Matur

Einföld Honey Nut Cheerios-stykki - UPPSKRIFT

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Honey Nut Cheerios-stykki

14 hafrakex

3 bollar sykurpúðar

95 g smjör

3/4 bolli púðursykur

1 tsk kanill

1 tsk möndludropar

1 bolli möndlur, saxaðar

1 bolli Honey Nut Cheerios.Hitið ofninn í 175°C og smyrjið ílangt form. Raðið hafrakexinu í botninn og hellið tveimur bollum af sykurpúðum yfir. Bræðið smjör og púðursykur saman yfir meðalhita. Passið að hræra reglulega. Takið af hitanum og hrærið kanil og möndludropum saman við. Hellið blöndunni yfir hafrakexið. Stráið möndlum, Honey Nut Cheerios-i og restinni af sykurpúðunum yfir. Bakið í fimmtán mínútur.

Fengið hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.