Toyota uppfærir vélaframboðið Finnur Thorlacius skrifar 14. júlí 2014 10:08 Toyota Yaris Toyota hefur ekki endurnýjað framboð sitt á vélum af jafn miklum krafti og Mazda, Nissan og Honda á síðustu árum. Toyota hefur þess í stað lagt áherslu á tvinnbíla (Hybrid) og lagt lítið fé til þróunar á hefðbundnum brunavélum sínum. Það er að fara að breytast og það hratt. Toyota ætlar að kynna 14 nýjar vélar á næstu 12 mánuðum og mun fleiri koma svo í kjölfarið. Þessar nýju vélar eru allt að 30% eyðslugrennri en þær vélar sem þær leysa af hólmi og eru hannaðar á þann veg að margir íhlutir í þær eru 50% ódýrari en í forverum þeirra. Með því að spara í íhlutum getur Toyota bætt t.d. við forþjöppu eða beinni innspýtingu án þess að verð vélanna hækki og er sú hugsun gegnumgangandi í þessum umskiptum, þ.e. spara í framleiðslu íhluta til að hægt sé að eyða meira í að bæta afl eða minnka eyðslu þeirra. Toyota hefur verið að dragast afturúr öðrum japönskum bílaframleiðendum hvað varðar lækkun í eyðslu bílaflota síns og hefur eyðsla Nissan-, Honda- og Mazda-bíla farið talsvert hraðar lækkandi á undanförnum árum en í bílum Toyota. Þessu ætlar Toyota að breyta og stefnir að því að taka aftur forystuna hvað varðar sparneytni. Þessi mikla umbylting á vélarflota Toyota þar sem hver einasta vél verður endurnýjuð mun að sögn Toyota duga til næstu 10-15 ára. Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent
Toyota hefur ekki endurnýjað framboð sitt á vélum af jafn miklum krafti og Mazda, Nissan og Honda á síðustu árum. Toyota hefur þess í stað lagt áherslu á tvinnbíla (Hybrid) og lagt lítið fé til þróunar á hefðbundnum brunavélum sínum. Það er að fara að breytast og það hratt. Toyota ætlar að kynna 14 nýjar vélar á næstu 12 mánuðum og mun fleiri koma svo í kjölfarið. Þessar nýju vélar eru allt að 30% eyðslugrennri en þær vélar sem þær leysa af hólmi og eru hannaðar á þann veg að margir íhlutir í þær eru 50% ódýrari en í forverum þeirra. Með því að spara í íhlutum getur Toyota bætt t.d. við forþjöppu eða beinni innspýtingu án þess að verð vélanna hækki og er sú hugsun gegnumgangandi í þessum umskiptum, þ.e. spara í framleiðslu íhluta til að hægt sé að eyða meira í að bæta afl eða minnka eyðslu þeirra. Toyota hefur verið að dragast afturúr öðrum japönskum bílaframleiðendum hvað varðar lækkun í eyðslu bílaflota síns og hefur eyðsla Nissan-, Honda- og Mazda-bíla farið talsvert hraðar lækkandi á undanförnum árum en í bílum Toyota. Þessu ætlar Toyota að breyta og stefnir að því að taka aftur forystuna hvað varðar sparneytni. Þessi mikla umbylting á vélarflota Toyota þar sem hver einasta vél verður endurnýjuð mun að sögn Toyota duga til næstu 10-15 ára.
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent