Eigið fé í kringum núll Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2014 07:00 Um leið og þeir ríku sem þurfa ekki á peningnum að halda sækja um leiðréttingu og bregðast svo hinir verstu við þegar þeir fá að sjá upphæðina sem þeim var reiknuð því þeim þykir hún of há, er gott að líta til þeirra sem lítið eiga og eru að fá leiðréttingu. Ef við skoðum útfærslu leiðréttingarinnar kemur fram að 70% fjárhæðar leiðréttingar rennur til einstaklinga sem eiga minna en 11 milljónir í eigin fé og hjóna sem eiga minna en 25 milljónir í eigin fé. En tíðasta gildi leiðréttingarinnar er þar sem eigið fé er í kringum núll. Því er ekki hægt að halda því fram að auðvaldsmenn séu að soga leiðréttinguna til sín án þess að þurfa á henni að halda og því síður hægt að skilja hvers vegna þetta sama fólk sótti um valfrjálsa leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum til þess eins að koma ríkidæmi sínu á framfæri. Því ef við lítum aftur á leiðréttinguna þá mun stærstur hluti hennar fara til fólks sem er yngra en 50 ára, á lítið eigið fé í húsnæði sínu, er með lágar tekjur og skuldar á bilinu 15–30 milljónir. Gíslataka leiðréttingar Þetta er ekki auðvaldið, þetta er ekki fólkið sem fór óvarlega og kom sér í ofurskuldir og því síður er þetta fólk sem á mikið eigið fé í húsnæði sínu. Ef við viljum fá nánara dæmi getum við séð að 55% fjárhæðar leiðréttingar fer til einstaklinga sem eiga minna en 4 milljónir í eigin fé og hjóna sem eiga minna en 13 milljónir í eigin fé. Þeir sem telja sig vel setta halda niðurstöðu leiðréttingarinnar í gíslingu, eins og enginn megi gleðjast og helst eigi að fyrirlíta þá upphæð sem fólk sá birtast á skjánum hjá sér þann 11. nóvember síðastliðinn. Með leiðréttingunni mun eiginfjárstaða heimila í húsnæði aukast með beinum hætti um leið og lág verðbólga og hækkandi fasteignamat styrkir stöðu þeirra. Um 4.000 aðilar munu færast yfir í jákvætt fé. Þegar ráðstöfunartekjur aukast, afborganir lána lækka og eiginfjárstaða 54 þúsund heimila, það er 91 þúsund einstaklinga, styrkist er ekki annað hægt en að fagna með samborgurum sínum sem fá lækkun verðtryggðra húsnæðisskulda þó hún sé ekki full leiðrétting á þeim forsendubresti sem varð. Við stígum þó skrefin í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna María Sigmundsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Um leið og þeir ríku sem þurfa ekki á peningnum að halda sækja um leiðréttingu og bregðast svo hinir verstu við þegar þeir fá að sjá upphæðina sem þeim var reiknuð því þeim þykir hún of há, er gott að líta til þeirra sem lítið eiga og eru að fá leiðréttingu. Ef við skoðum útfærslu leiðréttingarinnar kemur fram að 70% fjárhæðar leiðréttingar rennur til einstaklinga sem eiga minna en 11 milljónir í eigin fé og hjóna sem eiga minna en 25 milljónir í eigin fé. En tíðasta gildi leiðréttingarinnar er þar sem eigið fé er í kringum núll. Því er ekki hægt að halda því fram að auðvaldsmenn séu að soga leiðréttinguna til sín án þess að þurfa á henni að halda og því síður hægt að skilja hvers vegna þetta sama fólk sótti um valfrjálsa leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum til þess eins að koma ríkidæmi sínu á framfæri. Því ef við lítum aftur á leiðréttinguna þá mun stærstur hluti hennar fara til fólks sem er yngra en 50 ára, á lítið eigið fé í húsnæði sínu, er með lágar tekjur og skuldar á bilinu 15–30 milljónir. Gíslataka leiðréttingar Þetta er ekki auðvaldið, þetta er ekki fólkið sem fór óvarlega og kom sér í ofurskuldir og því síður er þetta fólk sem á mikið eigið fé í húsnæði sínu. Ef við viljum fá nánara dæmi getum við séð að 55% fjárhæðar leiðréttingar fer til einstaklinga sem eiga minna en 4 milljónir í eigin fé og hjóna sem eiga minna en 13 milljónir í eigin fé. Þeir sem telja sig vel setta halda niðurstöðu leiðréttingarinnar í gíslingu, eins og enginn megi gleðjast og helst eigi að fyrirlíta þá upphæð sem fólk sá birtast á skjánum hjá sér þann 11. nóvember síðastliðinn. Með leiðréttingunni mun eiginfjárstaða heimila í húsnæði aukast með beinum hætti um leið og lág verðbólga og hækkandi fasteignamat styrkir stöðu þeirra. Um 4.000 aðilar munu færast yfir í jákvætt fé. Þegar ráðstöfunartekjur aukast, afborganir lána lækka og eiginfjárstaða 54 þúsund heimila, það er 91 þúsund einstaklinga, styrkist er ekki annað hægt en að fagna með samborgurum sínum sem fá lækkun verðtryggðra húsnæðisskulda þó hún sé ekki full leiðrétting á þeim forsendubresti sem varð. Við stígum þó skrefin í rétta átt.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar