Laun lækna geta hækkað verulega Guðjón Sigurbjartsson skrifar 16. desember 2014 10:50 Læknar fara víst fram á 30% til 40% hækkun grunnlauna, að hluta til að ná upp því sem þeir hafa dregist aftur undanfarin ár. Ef þeir fá slíkar hækkanir og aðrar stéttir svo í framhaldinu, mun verðbólga því miður éta þær nær allar upp. Læknar geta auðveldlega sótt betur launaða vinnu erlendis. Einungis um 20% læknanema í framhaldsnámi erlendis vilja koma heim til vinnu að námi loknu. Fjöldi íslenskra lækna starfar erlendis. Undirmönnun spítalanna eykur vinnuálag. Heilbrigðiskerfið er í stórhættu. Við þessu verður að bregðast. Því miður getur landið okkar enn ekki boðið jafn góð kjör og þau lönd sem við berum okkur saman við vegna þess að þjóðarframleiðsla á mann er ekki næglega há. Sama hvað laun hækka mikið að krónutölu, raunlaun hækka ekki meira en hagkerfið skapar. Árið 2013 vorum við í 21. sæti á lista Alþjóðabankans yfir þjóðarframleiðslu á mann (E: GDP pr. Capita) með um 5,6 m.kr. á mann á ári. Hæst eru Mónakó, Liechtenstein og Luxembourg með frá 20,2 m.kr. til 13,7 m.kr. Svo kemur Noregur er með 12,5 m.kr., rúmlega tvöfalt á við okkur! Danmörk og Svíþjóð eru með um 7,3 m.kr., um 50% hærra en við.BNA er með 6,5 m.kr. og Þýskaland með 5,6 m.kr., sem er reyndar svipað og við. Þetta hins vegar nægir Þýskalandi með 80 milljón íbúa vel staðsett á meginlandi Evrópu, efnahagur landsins er traustur og lífskjör góð. Litla Ísland er hins vegar óhagkvæmari eining, við fámenn á stórri eyju í Norður-Atlantshafi. Til að vega það upp þurfum við að hafa 20 til 30% hærri þjóðarframleiðslu á mann en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Til að ná dönum og svíum þurfum við þannig 50% + 30% = 80% meiri þjóðarframleiðslu á mann á ári og allt að 100% til að ná norðmönnum. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld sem starfræktur var í framhaldi af útkomu McKinsey skýrslunnar taldi raunhæft að stefna á 2,6% hagvöxt á mann á ári næstu árin. Til þess að það næðist þyrfti að taka á ýmsum vandamálum í hagkerfinu svo sem 20% minni framleiðni vinnuafls en í nágrannaríkjunum, 8% minni fjárfestingum í atvinnulífinu, bæta menntakerfið o.fl. Ljóst er að læknar og aðrir geta ekki beðið mörg ár eftir stóraukinni þjóðarfamleiðslu. Það þarf að hækka laun þeirra strax eins mikið og hægt er án þess að almenn sátt um að þeir fái meiri hækkanir en aðrar stéttir bresti. Því eru takmörk sett hversu mikið laun þeirra geta hækkað miðað við þetta. Það sem á vantar þarf að koma á lengri tíma með grunndvallar breytingum sem geta leitt til aukinnar hagsældar samanber hugmyndir Samráðsvettangsins og fleiri. Læknar og aðrir launamenn þurfa að krefjast aðgerða sem auka það sem til skiptanna er og sem lækka útgjöld heimilanna:- Opnað verði á tollfjálsan innflutning matvæla og minnka niðurgreiðslur til landbúnaðar um 2/3, niður í Evrópumeðaltal. Við getum ekki verndað og styrkt landbúnaðinn mest í heimi á sama tíma og t.d. heilbrigðiskerfið er í voða.- Tekinn verði upp traustur gjaldgengur gjaldmiðill, væntanlega Evran með aðild að ESB, til að koma hér á stöðugleika, lækka vexti og stórbæta grundvöll atvinnulífsins til að vaxa og dafna.- Vægi einkareksturs í heilbrigðisþjónustu verði aukið til að notendur hafi val, stytta biðlista og bæta laun heilbrigðis starfsmanna. - Að bæta húsa- og tækjakost heilbrigðisstofnana, sérstaklega Landspítalans. Ofangreindar aðgerðir bæta lífskjör til lengri tíma litið um 30 til 40%. Þótt hvorki læknar né aðrir séu sammála um stefnu í t.d. Evrópumálum getur fólk krafist faglegra vinnubragða og raunhæfra aðgerða sem auka hér hagsæld og jafna lífskjarabilið við aðrar þjóðir þannig að við getum unað hér sátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Læknar fara víst fram á 30% til 40% hækkun grunnlauna, að hluta til að ná upp því sem þeir hafa dregist aftur undanfarin ár. Ef þeir fá slíkar hækkanir og aðrar stéttir svo í framhaldinu, mun verðbólga því miður éta þær nær allar upp. Læknar geta auðveldlega sótt betur launaða vinnu erlendis. Einungis um 20% læknanema í framhaldsnámi erlendis vilja koma heim til vinnu að námi loknu. Fjöldi íslenskra lækna starfar erlendis. Undirmönnun spítalanna eykur vinnuálag. Heilbrigðiskerfið er í stórhættu. Við þessu verður að bregðast. Því miður getur landið okkar enn ekki boðið jafn góð kjör og þau lönd sem við berum okkur saman við vegna þess að þjóðarframleiðsla á mann er ekki næglega há. Sama hvað laun hækka mikið að krónutölu, raunlaun hækka ekki meira en hagkerfið skapar. Árið 2013 vorum við í 21. sæti á lista Alþjóðabankans yfir þjóðarframleiðslu á mann (E: GDP pr. Capita) með um 5,6 m.kr. á mann á ári. Hæst eru Mónakó, Liechtenstein og Luxembourg með frá 20,2 m.kr. til 13,7 m.kr. Svo kemur Noregur er með 12,5 m.kr., rúmlega tvöfalt á við okkur! Danmörk og Svíþjóð eru með um 7,3 m.kr., um 50% hærra en við.BNA er með 6,5 m.kr. og Þýskaland með 5,6 m.kr., sem er reyndar svipað og við. Þetta hins vegar nægir Þýskalandi með 80 milljón íbúa vel staðsett á meginlandi Evrópu, efnahagur landsins er traustur og lífskjör góð. Litla Ísland er hins vegar óhagkvæmari eining, við fámenn á stórri eyju í Norður-Atlantshafi. Til að vega það upp þurfum við að hafa 20 til 30% hærri þjóðarframleiðslu á mann en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Til að ná dönum og svíum þurfum við þannig 50% + 30% = 80% meiri þjóðarframleiðslu á mann á ári og allt að 100% til að ná norðmönnum. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld sem starfræktur var í framhaldi af útkomu McKinsey skýrslunnar taldi raunhæft að stefna á 2,6% hagvöxt á mann á ári næstu árin. Til þess að það næðist þyrfti að taka á ýmsum vandamálum í hagkerfinu svo sem 20% minni framleiðni vinnuafls en í nágrannaríkjunum, 8% minni fjárfestingum í atvinnulífinu, bæta menntakerfið o.fl. Ljóst er að læknar og aðrir geta ekki beðið mörg ár eftir stóraukinni þjóðarfamleiðslu. Það þarf að hækka laun þeirra strax eins mikið og hægt er án þess að almenn sátt um að þeir fái meiri hækkanir en aðrar stéttir bresti. Því eru takmörk sett hversu mikið laun þeirra geta hækkað miðað við þetta. Það sem á vantar þarf að koma á lengri tíma með grunndvallar breytingum sem geta leitt til aukinnar hagsældar samanber hugmyndir Samráðsvettangsins og fleiri. Læknar og aðrir launamenn þurfa að krefjast aðgerða sem auka það sem til skiptanna er og sem lækka útgjöld heimilanna:- Opnað verði á tollfjálsan innflutning matvæla og minnka niðurgreiðslur til landbúnaðar um 2/3, niður í Evrópumeðaltal. Við getum ekki verndað og styrkt landbúnaðinn mest í heimi á sama tíma og t.d. heilbrigðiskerfið er í voða.- Tekinn verði upp traustur gjaldgengur gjaldmiðill, væntanlega Evran með aðild að ESB, til að koma hér á stöðugleika, lækka vexti og stórbæta grundvöll atvinnulífsins til að vaxa og dafna.- Vægi einkareksturs í heilbrigðisþjónustu verði aukið til að notendur hafi val, stytta biðlista og bæta laun heilbrigðis starfsmanna. - Að bæta húsa- og tækjakost heilbrigðisstofnana, sérstaklega Landspítalans. Ofangreindar aðgerðir bæta lífskjör til lengri tíma litið um 30 til 40%. Þótt hvorki læknar né aðrir séu sammála um stefnu í t.d. Evrópumálum getur fólk krafist faglegra vinnubragða og raunhæfra aðgerða sem auka hér hagsæld og jafna lífskjarabilið við aðrar þjóðir þannig að við getum unað hér sátt.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar