er eitthvað skrítið við að fara aldrei sjálfur og velja sér bók nema það sé til að skipta út annarri. Þeirri sem þú fékkst tvisvar þessi jól. Þegar kynntar eru tilnefningar til bókmenntaverðlaunanna hefst ákveðin neyslustýring. Tilnefndar bækur taka sölukipp, og svo þegar verðlaunin hafa verið afhent með pompi og prakt taka þær bækur aftur sölukipp á skiptibókamarkað Janúars. Skrítið að allir bókaviðburðir og bókaflóðið sjálft skyldu ramba niður á sama árstíma. Skrítið að íslensku barnabókaverðlaunin, bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana og íslensku bókmenntaverðlaunin og verðlaun Jónasar Hallgrímssonar séu öll veitt innan sömu þriggja mánaða, einmitt þarna í jólavertíðinni. Við viljum hvetja bókaútgefendur að nota bókmenntaverðlaunin til að efla umræðu og auðga lestur á öðrum árstímum. Jólin eru hektískur tími og þótt bækur seljist mest þá falla mun fleiri í sprungurnar og góð verk gleymast. Sjaldnast eru jafnvel þau verk sem seljast mest lesinn á merkingarbæran hátt. Ekki gefst pláss til að skapa dýpri samræður en felst í samkeppni um stjörnugjöf. Þegar þúsund titlar koma út á ári þurfum við meiri tíma en bara þrjá mánuði til að skynja, skoða og lesa. Skrítið að nota ekki bara allt árið.Höfundar eru handhafar Íslensku Barnabókaverðlaunanna 2012 og Bókmenntaverðlauna starfsfólks bókaverslana 2012 og 2013.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun