Jólamaturinn oftast ódýrastur í Bónus Stefán Árni Pálsson skrifar 11. desember 2014 11:48 Bónus kemur vel út úr könnun ASÍ. Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á jólamatvöru í níu matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu sl. þriðjudag. Kannað var verð á 105 algengum vörum sem eru í boði fyrir jólahátíðina. Bónus Nýbýlavegi var með lægsta verðið í 77 tilvikum af 105, Krónan Granda í 10 tilvikum og Víðir Skeifunni 9 sinnum. Samkaup-Úrval Hafnarfirði var með hæsta verðið í 32 tilvikum af 105, Iceland Engihjalla í 27 tilvikum og Nóatúni í Nóatúni í 17 tilvikum. Oftast var á milli 25-50% verðmunur á hæsta og lægsta verði. Mestur munur á hæsta og lægsta verði í könnuninni reyndist vera á grænmeti og ávöxtum. Mestur verðmunur var á ódýrustu fersku jarðaberjunum en þau voru dýrust á 3.495 kr/kg hjá Hagkaupum en ódýrust á 1.709 kr/kg hjá Krónunni, verðmunurinn er 1.786 kr. eða 105%. Einnig var mikill verðmunur á SFG forsoðnum parísarkartöflum 2*300 gr sem voru dýrastar á 498 kr. hjá Nettó Mjódd og Fjarðarkaupum en ódýrastar á 307 kr. hjá Hagkaupum verðmunurinn 191 kr. eða 62%. Minnstur verðmunur í könnuninni reyndist vera á MS ¼ l. rjóma sem var dýrastur á 239 kr. hjá Víði en ódýrastur á 230 kr. hjá Bónus og Krónunni sem er 4% verðmunur. Lítill verðmunur var einnig á Stóra Dímon eða 7%, hann var dýrastur á 719 kr hjá Samkaupum–Úrvali en ódýrastur á 675 kr. hjá Bónus og Fjarðarkaupum. Af þeim vörum sem til voru í öllum verslunum má t.d. nefna að mikill verðmunur var á 135 gr. konfektkassa frá Nóa sem var ódýrastur á 835 kr. hjá Bónus en dýrastur á 1.198 kr. hjá Samkaupum-Úrvali sem er 43% verðmunur. Einnig var mikill verðmunur á Kristjáns laufabrauði sem var ódýrast á 1.648 kr hjá Víði en dýrast á 2.239 kr hjá Nóatúni sem er 36% verðmunur. ½ l. malt í dós frá Ölgerðinni var ódýrust á 139 kr. hjá Bónus en dýrust á 168 kr. hjá Iceland sem er 21% verðmunur.Misjafnt vöruúrval og vöntun á hillumiðum Í tilkynningu frá ASÍ kemur fram að flestar vörurnar sem skoðaðar voru í könnuninni voru fáanlegar í verslun Iceland eða í 99 tilvikum af 105 og Bónus og Víðir átti 89. Fæstar af vörunum voru fáanlegar hjá Nóatúni eða aðeins 72 af 105 og Samkaup-Úrval átti til 73. Þar segir einnig að verðmerkingum hafi verið ábótavant í flestum verslunum og oft vantaði hillumiða á kjötvöru. Oftast var vöntun á hillumiða hjá Víði eða 16 sinnum og bæði hjá Nóatúni og Krónunni vantaði hillumiða 12 sinnum. Skanni kemur aldrei í stað hillumiða. Kannað var verð á 105 matvörum s.s. kjötvörum, mjólkurvörum, kökum, konfekti, drykkjarvörum, grænmeti og ávöxtum. Í könnuninni var skráð niður hilluverð vöru sem það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur/tilboðsverð af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð. Til að auðvelda verðsamanburð er skráð mælieiningaverð vöru, þar sem pakkastærðir eru mismunandi eftir verslunum. Tilboð eru víða í matvöruverslunum nú fyrir hátíðarnar og verðbreytingar tíðar. Neytendur ættu því að vera vel vakandi vilji þeir gera hagstæð innkaup á jólamatnum. Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Bónus Nýbýlavegi, Krónunni Granda, Nettó Mjódd, Iceland Engihjalla, Víði Skeifunni, Fjarðarkaupum Hafnarfirði, Nóatúni Nóatúni, Samkaupum-Úrvali Hafnarfirði og Hagkaupum Holtagörðum. Aðeins er um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á jólamatvöru í níu matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu sl. þriðjudag. Kannað var verð á 105 algengum vörum sem eru í boði fyrir jólahátíðina. Bónus Nýbýlavegi var með lægsta verðið í 77 tilvikum af 105, Krónan Granda í 10 tilvikum og Víðir Skeifunni 9 sinnum. Samkaup-Úrval Hafnarfirði var með hæsta verðið í 32 tilvikum af 105, Iceland Engihjalla í 27 tilvikum og Nóatúni í Nóatúni í 17 tilvikum. Oftast var á milli 25-50% verðmunur á hæsta og lægsta verði. Mestur munur á hæsta og lægsta verði í könnuninni reyndist vera á grænmeti og ávöxtum. Mestur verðmunur var á ódýrustu fersku jarðaberjunum en þau voru dýrust á 3.495 kr/kg hjá Hagkaupum en ódýrust á 1.709 kr/kg hjá Krónunni, verðmunurinn er 1.786 kr. eða 105%. Einnig var mikill verðmunur á SFG forsoðnum parísarkartöflum 2*300 gr sem voru dýrastar á 498 kr. hjá Nettó Mjódd og Fjarðarkaupum en ódýrastar á 307 kr. hjá Hagkaupum verðmunurinn 191 kr. eða 62%. Minnstur verðmunur í könnuninni reyndist vera á MS ¼ l. rjóma sem var dýrastur á 239 kr. hjá Víði en ódýrastur á 230 kr. hjá Bónus og Krónunni sem er 4% verðmunur. Lítill verðmunur var einnig á Stóra Dímon eða 7%, hann var dýrastur á 719 kr hjá Samkaupum–Úrvali en ódýrastur á 675 kr. hjá Bónus og Fjarðarkaupum. Af þeim vörum sem til voru í öllum verslunum má t.d. nefna að mikill verðmunur var á 135 gr. konfektkassa frá Nóa sem var ódýrastur á 835 kr. hjá Bónus en dýrastur á 1.198 kr. hjá Samkaupum-Úrvali sem er 43% verðmunur. Einnig var mikill verðmunur á Kristjáns laufabrauði sem var ódýrast á 1.648 kr hjá Víði en dýrast á 2.239 kr hjá Nóatúni sem er 36% verðmunur. ½ l. malt í dós frá Ölgerðinni var ódýrust á 139 kr. hjá Bónus en dýrust á 168 kr. hjá Iceland sem er 21% verðmunur.Misjafnt vöruúrval og vöntun á hillumiðum Í tilkynningu frá ASÍ kemur fram að flestar vörurnar sem skoðaðar voru í könnuninni voru fáanlegar í verslun Iceland eða í 99 tilvikum af 105 og Bónus og Víðir átti 89. Fæstar af vörunum voru fáanlegar hjá Nóatúni eða aðeins 72 af 105 og Samkaup-Úrval átti til 73. Þar segir einnig að verðmerkingum hafi verið ábótavant í flestum verslunum og oft vantaði hillumiða á kjötvöru. Oftast var vöntun á hillumiða hjá Víði eða 16 sinnum og bæði hjá Nóatúni og Krónunni vantaði hillumiða 12 sinnum. Skanni kemur aldrei í stað hillumiða. Kannað var verð á 105 matvörum s.s. kjötvörum, mjólkurvörum, kökum, konfekti, drykkjarvörum, grænmeti og ávöxtum. Í könnuninni var skráð niður hilluverð vöru sem það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur/tilboðsverð af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð. Til að auðvelda verðsamanburð er skráð mælieiningaverð vöru, þar sem pakkastærðir eru mismunandi eftir verslunum. Tilboð eru víða í matvöruverslunum nú fyrir hátíðarnar og verðbreytingar tíðar. Neytendur ættu því að vera vel vakandi vilji þeir gera hagstæð innkaup á jólamatnum. Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Bónus Nýbýlavegi, Krónunni Granda, Nettó Mjódd, Iceland Engihjalla, Víði Skeifunni, Fjarðarkaupum Hafnarfirði, Nóatúni Nóatúni, Samkaupum-Úrvali Hafnarfirði og Hagkaupum Holtagörðum. Aðeins er um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira