Staðsetning nýja Landspítalans Guðjón Sigurbjartsson skrifar 1. desember 2014 15:59 Vonandi styttist í að hagur ríkissjóðs vænkist og að hægt verði að hefjast handa við byggingu nýs Landspítala. Staðsetningin við Hringbraut er hins vegar mjög vafasöm og því mikilvægt að nýta tímann vel til að huga betur að henni áður en hafist verður handa.Staðsetning við Hringbraut er umdeild Steinn Jónsson þáverandi formaður Læknafélags Reykjavíkur telur, samkvæmt grein árið 2012, að megin röksemdir nefndar um staðarval frá 2002 standist ekki. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segist hefði valið annan stað. Margir þeirra sem hafa stutt staðsetningu við Hringbraut hafa gert það vegna þess að þeir hafa talið of seint að breyta. En það er ekki of seint, það gerir spítalann betri og það flýtir jafnvel fyrir að hægt verði að hefjast handa, eins og hér verður sýnt fram á. Staðsetningin skiptir gríðarlega miklu máli fyrir stóran hóp fólks. Komur sjúklinga að meðtalinni bráðamóttöku og göngu- og dagdeildum eru samtals um 450 þúsund á ári. Um 4000 starfsmenn, 1500 nemar og fjölmargir aðstandendur sjúklinga koma og fara. Ferðir alls þessa hóps til og frá spítalanum eru um 3,5 milljónir á ári. Hver kílómetri sem spítalinn er frá besta stað eykur ferðakostnaðinn samtals um 500 milljónir á ári. Mynd 1Byggingarsvæði við ósa Elliðaánna. Sjá reit 37. Umhverfis- og skipulagssvið ReykjavíkurborgarBesta staðsetning spítalans Besta staðsetningin hlýtur að vera sem næst þungamiðju byggðar á höfuðborgarsvæðinu á svæði sem liggur vel við stofnbrautum nú og til framtíðar litið. Sá staður er nálægt hinu nýja byggingarsvæði við ósa Elliðaánna. Skipulag gerir ráð fyrir að þar komi þúsundir íbúða á næstu árum. Staðurinn liggur vel við gatnamótum Miklubrautar og Sæbrautar og tilvonandi Sundabraut mun síðar koma skammt fyrir norðan svæðið. Staðsetning spítalans við Hringbraut er 3 til 4 km frá besta stað. Ferðakostnaður er því um 1,5 milljarð króna ári hærri þar en á besta staðnum. Annað vandamál við Hringbrautarlóðina er nálægðin við Reykjavíkurflugvöll því ekki gengur að byggja spítalann á mörgum hæðum þar. Ferðir milli deilda verða lengri og nýting starfsfólks verri en þegar lyftur flýta för. Hvert 1% í betri nýtingu spítalans sparar um 500 milljónir árlega. Ef tímasóun vegna ferða er 2% er árlegur rekstrarkostnaður um 1 milljarði kr hærri en ella. Gríðarlegur ávinningur Ofangreint bendir til þess að staðsetning Landspítalans við ósa Elliðaáa, trúlega vestanmegin í hinni nýju Vogabyggð sem er í mótun, myndi spara um 2,5 milljarða kr á ári. Það gerir samtals 100 milljarða kr á 40 árum sem er hærri upphæð en kostar að byggja nýjan spítala. Annað mikilsvert er að batahorfur sjúklinga eru þeim mun betri sem þeir komast fyrr á spítala sérstaklega í bráðatilfellum. Hringbrautarlóðin hentar hins vegar mjög vel fyrir íbúðabyggð. Það vantar sárlega íbúðalóðir nálægt miðbænum eins og umræðan um byggingu í Vatnsmýrinni hefur dregið fram og mikil umferð um Miklubrautina kvölds og morgna sýnir. Með makaskiptum á lóðum mætti hrókera þessum byggingaáformum með miklum ávinningi fyrir landsmenn. Með ofangreint í huga þarf á næsta ári að framkvæma vandaða athugun á því hvar nýi spítalinn verður best staðsettur. Kanna þarf hug eigenda Vogabyggðarlóðanna og annarra lóða sem til greina koma. Ef vel tekst til mun þetta flýta byggingu nýs Landspítala og gera hann að betri spítala en ef hann yrði byggður við Hringbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Vonandi styttist í að hagur ríkissjóðs vænkist og að hægt verði að hefjast handa við byggingu nýs Landspítala. Staðsetningin við Hringbraut er hins vegar mjög vafasöm og því mikilvægt að nýta tímann vel til að huga betur að henni áður en hafist verður handa.Staðsetning við Hringbraut er umdeild Steinn Jónsson þáverandi formaður Læknafélags Reykjavíkur telur, samkvæmt grein árið 2012, að megin röksemdir nefndar um staðarval frá 2002 standist ekki. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segist hefði valið annan stað. Margir þeirra sem hafa stutt staðsetningu við Hringbraut hafa gert það vegna þess að þeir hafa talið of seint að breyta. En það er ekki of seint, það gerir spítalann betri og það flýtir jafnvel fyrir að hægt verði að hefjast handa, eins og hér verður sýnt fram á. Staðsetningin skiptir gríðarlega miklu máli fyrir stóran hóp fólks. Komur sjúklinga að meðtalinni bráðamóttöku og göngu- og dagdeildum eru samtals um 450 þúsund á ári. Um 4000 starfsmenn, 1500 nemar og fjölmargir aðstandendur sjúklinga koma og fara. Ferðir alls þessa hóps til og frá spítalanum eru um 3,5 milljónir á ári. Hver kílómetri sem spítalinn er frá besta stað eykur ferðakostnaðinn samtals um 500 milljónir á ári. Mynd 1Byggingarsvæði við ósa Elliðaánna. Sjá reit 37. Umhverfis- og skipulagssvið ReykjavíkurborgarBesta staðsetning spítalans Besta staðsetningin hlýtur að vera sem næst þungamiðju byggðar á höfuðborgarsvæðinu á svæði sem liggur vel við stofnbrautum nú og til framtíðar litið. Sá staður er nálægt hinu nýja byggingarsvæði við ósa Elliðaánna. Skipulag gerir ráð fyrir að þar komi þúsundir íbúða á næstu árum. Staðurinn liggur vel við gatnamótum Miklubrautar og Sæbrautar og tilvonandi Sundabraut mun síðar koma skammt fyrir norðan svæðið. Staðsetning spítalans við Hringbraut er 3 til 4 km frá besta stað. Ferðakostnaður er því um 1,5 milljarð króna ári hærri þar en á besta staðnum. Annað vandamál við Hringbrautarlóðina er nálægðin við Reykjavíkurflugvöll því ekki gengur að byggja spítalann á mörgum hæðum þar. Ferðir milli deilda verða lengri og nýting starfsfólks verri en þegar lyftur flýta för. Hvert 1% í betri nýtingu spítalans sparar um 500 milljónir árlega. Ef tímasóun vegna ferða er 2% er árlegur rekstrarkostnaður um 1 milljarði kr hærri en ella. Gríðarlegur ávinningur Ofangreint bendir til þess að staðsetning Landspítalans við ósa Elliðaáa, trúlega vestanmegin í hinni nýju Vogabyggð sem er í mótun, myndi spara um 2,5 milljarða kr á ári. Það gerir samtals 100 milljarða kr á 40 árum sem er hærri upphæð en kostar að byggja nýjan spítala. Annað mikilsvert er að batahorfur sjúklinga eru þeim mun betri sem þeir komast fyrr á spítala sérstaklega í bráðatilfellum. Hringbrautarlóðin hentar hins vegar mjög vel fyrir íbúðabyggð. Það vantar sárlega íbúðalóðir nálægt miðbænum eins og umræðan um byggingu í Vatnsmýrinni hefur dregið fram og mikil umferð um Miklubrautina kvölds og morgna sýnir. Með makaskiptum á lóðum mætti hrókera þessum byggingaáformum með miklum ávinningi fyrir landsmenn. Með ofangreint í huga þarf á næsta ári að framkvæma vandaða athugun á því hvar nýi spítalinn verður best staðsettur. Kanna þarf hug eigenda Vogabyggðarlóðanna og annarra lóða sem til greina koma. Ef vel tekst til mun þetta flýta byggingu nýs Landspítala og gera hann að betri spítala en ef hann yrði byggður við Hringbraut.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar