Steinn lagður í götu umhverfisvænna samgöngumáta Árni Davíðsson skrifar 12. desember 2014 16:42 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingu á umferðarlögum. Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) hafa gert alvarlegar athugasemdir við frumvarpið vegna þess að það mun takmarka mjög notkun á svokölluðum rafvespum eða rafskutlum miðað við það sem eðlilegt getur talist. Rafskutlur eru eitt ódýrasta, eyðslugrennsta, hættuminnsta og umhverfisvænsta farartækið sem völ er á fyrir þá sem ekki vilja eða geta brúkað reiðhjól Í frumvarpinu eru sér íslenskar reglur um akstur skutlanna, sem heita létt bifhjól í flokki I samkvæmt frumvarpinu. Þær munu verða leyfðar á öllum gangstéttum og stígum en bannaðar á akbrautum með 50 km hámarkshraða eða yfir. LHM andmælir því að þær verði leyfðar á öllum gangstéttum og stígum og telur að það eigi að vera sjálfstæð ákvörðun sveitarfélaga hvort leyfa eigi akstur þeirra á hverjum og einum stíg og eigi þá að taka mið af því hvort hann sé öruggur fyrir skutlur og aðra notendur stíga. LHM andmælir einnig seinna atriðinu og ætla ég að ræða hér. Mörgum kann að finnast það eðlilegt að banna ökutæki sem komast ekki hraðar en 25 km/klst á öllum götum og vegum þar sem hámarkshraði er 50 km eða meiri. Með því er þó verið að skerða ferðafrelsi og borgararéttindi þeirra einstaklinga sem nota þessi tæki og án gildrar ástæðu eða raka, eins og sjá má þegar frumvarpið er lesið. Í nágrannalöndum okkar gilda ekki slíkar reglur og er þessum tækjum heimil för á vegum og götum nema á hraðbrautum og þar sem þau eru sérstaklega bönnuð með sér merkingum. Ef þessar reglur verða samþykktar á Alþingi mun verða ókleift fyrir þá sem nota slík tæki til samgangna að komast á milli staða í dreifbýli og víða í þéttbýli einnig. Ef þeir kjósa hinsvegar að aka bíl, ríða hesti, ganga, hjóla, hlaupa eða að leiða skutluna sína mega þeir fara um alla þessa vegi. Þó er skutlan vel búin með ljósum og stefnuljósum og hún verður skráð og tryggð og ráðherra mun væntanlega setja einhver ákvæði um aldursmörk og ökuréttindi ökumanna á þeim. Það er ákveðin tilhneiging í umferðarlagasetningu á Íslandi sem mætti kalla „Miklubrautarheilkennið“. Það er þegar reynt er að setja lög sem miðast við Miklubraut en menn gleyma því að lögin gilda fyrir um 13 þús km af þjóðvegum og ótöldum km af götum í þéttbýli og er umferð afar lítil á þeim flestum. Í þessu tilfelli dettur ökumönnum skutla almennt ekki í hug að aka eftir Miklubrautinni og því er verið að reyna að banna eitthvað sem ekki þarf að banna. Ef nauðsynlega þarf að takmarka umferð á einhverjum vegaköflum er líka heimild til þess í 81, gr. umferðarlaga. Hafi menn miklar áhyggjur af hæfni ökumanna á skutlum er réttara að innleiða aldursmörk og ökuréttindi fyrir ökumenn. Það á ekki að skilgreina ökutækið út frá ökumönnunum heldur út frá ökutækinu sjálfu. Þjóðvegir landsins eru um 13.000 km að lengd og eru þeir vegir sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar, eins og segir í vegalögum. Með þessu frumvarpi er einn vegfarendahópur tekinn út úr og sviptur réttinum til frjálsrar umferðar um þjóðvegi og götur landsins þrátt fyrir að í stjórnarskrá lýðveldisins segi skýrum stöfum að „allir skulu vera jafnir fyrir lögum“. Þessi lagasetning er fáheyrð og LHM mótmælir henni. Þótt LHM sé ekki málsvari bifhjólamanna skapar það hættulegt fordæmi fyrir hjólreiðamenn ef lög eru sett sem skerða ferðafrelsi og borgararéttindi afmarkaðs vegfarendahóps. Þjóðvegir og götur landsins eru fyrir alla vegfarendur ekki afmarkaðan hóp. Árni Davíðsson varaformaður Landssamtök hjólreiðamanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingu á umferðarlögum. Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) hafa gert alvarlegar athugasemdir við frumvarpið vegna þess að það mun takmarka mjög notkun á svokölluðum rafvespum eða rafskutlum miðað við það sem eðlilegt getur talist. Rafskutlur eru eitt ódýrasta, eyðslugrennsta, hættuminnsta og umhverfisvænsta farartækið sem völ er á fyrir þá sem ekki vilja eða geta brúkað reiðhjól Í frumvarpinu eru sér íslenskar reglur um akstur skutlanna, sem heita létt bifhjól í flokki I samkvæmt frumvarpinu. Þær munu verða leyfðar á öllum gangstéttum og stígum en bannaðar á akbrautum með 50 km hámarkshraða eða yfir. LHM andmælir því að þær verði leyfðar á öllum gangstéttum og stígum og telur að það eigi að vera sjálfstæð ákvörðun sveitarfélaga hvort leyfa eigi akstur þeirra á hverjum og einum stíg og eigi þá að taka mið af því hvort hann sé öruggur fyrir skutlur og aðra notendur stíga. LHM andmælir einnig seinna atriðinu og ætla ég að ræða hér. Mörgum kann að finnast það eðlilegt að banna ökutæki sem komast ekki hraðar en 25 km/klst á öllum götum og vegum þar sem hámarkshraði er 50 km eða meiri. Með því er þó verið að skerða ferðafrelsi og borgararéttindi þeirra einstaklinga sem nota þessi tæki og án gildrar ástæðu eða raka, eins og sjá má þegar frumvarpið er lesið. Í nágrannalöndum okkar gilda ekki slíkar reglur og er þessum tækjum heimil för á vegum og götum nema á hraðbrautum og þar sem þau eru sérstaklega bönnuð með sér merkingum. Ef þessar reglur verða samþykktar á Alþingi mun verða ókleift fyrir þá sem nota slík tæki til samgangna að komast á milli staða í dreifbýli og víða í þéttbýli einnig. Ef þeir kjósa hinsvegar að aka bíl, ríða hesti, ganga, hjóla, hlaupa eða að leiða skutluna sína mega þeir fara um alla þessa vegi. Þó er skutlan vel búin með ljósum og stefnuljósum og hún verður skráð og tryggð og ráðherra mun væntanlega setja einhver ákvæði um aldursmörk og ökuréttindi ökumanna á þeim. Það er ákveðin tilhneiging í umferðarlagasetningu á Íslandi sem mætti kalla „Miklubrautarheilkennið“. Það er þegar reynt er að setja lög sem miðast við Miklubraut en menn gleyma því að lögin gilda fyrir um 13 þús km af þjóðvegum og ótöldum km af götum í þéttbýli og er umferð afar lítil á þeim flestum. Í þessu tilfelli dettur ökumönnum skutla almennt ekki í hug að aka eftir Miklubrautinni og því er verið að reyna að banna eitthvað sem ekki þarf að banna. Ef nauðsynlega þarf að takmarka umferð á einhverjum vegaköflum er líka heimild til þess í 81, gr. umferðarlaga. Hafi menn miklar áhyggjur af hæfni ökumanna á skutlum er réttara að innleiða aldursmörk og ökuréttindi fyrir ökumenn. Það á ekki að skilgreina ökutækið út frá ökumönnunum heldur út frá ökutækinu sjálfu. Þjóðvegir landsins eru um 13.000 km að lengd og eru þeir vegir sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar, eins og segir í vegalögum. Með þessu frumvarpi er einn vegfarendahópur tekinn út úr og sviptur réttinum til frjálsrar umferðar um þjóðvegi og götur landsins þrátt fyrir að í stjórnarskrá lýðveldisins segi skýrum stöfum að „allir skulu vera jafnir fyrir lögum“. Þessi lagasetning er fáheyrð og LHM mótmælir henni. Þótt LHM sé ekki málsvari bifhjólamanna skapar það hættulegt fordæmi fyrir hjólreiðamenn ef lög eru sett sem skerða ferðafrelsi og borgararéttindi afmarkaðs vegfarendahóps. Þjóðvegir og götur landsins eru fyrir alla vegfarendur ekki afmarkaðan hóp. Árni Davíðsson varaformaður Landssamtök hjólreiðamanna
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun