Umturnun framhaldsskólanna Lars Óli Jessen skrifar 21. desember 2014 15:43 Mikil óvissa er um framhaldsskóla landsins þessa stundina. Að öllum líkindum verður fjögurra ára nám til stúdentsprófs stytt niður í þrjú ár, með langtímaafleiðingum sem erfitt er að spá fyrir um. Kosturinn er að fólk kemst einu ári fyrr á vinnumarkaðinn, en aftur á móti má færa rök fyrir því að þriggja ára nám innihaldi ekki sömu gæði og núverandi fyrirkomulag. Einnig hefur takmarkað fjármagn til framhaldsskólanna minnkandi líkur á að fólk 25 ára og eldri fái nýskráningu inn í skólana. Því er um margt hægt að deila varðandi skipulag framhaldsskólanna, enda eru hér eins og oft áður tvær hliðar á sama peningnum. Um eitt atriði ættu þó allir að vera sammála – framhaldsskólar eiga umfram allt annað að gera nemendur sína tilbúna fyrir lífið. Eftir tíu ár í grunnskóla, þar sem grunnurinn að öllu öðru hefur verið byggður, finnst nemendum vera kominn tími á að læra eitthvað sem þeir telja nytsamlegt til lengri tíma litið. Fyrstu skrefin til sérhæfingar eru tekin og allir fá að læra það sem þeir telja nýtast sér til framtíðar. Þar komum við einmitt að kjarna málsins. Hvað er það sem er virkilega best fyrir framtíð nemenda? Auðvitað eru þarfir þeirra einstaklingsbundnar og ógerlegt að setja alla undir sama hatt. Enginn vill nákvæmlega það sama í lífinu, en þó vilja allir vera við góða heilsu þegar þeir eldast. Framhaldsskólarnir ættu því að leggja sig fram við það að stuðla að góðri líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu til framtíðar. Núgildandi námsskrá framhaldsskólanna frá árinu 2011 segir meðal annars varðandi íþróttir, líkams- og heilsurækt: „Framhaldsskólar skulu skipuleggja námsbrautir þannig að allir nemendur 18 ára og yngri stundi íþróttir, líkams- og heilsurækt“. Samkvæmt þessu er því ekki skylda að hafa íþróttir fyrir nemendur eldri en 18 ára. Þetta gefur þau skilaboð til nemenda að þegar við eldumst minnkar mikilvægi hreyfingar og þar af leiðandi einnig mikilvægi heilsu þeirra. Sem betur fer veit ég ekki til þess að framhaldsskólar hafi verið að hætta íþróttakennslu eftir 18 ára aldur, en nú er vert að hafa þetta sérstaklega í huga þar sem framundan er mikil endurskipulagning námsins. Rannsóknir R&G sem ná til allra framhaldsskólanemenda á landinu sýna að brottfall úr skipulagðri íþróttastarfsemi á þessum aldri er stórt vandamál. Íþróttafélögin halda utan um þá sem hafa næga getu fyrir meistaraflokka sína, en aðrir verða einfaldlega eftir og neyðast jafnvel til að hætta. Nú er hætta á að skólarnir fækki íþróttatímum til þess að draga úr kostnaði, sem myndi auka enn frekar á hreyfingarleysi nemenda. Þvert á móti þarf að nýta tækifærið sem gefst við komandi skipulagsbreytingar og slá tvær flugur í einu höggi með því að efla íþróttakennsluna. Í dag er mjög algengt að stórum hluta íþróttatíma framhaldsskólanna er varið í vinsælu boltagreinarnar í hefðbundnum íþróttasal. Stór galli við slíkt fyrirkomulag er að þar eru „þeir bestu og hæfustu“ lang virkastir, á meðan þeir sem virkilega þurfa á hreyfingunni að halda ná lítið að taka þátt hvort sem þeir vilja það eða ekki. Þessir bestu eru gjarnan í öðrum íþróttum utan skóla og hafa því enga sérstaka þörf fyrir skólaíþróttirnar. Því ættu framhaldsskólaíþróttir fyrst og síðast að virkja þá sem fá enga aðra hreyfingu utan skólans. Best væri ef íþróttirnar væru fjölbreyttari, og um leið að kynntar yrðu fyrir nemendum aðrar íþróttagreinar sem og margbreytilegir valkostir til reglubundinnar hreyfingar. Þannig stóraukum við líkurnar á því að fleiri nemendur finni hreyfingu við sitt hæfi sem viðkomandi hefur einnig gaman af. Það væri besta leiðin til að stuðla að heilbrigðum lífstíl til framtíðar, sem bætir heilsu og líðan þeirra. Framhaldsskólinn er ákveðinn stökkpallur fyrir lífið, en ekki bara uppsöfnun eininga til þess að fá stúdentsskírteini. Á þessum árum mótast oft framtíðar lífsstíll einstaklinga og því er eitt mikilvægasta hlutverk framhaldsskólanna að stuðla að því að nemendurnir tileinki sér heilbrigt líferni. Lars Óli Jessen, íþróttafræðinemi í Háskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Mikil óvissa er um framhaldsskóla landsins þessa stundina. Að öllum líkindum verður fjögurra ára nám til stúdentsprófs stytt niður í þrjú ár, með langtímaafleiðingum sem erfitt er að spá fyrir um. Kosturinn er að fólk kemst einu ári fyrr á vinnumarkaðinn, en aftur á móti má færa rök fyrir því að þriggja ára nám innihaldi ekki sömu gæði og núverandi fyrirkomulag. Einnig hefur takmarkað fjármagn til framhaldsskólanna minnkandi líkur á að fólk 25 ára og eldri fái nýskráningu inn í skólana. Því er um margt hægt að deila varðandi skipulag framhaldsskólanna, enda eru hér eins og oft áður tvær hliðar á sama peningnum. Um eitt atriði ættu þó allir að vera sammála – framhaldsskólar eiga umfram allt annað að gera nemendur sína tilbúna fyrir lífið. Eftir tíu ár í grunnskóla, þar sem grunnurinn að öllu öðru hefur verið byggður, finnst nemendum vera kominn tími á að læra eitthvað sem þeir telja nytsamlegt til lengri tíma litið. Fyrstu skrefin til sérhæfingar eru tekin og allir fá að læra það sem þeir telja nýtast sér til framtíðar. Þar komum við einmitt að kjarna málsins. Hvað er það sem er virkilega best fyrir framtíð nemenda? Auðvitað eru þarfir þeirra einstaklingsbundnar og ógerlegt að setja alla undir sama hatt. Enginn vill nákvæmlega það sama í lífinu, en þó vilja allir vera við góða heilsu þegar þeir eldast. Framhaldsskólarnir ættu því að leggja sig fram við það að stuðla að góðri líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu til framtíðar. Núgildandi námsskrá framhaldsskólanna frá árinu 2011 segir meðal annars varðandi íþróttir, líkams- og heilsurækt: „Framhaldsskólar skulu skipuleggja námsbrautir þannig að allir nemendur 18 ára og yngri stundi íþróttir, líkams- og heilsurækt“. Samkvæmt þessu er því ekki skylda að hafa íþróttir fyrir nemendur eldri en 18 ára. Þetta gefur þau skilaboð til nemenda að þegar við eldumst minnkar mikilvægi hreyfingar og þar af leiðandi einnig mikilvægi heilsu þeirra. Sem betur fer veit ég ekki til þess að framhaldsskólar hafi verið að hætta íþróttakennslu eftir 18 ára aldur, en nú er vert að hafa þetta sérstaklega í huga þar sem framundan er mikil endurskipulagning námsins. Rannsóknir R&G sem ná til allra framhaldsskólanemenda á landinu sýna að brottfall úr skipulagðri íþróttastarfsemi á þessum aldri er stórt vandamál. Íþróttafélögin halda utan um þá sem hafa næga getu fyrir meistaraflokka sína, en aðrir verða einfaldlega eftir og neyðast jafnvel til að hætta. Nú er hætta á að skólarnir fækki íþróttatímum til þess að draga úr kostnaði, sem myndi auka enn frekar á hreyfingarleysi nemenda. Þvert á móti þarf að nýta tækifærið sem gefst við komandi skipulagsbreytingar og slá tvær flugur í einu höggi með því að efla íþróttakennsluna. Í dag er mjög algengt að stórum hluta íþróttatíma framhaldsskólanna er varið í vinsælu boltagreinarnar í hefðbundnum íþróttasal. Stór galli við slíkt fyrirkomulag er að þar eru „þeir bestu og hæfustu“ lang virkastir, á meðan þeir sem virkilega þurfa á hreyfingunni að halda ná lítið að taka þátt hvort sem þeir vilja það eða ekki. Þessir bestu eru gjarnan í öðrum íþróttum utan skóla og hafa því enga sérstaka þörf fyrir skólaíþróttirnar. Því ættu framhaldsskólaíþróttir fyrst og síðast að virkja þá sem fá enga aðra hreyfingu utan skólans. Best væri ef íþróttirnar væru fjölbreyttari, og um leið að kynntar yrðu fyrir nemendum aðrar íþróttagreinar sem og margbreytilegir valkostir til reglubundinnar hreyfingar. Þannig stóraukum við líkurnar á því að fleiri nemendur finni hreyfingu við sitt hæfi sem viðkomandi hefur einnig gaman af. Það væri besta leiðin til að stuðla að heilbrigðum lífstíl til framtíðar, sem bætir heilsu og líðan þeirra. Framhaldsskólinn er ákveðinn stökkpallur fyrir lífið, en ekki bara uppsöfnun eininga til þess að fá stúdentsskírteini. Á þessum árum mótast oft framtíðar lífsstíll einstaklinga og því er eitt mikilvægasta hlutverk framhaldsskólanna að stuðla að því að nemendurnir tileinki sér heilbrigt líferni. Lars Óli Jessen, íþróttafræðinemi í Háskólanum í Reykjavík.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun