Umturnun framhaldsskólanna Lars Óli Jessen skrifar 21. desember 2014 15:43 Mikil óvissa er um framhaldsskóla landsins þessa stundina. Að öllum líkindum verður fjögurra ára nám til stúdentsprófs stytt niður í þrjú ár, með langtímaafleiðingum sem erfitt er að spá fyrir um. Kosturinn er að fólk kemst einu ári fyrr á vinnumarkaðinn, en aftur á móti má færa rök fyrir því að þriggja ára nám innihaldi ekki sömu gæði og núverandi fyrirkomulag. Einnig hefur takmarkað fjármagn til framhaldsskólanna minnkandi líkur á að fólk 25 ára og eldri fái nýskráningu inn í skólana. Því er um margt hægt að deila varðandi skipulag framhaldsskólanna, enda eru hér eins og oft áður tvær hliðar á sama peningnum. Um eitt atriði ættu þó allir að vera sammála – framhaldsskólar eiga umfram allt annað að gera nemendur sína tilbúna fyrir lífið. Eftir tíu ár í grunnskóla, þar sem grunnurinn að öllu öðru hefur verið byggður, finnst nemendum vera kominn tími á að læra eitthvað sem þeir telja nytsamlegt til lengri tíma litið. Fyrstu skrefin til sérhæfingar eru tekin og allir fá að læra það sem þeir telja nýtast sér til framtíðar. Þar komum við einmitt að kjarna málsins. Hvað er það sem er virkilega best fyrir framtíð nemenda? Auðvitað eru þarfir þeirra einstaklingsbundnar og ógerlegt að setja alla undir sama hatt. Enginn vill nákvæmlega það sama í lífinu, en þó vilja allir vera við góða heilsu þegar þeir eldast. Framhaldsskólarnir ættu því að leggja sig fram við það að stuðla að góðri líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu til framtíðar. Núgildandi námsskrá framhaldsskólanna frá árinu 2011 segir meðal annars varðandi íþróttir, líkams- og heilsurækt: „Framhaldsskólar skulu skipuleggja námsbrautir þannig að allir nemendur 18 ára og yngri stundi íþróttir, líkams- og heilsurækt“. Samkvæmt þessu er því ekki skylda að hafa íþróttir fyrir nemendur eldri en 18 ára. Þetta gefur þau skilaboð til nemenda að þegar við eldumst minnkar mikilvægi hreyfingar og þar af leiðandi einnig mikilvægi heilsu þeirra. Sem betur fer veit ég ekki til þess að framhaldsskólar hafi verið að hætta íþróttakennslu eftir 18 ára aldur, en nú er vert að hafa þetta sérstaklega í huga þar sem framundan er mikil endurskipulagning námsins. Rannsóknir R&G sem ná til allra framhaldsskólanemenda á landinu sýna að brottfall úr skipulagðri íþróttastarfsemi á þessum aldri er stórt vandamál. Íþróttafélögin halda utan um þá sem hafa næga getu fyrir meistaraflokka sína, en aðrir verða einfaldlega eftir og neyðast jafnvel til að hætta. Nú er hætta á að skólarnir fækki íþróttatímum til þess að draga úr kostnaði, sem myndi auka enn frekar á hreyfingarleysi nemenda. Þvert á móti þarf að nýta tækifærið sem gefst við komandi skipulagsbreytingar og slá tvær flugur í einu höggi með því að efla íþróttakennsluna. Í dag er mjög algengt að stórum hluta íþróttatíma framhaldsskólanna er varið í vinsælu boltagreinarnar í hefðbundnum íþróttasal. Stór galli við slíkt fyrirkomulag er að þar eru „þeir bestu og hæfustu“ lang virkastir, á meðan þeir sem virkilega þurfa á hreyfingunni að halda ná lítið að taka þátt hvort sem þeir vilja það eða ekki. Þessir bestu eru gjarnan í öðrum íþróttum utan skóla og hafa því enga sérstaka þörf fyrir skólaíþróttirnar. Því ættu framhaldsskólaíþróttir fyrst og síðast að virkja þá sem fá enga aðra hreyfingu utan skólans. Best væri ef íþróttirnar væru fjölbreyttari, og um leið að kynntar yrðu fyrir nemendum aðrar íþróttagreinar sem og margbreytilegir valkostir til reglubundinnar hreyfingar. Þannig stóraukum við líkurnar á því að fleiri nemendur finni hreyfingu við sitt hæfi sem viðkomandi hefur einnig gaman af. Það væri besta leiðin til að stuðla að heilbrigðum lífstíl til framtíðar, sem bætir heilsu og líðan þeirra. Framhaldsskólinn er ákveðinn stökkpallur fyrir lífið, en ekki bara uppsöfnun eininga til þess að fá stúdentsskírteini. Á þessum árum mótast oft framtíðar lífsstíll einstaklinga og því er eitt mikilvægasta hlutverk framhaldsskólanna að stuðla að því að nemendurnir tileinki sér heilbrigt líferni. Lars Óli Jessen, íþróttafræðinemi í Háskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Mikil óvissa er um framhaldsskóla landsins þessa stundina. Að öllum líkindum verður fjögurra ára nám til stúdentsprófs stytt niður í þrjú ár, með langtímaafleiðingum sem erfitt er að spá fyrir um. Kosturinn er að fólk kemst einu ári fyrr á vinnumarkaðinn, en aftur á móti má færa rök fyrir því að þriggja ára nám innihaldi ekki sömu gæði og núverandi fyrirkomulag. Einnig hefur takmarkað fjármagn til framhaldsskólanna minnkandi líkur á að fólk 25 ára og eldri fái nýskráningu inn í skólana. Því er um margt hægt að deila varðandi skipulag framhaldsskólanna, enda eru hér eins og oft áður tvær hliðar á sama peningnum. Um eitt atriði ættu þó allir að vera sammála – framhaldsskólar eiga umfram allt annað að gera nemendur sína tilbúna fyrir lífið. Eftir tíu ár í grunnskóla, þar sem grunnurinn að öllu öðru hefur verið byggður, finnst nemendum vera kominn tími á að læra eitthvað sem þeir telja nytsamlegt til lengri tíma litið. Fyrstu skrefin til sérhæfingar eru tekin og allir fá að læra það sem þeir telja nýtast sér til framtíðar. Þar komum við einmitt að kjarna málsins. Hvað er það sem er virkilega best fyrir framtíð nemenda? Auðvitað eru þarfir þeirra einstaklingsbundnar og ógerlegt að setja alla undir sama hatt. Enginn vill nákvæmlega það sama í lífinu, en þó vilja allir vera við góða heilsu þegar þeir eldast. Framhaldsskólarnir ættu því að leggja sig fram við það að stuðla að góðri líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu til framtíðar. Núgildandi námsskrá framhaldsskólanna frá árinu 2011 segir meðal annars varðandi íþróttir, líkams- og heilsurækt: „Framhaldsskólar skulu skipuleggja námsbrautir þannig að allir nemendur 18 ára og yngri stundi íþróttir, líkams- og heilsurækt“. Samkvæmt þessu er því ekki skylda að hafa íþróttir fyrir nemendur eldri en 18 ára. Þetta gefur þau skilaboð til nemenda að þegar við eldumst minnkar mikilvægi hreyfingar og þar af leiðandi einnig mikilvægi heilsu þeirra. Sem betur fer veit ég ekki til þess að framhaldsskólar hafi verið að hætta íþróttakennslu eftir 18 ára aldur, en nú er vert að hafa þetta sérstaklega í huga þar sem framundan er mikil endurskipulagning námsins. Rannsóknir R&G sem ná til allra framhaldsskólanemenda á landinu sýna að brottfall úr skipulagðri íþróttastarfsemi á þessum aldri er stórt vandamál. Íþróttafélögin halda utan um þá sem hafa næga getu fyrir meistaraflokka sína, en aðrir verða einfaldlega eftir og neyðast jafnvel til að hætta. Nú er hætta á að skólarnir fækki íþróttatímum til þess að draga úr kostnaði, sem myndi auka enn frekar á hreyfingarleysi nemenda. Þvert á móti þarf að nýta tækifærið sem gefst við komandi skipulagsbreytingar og slá tvær flugur í einu höggi með því að efla íþróttakennsluna. Í dag er mjög algengt að stórum hluta íþróttatíma framhaldsskólanna er varið í vinsælu boltagreinarnar í hefðbundnum íþróttasal. Stór galli við slíkt fyrirkomulag er að þar eru „þeir bestu og hæfustu“ lang virkastir, á meðan þeir sem virkilega þurfa á hreyfingunni að halda ná lítið að taka þátt hvort sem þeir vilja það eða ekki. Þessir bestu eru gjarnan í öðrum íþróttum utan skóla og hafa því enga sérstaka þörf fyrir skólaíþróttirnar. Því ættu framhaldsskólaíþróttir fyrst og síðast að virkja þá sem fá enga aðra hreyfingu utan skólans. Best væri ef íþróttirnar væru fjölbreyttari, og um leið að kynntar yrðu fyrir nemendum aðrar íþróttagreinar sem og margbreytilegir valkostir til reglubundinnar hreyfingar. Þannig stóraukum við líkurnar á því að fleiri nemendur finni hreyfingu við sitt hæfi sem viðkomandi hefur einnig gaman af. Það væri besta leiðin til að stuðla að heilbrigðum lífstíl til framtíðar, sem bætir heilsu og líðan þeirra. Framhaldsskólinn er ákveðinn stökkpallur fyrir lífið, en ekki bara uppsöfnun eininga til þess að fá stúdentsskírteini. Á þessum árum mótast oft framtíðar lífsstíll einstaklinga og því er eitt mikilvægasta hlutverk framhaldsskólanna að stuðla að því að nemendurnir tileinki sér heilbrigt líferni. Lars Óli Jessen, íþróttafræðinemi í Háskólanum í Reykjavík.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar