Hagkerfið að staðnæmast: Af hverju er það áhyggjuefni? Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. desember 2014 10:41 Verðstöðnun eða hjöðnun getur þýtt aukið atvinnuleysi og fest hagkerfið í vítahring. Vísir/Daníel Bregðast þarf við óvenju lágri verðbólgu hér á landi, sem hefur mælst talsvert undir viðmiðunarmörkum Seðlabanka Íslands. Ef heldur áfram sem horfir getur það þýtt samdrátt í samfélaginu sem veldur auknu atvinnuleysi og setur óverðtryggð lán í talsvert uppnám.Þórólfur segir ekki auðvelt að koma verðbólgu af stað á nýjan leik.Vísir/KristinnÞórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að almennt sé talið að verðbólga á bilinu tvö til þrjú prósent sé eðlileg. Síðastliðna tólf mánuði hefur verðbólgan hækkað um 0,8 prósent. Það er 1,7 prósentustigum fyrir neðan markmið seðlabankans, sem er 2,5 stig. „Ef að fólk hefur í hyggju að fjárfesta í varanlegum neysluvarningi, nýju sjónvarpi, nýjum bíl eða þessháttar, og það er verðhjöðnun í gangi þá hugsar það með sér: „Þessi bíll kostar tvær og hálfa milljón núna en þessi bíll, kannski tæknilega betur búinn, kostar 2,2 milljónir á næsta ári. Ég bíð með þetta.“ Þá verður of mikill sparnaður í hagkerfinu,“ útskýrir Þórólfur. „Ef að heimilin spara of mikið þá minnka umsvif í hagkerfinu og allir hafa það verra,“ segir hann og bendir á að þetta geti haft í för með sér aukið atvinnuleysi vegna minni umsvifa og eftirspurnar. Þórólfur segir að þetta sé vítahringur sem erfitt sé að losa sig úr. Már Guðmundsson seðlabankastjóri þarf að gefa stjórnvöldum skýrslu um hvernig bregðast eigi við lítilli verðbólgu síðustu mánuði.Vísir/StefánStaðan sem nú er upp komin er fremur óvenjuleg fyrir Ísland. Síðustu ár hefur of mikil verðbólga verið áhyggjuefni en ekki of lítil. Staðan er þannig nú að Seðlabanki Íslands þarf að skila ríkisstjórninni skýrslu um hvernig bregðast eigi við. Þórólfur bendir einnig á að þetta geti haft slæm áhrif á stöðu óverðtryggðra lána. Þegar verðbólga mælist ekki eða sé neikvæð taki verðtryggð lán mið af því, en ekki þau óverðtryggðu. „Ef þú ert með verðhjöðnun og venjulegan lánasamning, bara nafnvexti en ekki verðtryggingarákvæði, þá þýðir verðhjöðnunin það að greiðslubyrðin á láninu sífellt að þyngjast. Ef þú stilltir þig af í upphafi að þú sért akkúrat á mörkunum sem þú ræður við, þá gerist það að þú ferð yfir þessi mörk,“ segir hann. „Þá verður forsendubrestur með öfugum formerkjum.“ Alþingi Tengdar fréttir Verðbólga undir þolmörkum Tólf mánaða verðbólga er komin undir þolmörk Seðlabankans. Tólf mánaða verðbólga mælist 0,8 prósent í desember en var 1 prósent í nóvember. 19. desember 2014 09:07 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Bregðast þarf við óvenju lágri verðbólgu hér á landi, sem hefur mælst talsvert undir viðmiðunarmörkum Seðlabanka Íslands. Ef heldur áfram sem horfir getur það þýtt samdrátt í samfélaginu sem veldur auknu atvinnuleysi og setur óverðtryggð lán í talsvert uppnám.Þórólfur segir ekki auðvelt að koma verðbólgu af stað á nýjan leik.Vísir/KristinnÞórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að almennt sé talið að verðbólga á bilinu tvö til þrjú prósent sé eðlileg. Síðastliðna tólf mánuði hefur verðbólgan hækkað um 0,8 prósent. Það er 1,7 prósentustigum fyrir neðan markmið seðlabankans, sem er 2,5 stig. „Ef að fólk hefur í hyggju að fjárfesta í varanlegum neysluvarningi, nýju sjónvarpi, nýjum bíl eða þessháttar, og það er verðhjöðnun í gangi þá hugsar það með sér: „Þessi bíll kostar tvær og hálfa milljón núna en þessi bíll, kannski tæknilega betur búinn, kostar 2,2 milljónir á næsta ári. Ég bíð með þetta.“ Þá verður of mikill sparnaður í hagkerfinu,“ útskýrir Þórólfur. „Ef að heimilin spara of mikið þá minnka umsvif í hagkerfinu og allir hafa það verra,“ segir hann og bendir á að þetta geti haft í för með sér aukið atvinnuleysi vegna minni umsvifa og eftirspurnar. Þórólfur segir að þetta sé vítahringur sem erfitt sé að losa sig úr. Már Guðmundsson seðlabankastjóri þarf að gefa stjórnvöldum skýrslu um hvernig bregðast eigi við lítilli verðbólgu síðustu mánuði.Vísir/StefánStaðan sem nú er upp komin er fremur óvenjuleg fyrir Ísland. Síðustu ár hefur of mikil verðbólga verið áhyggjuefni en ekki of lítil. Staðan er þannig nú að Seðlabanki Íslands þarf að skila ríkisstjórninni skýrslu um hvernig bregðast eigi við. Þórólfur bendir einnig á að þetta geti haft slæm áhrif á stöðu óverðtryggðra lána. Þegar verðbólga mælist ekki eða sé neikvæð taki verðtryggð lán mið af því, en ekki þau óverðtryggðu. „Ef þú ert með verðhjöðnun og venjulegan lánasamning, bara nafnvexti en ekki verðtryggingarákvæði, þá þýðir verðhjöðnunin það að greiðslubyrðin á láninu sífellt að þyngjast. Ef þú stilltir þig af í upphafi að þú sért akkúrat á mörkunum sem þú ræður við, þá gerist það að þú ferð yfir þessi mörk,“ segir hann. „Þá verður forsendubrestur með öfugum formerkjum.“
Alþingi Tengdar fréttir Verðbólga undir þolmörkum Tólf mánaða verðbólga er komin undir þolmörk Seðlabankans. Tólf mánaða verðbólga mælist 0,8 prósent í desember en var 1 prósent í nóvember. 19. desember 2014 09:07 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Verðbólga undir þolmörkum Tólf mánaða verðbólga er komin undir þolmörk Seðlabankans. Tólf mánaða verðbólga mælist 0,8 prósent í desember en var 1 prósent í nóvember. 19. desember 2014 09:07
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent