Jólamaturinn oftast ódýrastur í Bónus Stefán Árni Pálsson skrifar 11. desember 2014 11:48 Bónus kemur vel út úr könnun ASÍ. Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á jólamatvöru í níu matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu sl. þriðjudag. Kannað var verð á 105 algengum vörum sem eru í boði fyrir jólahátíðina. Bónus Nýbýlavegi var með lægsta verðið í 77 tilvikum af 105, Krónan Granda í 10 tilvikum og Víðir Skeifunni 9 sinnum. Samkaup-Úrval Hafnarfirði var með hæsta verðið í 32 tilvikum af 105, Iceland Engihjalla í 27 tilvikum og Nóatúni í Nóatúni í 17 tilvikum. Oftast var á milli 25-50% verðmunur á hæsta og lægsta verði. Mestur munur á hæsta og lægsta verði í könnuninni reyndist vera á grænmeti og ávöxtum. Mestur verðmunur var á ódýrustu fersku jarðaberjunum en þau voru dýrust á 3.495 kr/kg hjá Hagkaupum en ódýrust á 1.709 kr/kg hjá Krónunni, verðmunurinn er 1.786 kr. eða 105%. Einnig var mikill verðmunur á SFG forsoðnum parísarkartöflum 2*300 gr sem voru dýrastar á 498 kr. hjá Nettó Mjódd og Fjarðarkaupum en ódýrastar á 307 kr. hjá Hagkaupum verðmunurinn 191 kr. eða 62%. Minnstur verðmunur í könnuninni reyndist vera á MS ¼ l. rjóma sem var dýrastur á 239 kr. hjá Víði en ódýrastur á 230 kr. hjá Bónus og Krónunni sem er 4% verðmunur. Lítill verðmunur var einnig á Stóra Dímon eða 7%, hann var dýrastur á 719 kr hjá Samkaupum–Úrvali en ódýrastur á 675 kr. hjá Bónus og Fjarðarkaupum. Af þeim vörum sem til voru í öllum verslunum má t.d. nefna að mikill verðmunur var á 135 gr. konfektkassa frá Nóa sem var ódýrastur á 835 kr. hjá Bónus en dýrastur á 1.198 kr. hjá Samkaupum-Úrvali sem er 43% verðmunur. Einnig var mikill verðmunur á Kristjáns laufabrauði sem var ódýrast á 1.648 kr hjá Víði en dýrast á 2.239 kr hjá Nóatúni sem er 36% verðmunur. ½ l. malt í dós frá Ölgerðinni var ódýrust á 139 kr. hjá Bónus en dýrust á 168 kr. hjá Iceland sem er 21% verðmunur.Misjafnt vöruúrval og vöntun á hillumiðum Í tilkynningu frá ASÍ kemur fram að flestar vörurnar sem skoðaðar voru í könnuninni voru fáanlegar í verslun Iceland eða í 99 tilvikum af 105 og Bónus og Víðir átti 89. Fæstar af vörunum voru fáanlegar hjá Nóatúni eða aðeins 72 af 105 og Samkaup-Úrval átti til 73. Þar segir einnig að verðmerkingum hafi verið ábótavant í flestum verslunum og oft vantaði hillumiða á kjötvöru. Oftast var vöntun á hillumiða hjá Víði eða 16 sinnum og bæði hjá Nóatúni og Krónunni vantaði hillumiða 12 sinnum. Skanni kemur aldrei í stað hillumiða. Kannað var verð á 105 matvörum s.s. kjötvörum, mjólkurvörum, kökum, konfekti, drykkjarvörum, grænmeti og ávöxtum. Í könnuninni var skráð niður hilluverð vöru sem það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur/tilboðsverð af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð. Til að auðvelda verðsamanburð er skráð mælieiningaverð vöru, þar sem pakkastærðir eru mismunandi eftir verslunum. Tilboð eru víða í matvöruverslunum nú fyrir hátíðarnar og verðbreytingar tíðar. Neytendur ættu því að vera vel vakandi vilji þeir gera hagstæð innkaup á jólamatnum. Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Bónus Nýbýlavegi, Krónunni Granda, Nettó Mjódd, Iceland Engihjalla, Víði Skeifunni, Fjarðarkaupum Hafnarfirði, Nóatúni Nóatúni, Samkaupum-Úrvali Hafnarfirði og Hagkaupum Holtagörðum. Aðeins er um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á jólamatvöru í níu matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu sl. þriðjudag. Kannað var verð á 105 algengum vörum sem eru í boði fyrir jólahátíðina. Bónus Nýbýlavegi var með lægsta verðið í 77 tilvikum af 105, Krónan Granda í 10 tilvikum og Víðir Skeifunni 9 sinnum. Samkaup-Úrval Hafnarfirði var með hæsta verðið í 32 tilvikum af 105, Iceland Engihjalla í 27 tilvikum og Nóatúni í Nóatúni í 17 tilvikum. Oftast var á milli 25-50% verðmunur á hæsta og lægsta verði. Mestur munur á hæsta og lægsta verði í könnuninni reyndist vera á grænmeti og ávöxtum. Mestur verðmunur var á ódýrustu fersku jarðaberjunum en þau voru dýrust á 3.495 kr/kg hjá Hagkaupum en ódýrust á 1.709 kr/kg hjá Krónunni, verðmunurinn er 1.786 kr. eða 105%. Einnig var mikill verðmunur á SFG forsoðnum parísarkartöflum 2*300 gr sem voru dýrastar á 498 kr. hjá Nettó Mjódd og Fjarðarkaupum en ódýrastar á 307 kr. hjá Hagkaupum verðmunurinn 191 kr. eða 62%. Minnstur verðmunur í könnuninni reyndist vera á MS ¼ l. rjóma sem var dýrastur á 239 kr. hjá Víði en ódýrastur á 230 kr. hjá Bónus og Krónunni sem er 4% verðmunur. Lítill verðmunur var einnig á Stóra Dímon eða 7%, hann var dýrastur á 719 kr hjá Samkaupum–Úrvali en ódýrastur á 675 kr. hjá Bónus og Fjarðarkaupum. Af þeim vörum sem til voru í öllum verslunum má t.d. nefna að mikill verðmunur var á 135 gr. konfektkassa frá Nóa sem var ódýrastur á 835 kr. hjá Bónus en dýrastur á 1.198 kr. hjá Samkaupum-Úrvali sem er 43% verðmunur. Einnig var mikill verðmunur á Kristjáns laufabrauði sem var ódýrast á 1.648 kr hjá Víði en dýrast á 2.239 kr hjá Nóatúni sem er 36% verðmunur. ½ l. malt í dós frá Ölgerðinni var ódýrust á 139 kr. hjá Bónus en dýrust á 168 kr. hjá Iceland sem er 21% verðmunur.Misjafnt vöruúrval og vöntun á hillumiðum Í tilkynningu frá ASÍ kemur fram að flestar vörurnar sem skoðaðar voru í könnuninni voru fáanlegar í verslun Iceland eða í 99 tilvikum af 105 og Bónus og Víðir átti 89. Fæstar af vörunum voru fáanlegar hjá Nóatúni eða aðeins 72 af 105 og Samkaup-Úrval átti til 73. Þar segir einnig að verðmerkingum hafi verið ábótavant í flestum verslunum og oft vantaði hillumiða á kjötvöru. Oftast var vöntun á hillumiða hjá Víði eða 16 sinnum og bæði hjá Nóatúni og Krónunni vantaði hillumiða 12 sinnum. Skanni kemur aldrei í stað hillumiða. Kannað var verð á 105 matvörum s.s. kjötvörum, mjólkurvörum, kökum, konfekti, drykkjarvörum, grænmeti og ávöxtum. Í könnuninni var skráð niður hilluverð vöru sem það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur/tilboðsverð af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð. Til að auðvelda verðsamanburð er skráð mælieiningaverð vöru, þar sem pakkastærðir eru mismunandi eftir verslunum. Tilboð eru víða í matvöruverslunum nú fyrir hátíðarnar og verðbreytingar tíðar. Neytendur ættu því að vera vel vakandi vilji þeir gera hagstæð innkaup á jólamatnum. Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Bónus Nýbýlavegi, Krónunni Granda, Nettó Mjódd, Iceland Engihjalla, Víði Skeifunni, Fjarðarkaupum Hafnarfirði, Nóatúni Nóatúni, Samkaupum-Úrvali Hafnarfirði og Hagkaupum Holtagörðum. Aðeins er um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent