Caterham fær að keppa í Dubai Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2014 10:24 Formúlu 1 bíll Caterham. Þrátt fyrir að vantað hafi 780.000 dollara uppá fjármögnun Caterham Formúlu 1 liðsins fyrir lokakeppnina í Dubai hefur liðið fengið keppnisleyfi. Eins og greint hefur verið frá hér fyrr tók Caterham uppá því að efna til hópfjármögnunar til að fjármagna keppnisleyfið í þessari síðustu keppni tímabilsins í Formúlu 1. Hún tókst vel þrátt fyrir að 1/5 af fjármagninu hafi á endanum skort, en ennþá er unnið að því að fjármagna það sem á vantaði. Sú fjármögnun mun standa til 23. nóvember. Um leið og Caterham greindi frá keppnisleyfinu var þess einnig getið að liðið sé nærri því að finna kostunaraðila fyrir frekari þátttöku í Formúlu 1. Vonandi tekst að klára það svo liðið sjáist á Formúlu 1 brautunum á næsta ári. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent
Þrátt fyrir að vantað hafi 780.000 dollara uppá fjármögnun Caterham Formúlu 1 liðsins fyrir lokakeppnina í Dubai hefur liðið fengið keppnisleyfi. Eins og greint hefur verið frá hér fyrr tók Caterham uppá því að efna til hópfjármögnunar til að fjármagna keppnisleyfið í þessari síðustu keppni tímabilsins í Formúlu 1. Hún tókst vel þrátt fyrir að 1/5 af fjármagninu hafi á endanum skort, en ennþá er unnið að því að fjármagna það sem á vantaði. Sú fjármögnun mun standa til 23. nóvember. Um leið og Caterham greindi frá keppnisleyfinu var þess einnig getið að liðið sé nærri því að finna kostunaraðila fyrir frekari þátttöku í Formúlu 1. Vonandi tekst að klára það svo liðið sjáist á Formúlu 1 brautunum á næsta ári.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent