Steinn lagður í götu umhverfisvænna samgöngumáta Árni Davíðsson skrifar 12. desember 2014 16:42 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingu á umferðarlögum. Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) hafa gert alvarlegar athugasemdir við frumvarpið vegna þess að það mun takmarka mjög notkun á svokölluðum rafvespum eða rafskutlum miðað við það sem eðlilegt getur talist. Rafskutlur eru eitt ódýrasta, eyðslugrennsta, hættuminnsta og umhverfisvænsta farartækið sem völ er á fyrir þá sem ekki vilja eða geta brúkað reiðhjól Í frumvarpinu eru sér íslenskar reglur um akstur skutlanna, sem heita létt bifhjól í flokki I samkvæmt frumvarpinu. Þær munu verða leyfðar á öllum gangstéttum og stígum en bannaðar á akbrautum með 50 km hámarkshraða eða yfir. LHM andmælir því að þær verði leyfðar á öllum gangstéttum og stígum og telur að það eigi að vera sjálfstæð ákvörðun sveitarfélaga hvort leyfa eigi akstur þeirra á hverjum og einum stíg og eigi þá að taka mið af því hvort hann sé öruggur fyrir skutlur og aðra notendur stíga. LHM andmælir einnig seinna atriðinu og ætla ég að ræða hér. Mörgum kann að finnast það eðlilegt að banna ökutæki sem komast ekki hraðar en 25 km/klst á öllum götum og vegum þar sem hámarkshraði er 50 km eða meiri. Með því er þó verið að skerða ferðafrelsi og borgararéttindi þeirra einstaklinga sem nota þessi tæki og án gildrar ástæðu eða raka, eins og sjá má þegar frumvarpið er lesið. Í nágrannalöndum okkar gilda ekki slíkar reglur og er þessum tækjum heimil för á vegum og götum nema á hraðbrautum og þar sem þau eru sérstaklega bönnuð með sér merkingum. Ef þessar reglur verða samþykktar á Alþingi mun verða ókleift fyrir þá sem nota slík tæki til samgangna að komast á milli staða í dreifbýli og víða í þéttbýli einnig. Ef þeir kjósa hinsvegar að aka bíl, ríða hesti, ganga, hjóla, hlaupa eða að leiða skutluna sína mega þeir fara um alla þessa vegi. Þó er skutlan vel búin með ljósum og stefnuljósum og hún verður skráð og tryggð og ráðherra mun væntanlega setja einhver ákvæði um aldursmörk og ökuréttindi ökumanna á þeim. Það er ákveðin tilhneiging í umferðarlagasetningu á Íslandi sem mætti kalla „Miklubrautarheilkennið“. Það er þegar reynt er að setja lög sem miðast við Miklubraut en menn gleyma því að lögin gilda fyrir um 13 þús km af þjóðvegum og ótöldum km af götum í þéttbýli og er umferð afar lítil á þeim flestum. Í þessu tilfelli dettur ökumönnum skutla almennt ekki í hug að aka eftir Miklubrautinni og því er verið að reyna að banna eitthvað sem ekki þarf að banna. Ef nauðsynlega þarf að takmarka umferð á einhverjum vegaköflum er líka heimild til þess í 81, gr. umferðarlaga. Hafi menn miklar áhyggjur af hæfni ökumanna á skutlum er réttara að innleiða aldursmörk og ökuréttindi fyrir ökumenn. Það á ekki að skilgreina ökutækið út frá ökumönnunum heldur út frá ökutækinu sjálfu. Þjóðvegir landsins eru um 13.000 km að lengd og eru þeir vegir sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar, eins og segir í vegalögum. Með þessu frumvarpi er einn vegfarendahópur tekinn út úr og sviptur réttinum til frjálsrar umferðar um þjóðvegi og götur landsins þrátt fyrir að í stjórnarskrá lýðveldisins segi skýrum stöfum að „allir skulu vera jafnir fyrir lögum“. Þessi lagasetning er fáheyrð og LHM mótmælir henni. Þótt LHM sé ekki málsvari bifhjólamanna skapar það hættulegt fordæmi fyrir hjólreiðamenn ef lög eru sett sem skerða ferðafrelsi og borgararéttindi afmarkaðs vegfarendahóps. Þjóðvegir og götur landsins eru fyrir alla vegfarendur ekki afmarkaðan hóp. Árni Davíðsson varaformaður Landssamtök hjólreiðamanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingu á umferðarlögum. Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) hafa gert alvarlegar athugasemdir við frumvarpið vegna þess að það mun takmarka mjög notkun á svokölluðum rafvespum eða rafskutlum miðað við það sem eðlilegt getur talist. Rafskutlur eru eitt ódýrasta, eyðslugrennsta, hættuminnsta og umhverfisvænsta farartækið sem völ er á fyrir þá sem ekki vilja eða geta brúkað reiðhjól Í frumvarpinu eru sér íslenskar reglur um akstur skutlanna, sem heita létt bifhjól í flokki I samkvæmt frumvarpinu. Þær munu verða leyfðar á öllum gangstéttum og stígum en bannaðar á akbrautum með 50 km hámarkshraða eða yfir. LHM andmælir því að þær verði leyfðar á öllum gangstéttum og stígum og telur að það eigi að vera sjálfstæð ákvörðun sveitarfélaga hvort leyfa eigi akstur þeirra á hverjum og einum stíg og eigi þá að taka mið af því hvort hann sé öruggur fyrir skutlur og aðra notendur stíga. LHM andmælir einnig seinna atriðinu og ætla ég að ræða hér. Mörgum kann að finnast það eðlilegt að banna ökutæki sem komast ekki hraðar en 25 km/klst á öllum götum og vegum þar sem hámarkshraði er 50 km eða meiri. Með því er þó verið að skerða ferðafrelsi og borgararéttindi þeirra einstaklinga sem nota þessi tæki og án gildrar ástæðu eða raka, eins og sjá má þegar frumvarpið er lesið. Í nágrannalöndum okkar gilda ekki slíkar reglur og er þessum tækjum heimil för á vegum og götum nema á hraðbrautum og þar sem þau eru sérstaklega bönnuð með sér merkingum. Ef þessar reglur verða samþykktar á Alþingi mun verða ókleift fyrir þá sem nota slík tæki til samgangna að komast á milli staða í dreifbýli og víða í þéttbýli einnig. Ef þeir kjósa hinsvegar að aka bíl, ríða hesti, ganga, hjóla, hlaupa eða að leiða skutluna sína mega þeir fara um alla þessa vegi. Þó er skutlan vel búin með ljósum og stefnuljósum og hún verður skráð og tryggð og ráðherra mun væntanlega setja einhver ákvæði um aldursmörk og ökuréttindi ökumanna á þeim. Það er ákveðin tilhneiging í umferðarlagasetningu á Íslandi sem mætti kalla „Miklubrautarheilkennið“. Það er þegar reynt er að setja lög sem miðast við Miklubraut en menn gleyma því að lögin gilda fyrir um 13 þús km af þjóðvegum og ótöldum km af götum í þéttbýli og er umferð afar lítil á þeim flestum. Í þessu tilfelli dettur ökumönnum skutla almennt ekki í hug að aka eftir Miklubrautinni og því er verið að reyna að banna eitthvað sem ekki þarf að banna. Ef nauðsynlega þarf að takmarka umferð á einhverjum vegaköflum er líka heimild til þess í 81, gr. umferðarlaga. Hafi menn miklar áhyggjur af hæfni ökumanna á skutlum er réttara að innleiða aldursmörk og ökuréttindi fyrir ökumenn. Það á ekki að skilgreina ökutækið út frá ökumönnunum heldur út frá ökutækinu sjálfu. Þjóðvegir landsins eru um 13.000 km að lengd og eru þeir vegir sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar, eins og segir í vegalögum. Með þessu frumvarpi er einn vegfarendahópur tekinn út úr og sviptur réttinum til frjálsrar umferðar um þjóðvegi og götur landsins þrátt fyrir að í stjórnarskrá lýðveldisins segi skýrum stöfum að „allir skulu vera jafnir fyrir lögum“. Þessi lagasetning er fáheyrð og LHM mótmælir henni. Þótt LHM sé ekki málsvari bifhjólamanna skapar það hættulegt fordæmi fyrir hjólreiðamenn ef lög eru sett sem skerða ferðafrelsi og borgararéttindi afmarkaðs vegfarendahóps. Þjóðvegir og götur landsins eru fyrir alla vegfarendur ekki afmarkaðan hóp. Árni Davíðsson varaformaður Landssamtök hjólreiðamanna
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar