Formúla 1

McLaren lætur ökumenn bíða fram í desember

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Button og Magnussen eru væntanlega orðnir langþreyttir á biðinni. Kannski er Ron Dennis haldinn valkvíða.
Button og Magnussen eru væntanlega orðnir langþreyttir á biðinni. Kannski er Ron Dennis haldinn valkvíða. Vísir/Getty
McLaren hefur ítrekað frestað því að staðfesta ökumenn næsta árs. Tilkynningar var að vænta næstu helgi en hefur nú verið frestað enn frekar.

Liðið staðfesti í dag að ekkert verði tilkynnt um hver verður liðsfélagi Fernando Alonso á næsta ári.

„Að velja bestu ökumannsskipan fyrir Formúlu 1 lið er auðvitað mikilvægt skref, því þarf að vanda valið og velja eftir margskonar greiningum,“ sagði í tilkynningu frá liðinu.

Þá stóð einnig í tilkynningunni: „Þar af leiðandi þarf að forðast allt sem truflað getur keppnisliðið frá markmiði þess í lokakeppni tímabilsins, sem er að tryggja sem allra best úrslit. Við höfum ákveðið að geyma lokatilkynningu varðandi ökumenn fyrir 2015 þangað til í fyrsta lagi mánudaginn 1. desember.“

Valið á liðsfélaga Alonso stendur á milli nýliðans Kevin Magnussen og reynsluboltans og fyrrum heimsmeistarans Jenson Button sem báðir aka nú fyrir liðið.


Tengdar fréttir

Upptökudagur hjá McLaren-Honda

McLaren liðið mun mæta á Silverstone brautina á morgun til að prufukeyra nýja Hondu vél fyrir bíl næsta árs. Slíkt er heimilt undir því yfirskyni að um upptökur á auglýsingum sé að ræða. Aka má 100 kílómetra.

Bílskúrinn: Ballið í Brasilíu í bland við framtíðarspá

Næst síðasta keppni tímabilsins er búin. Lewis Hamilton leiðir enn þrátt fyrir að Nico Rosberg hafi unnið í Brasilíu. Hvað þarf að gerast til að Rosberg verði meistari, hver sagði hvað um framtíð Formúlu 1 og hver ætlar að hjálpa hverjum að verða heimsmeistari?

Damon Hill telur pressuna vera á Hamilton

Damon Hill sem varð heimsmeistari í Formúlu 1 árið 1996, segir að Abú Dabí verði erfiðari keppni fyrir Lewis Hamilton en Nico Rosberg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×