Kristján Þór Einarsson, GKj tryggði sér sigur í Einvíginu á Nesinu, árlegu góðgerðargolfmóti, í dag. Kristján lagði Hlyn Geir Hjartarson, GOS á níundu holunni og tryggði sér sigurinn.
Kristján Þór sem er Íslandsmeistari í holukeppni tryggði sér sigur með því að fá fugl á níundu holunni en heimamaðurinn Ólafur Björn Loftsson féll úr leik á áttundu holunni.
Tíu kylfingar hefja leik á fyrstu holu og fellur einn úr leik á hverri holu þar til einn stendur eftir að lokinni níundi holunni.
Alls þurfti að útkljá sex holur af níu með bráðabana en mikil spenna var á mótinu í dag.
Leikið var til styrktar einhverfa barna og safnaðist ein milljón króna.
