Formúla 1

Hamilton: Alonso og McLaren verður betra samband

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Alonso og Hamilton skiptast á skoðunum.
Alonso og Hamilton skiptast á skoðunum. Vísir/Getty
Fernando Alonso mun ekki lenda í sömu vandræðum og hann lenti í hjá McLaren síðast þegar hann ók fyrir liðið, árið 2007.

Þetta er skoðun hins nýkrýnda heimsmeistara Lewis Hamilton, sem telur að bæði Alonso og McLaren hafi þroskast talsvert eftir hið erfiða ár 2007. Þar sem Spánverjinn var einu stigi frá titlinum. Alonso rifti samningi við McLaren og Ferrari keypti Kimi Raikkonen út úr sínum samningi á metfé til að búa til pláss fyrir Alonso.

„Þetta er áhugaverð ákvörðun hjá liðinu, ég óska honum alls hins besta,“ sagði Hamliton og bætti við „þetta verður ný reynsla fyrir báða aðila, Fernando hefur þroskast gríðarlega á síðustu árum bæði sem ökumaður og manneskja. Hann hefur reynslu af Ron (Dennis), hann mun geta glímt við það betur en síðast.“

Alonso verður að öllum líkindum tilkynntur sem ökumaður McLaren liðsins í næstu viku, það verður fundur með liðinu á fimmtudaginn til að ákvarða endanlega hver verður liðsfélagi hans. Til greina koma Jenson Button og Kevin Magnussen sem báðir óku fyrir liðið í ár. Nýlega hefur bæst i hóp grunaðra Stoffel Vandoorne sem varð annar í GP2 mótaröðinni á sínu fyrsta tímabili einnig var hann varaökumaður McLaren á nýloknu tímabili.


Tengdar fréttir

Hamilton: Besti dagur lífs míns

Lewis Hamilton er heimsmeistari ökumanna 2014. Hann náði titlinum í annað sinn eftir að hafa orðið heimsmeistari árið 2008. Hann lýsti deginum í dag sem besta degi lífs síns.

Carlos Sainz keppir fyrir Toro Rosso

Carlos Sainz fær sæti Jean-Eric Vergne hjá Toro Rosso á næsta tímabili. Hann verður þá liðsfélagi Max Verstappen. Tveir nýliðar verða því hjá Toro Rosso á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×