Fullkominn endir á ATP Haraldur Guðmundsson skrifar 14. júlí 2014 10:30 Liðsmenn Interpol sýndu allar sínar bestu hliðar á síðasta degi ATP á laugardag. VÍSIR/ANDRI MARINÓ Tónleikar Laugardagskvöld Interpol ATP-tónlistarhátíðin Þegar liðsmenn New York-sveitarinnar Interpol hófu að spila í gömlu flugskýli á Ásbrú höfðu þeir á tæpum einum og hálfum mánuði troðið upp á yfir 20 tónleikum í Bandaríkjunum og Evrópu. Hljómsveitin lék 16 lög í Reykjanesbæ og fyrstu tvær plötur hennar, Turn on the Bright Lights og Antics, voru þar í aðalhlutverki. Áhorfendur fengu einnig að heyra þrjú ný lög af El Pintor sem er væntanleg í haust. Stemningin í skýlinu jókst með hverju lagi og bandið hljómaði óaðfinnanlega. Söngvarinn og gítarleikarinn Paul Banks, gítarleikarinn Daniel Kessler og trommarinn Sam Fogarino skiluðu sínu og afleysinga-bassaleikarinn Brad Truax var góð viðbót. Eftir 14 lög þökkuðu þeir fyrir sig og kvöddu. Salurinn heimtaði meira og heyra mátti áhorfendur kalla eftir laginu Stella was a Diver and She Was Always Down. Interpol sneri aftur og tók tvö lög. Í því seinna mætti Stella á sviðið og tónleikarnir voru fullkomnaðir. Niðurstaða: Frábærir tónleikar þar sem Interpol blandaði sínum helstu slögurum við lög sem aðeins harðir aðdáendur kunna textana við. ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Tónleikar Laugardagskvöld Interpol ATP-tónlistarhátíðin Þegar liðsmenn New York-sveitarinnar Interpol hófu að spila í gömlu flugskýli á Ásbrú höfðu þeir á tæpum einum og hálfum mánuði troðið upp á yfir 20 tónleikum í Bandaríkjunum og Evrópu. Hljómsveitin lék 16 lög í Reykjanesbæ og fyrstu tvær plötur hennar, Turn on the Bright Lights og Antics, voru þar í aðalhlutverki. Áhorfendur fengu einnig að heyra þrjú ný lög af El Pintor sem er væntanleg í haust. Stemningin í skýlinu jókst með hverju lagi og bandið hljómaði óaðfinnanlega. Söngvarinn og gítarleikarinn Paul Banks, gítarleikarinn Daniel Kessler og trommarinn Sam Fogarino skiluðu sínu og afleysinga-bassaleikarinn Brad Truax var góð viðbót. Eftir 14 lög þökkuðu þeir fyrir sig og kvöddu. Salurinn heimtaði meira og heyra mátti áhorfendur kalla eftir laginu Stella was a Diver and She Was Always Down. Interpol sneri aftur og tók tvö lög. Í því seinna mætti Stella á sviðið og tónleikarnir voru fullkomnaðir. Niðurstaða: Frábærir tónleikar þar sem Interpol blandaði sínum helstu slögurum við lög sem aðeins harðir aðdáendur kunna textana við.
ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira