Hægir ferðina ef nálgast er hraðamyndavél Finnur Thorlacius skrifar 3. júlí 2014 09:15 Hraðamyndavélar verða litlir óvinir eigenda Hyundai Genesis. Draumabúnaðurinn er mættur, en hver væri ekki til í að fá aldrei hraðasekt úr sjálfvirkum hraðamyndavélum aftur? Hyundai hefur sett búnað í nýjan Genesis bíl sinn sem hægir ferðina á bílnum áður en komið er að hraðamyndavélum. Reyndar er búnaður Hyundai sáraeinfaldur og byggir á þekktri tækni. Hann samanstendur af samtvinnuðum upplýsingum úr leiðsögukerfi þar sem settar hafa verið upplýsingar um hvar þessar myndavélar eru og búnaði sem hægir sjálfvirkt á bílum ef farið er of nálægt öðrum bílum eða hlutum. Samtvinning þessa er stórsniðug og stundum þarf ekki að finna aftur upp hjólið til að úr verði frábær uppfinning. Ekki er eins víst að lögreglan, umferðastofur og þeir sem gæta ríkiskassans í hverju landi séu eins himinlifandi með þessa uppfinningu Hyundai og kaupendur Genesis. Í fyrstu verður þessi búnaður þó aðeins í boði í heimalandinu S-Kóreu, en vonandi kemur hann í bíla ætlaða Evrópumarkaði sem allra fyrst og þá í sem flestum gerðum Hyundai bíla. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent
Draumabúnaðurinn er mættur, en hver væri ekki til í að fá aldrei hraðasekt úr sjálfvirkum hraðamyndavélum aftur? Hyundai hefur sett búnað í nýjan Genesis bíl sinn sem hægir ferðina á bílnum áður en komið er að hraðamyndavélum. Reyndar er búnaður Hyundai sáraeinfaldur og byggir á þekktri tækni. Hann samanstendur af samtvinnuðum upplýsingum úr leiðsögukerfi þar sem settar hafa verið upplýsingar um hvar þessar myndavélar eru og búnaði sem hægir sjálfvirkt á bílum ef farið er of nálægt öðrum bílum eða hlutum. Samtvinning þessa er stórsniðug og stundum þarf ekki að finna aftur upp hjólið til að úr verði frábær uppfinning. Ekki er eins víst að lögreglan, umferðastofur og þeir sem gæta ríkiskassans í hverju landi séu eins himinlifandi með þessa uppfinningu Hyundai og kaupendur Genesis. Í fyrstu verður þessi búnaður þó aðeins í boði í heimalandinu S-Kóreu, en vonandi kemur hann í bíla ætlaða Evrópumarkaði sem allra fyrst og þá í sem flestum gerðum Hyundai bíla.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent