Viðskipti innlent

Markaðurinn í dag: Deilt um öll stóru verkefni Landsnets

Nýtt tölublað Markaðarins kom út í dag.
Nýtt tölublað Markaðarins kom út í dag.
Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, segir deilt um öll stærri verkefni fyrirtækisins og af þeim sökum gangi illa að efla flutningskerfi raforku hér á landi. Þessi verkefni hafi tafist og fyrirtækið áætli að kostnaður þjóðarbúsins vegna þess nemi að meðaltali um sex milljörðum króna á ári næstu árin, verði ekkert að gert. 

Þetta kemur fram í viðtali við Guðmund í Markaðinum í dag.

Þar er einnig greint frá mikilli aukningu í veltu kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Sagafilm og samningi fyrirtækisins Stjörnu-Odda við Írana um að vatnsforði íbúa í Teheran verði vaktaður með hugviti fyrirtækisins.

Einnig má í blaðinu finna viðtal við framkvæmdastjóra Lauf forks, pistla Stjórnarmannsins og Skjóðunnar, samantekt á heimsókn Sigurðar Erlingssonar, forstjóra Íbúðalánasjóðs í Klinkið, og fleira. 


Tengdar fréttir

Velta Sagafilm jókst um tæp 150 prósent

Velta kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Sagafilm fór úr tæpum 1.100 milljónum króna árið 2012 í tæpar 2.500 milljónir árið eftir. Veltuaukningin skýrist fyrst og fremst af stórum erlendum verkefnum.

Glöggt er gestsaugað

Stjórnarmanninum þykir sem málaferli breska kaupsýslumannsins Vincents Tchenguiz gegn Kaupþingi og öðrum hafi ekki farið jafn hátt í fjölmiðlum hér á landi og efni standa til.

Samið um jarðstreng fyrir kísilver United Silicon

Landsnet hefur samið við þýska fyrirtækið Nexans um kaup á níu kílómetra löngum jarðstreng sem á að tengja fyrirhugað kísilver United Silicon í Helguvík við raforkuflutningskerfið.

Sérstakt sukk

Sérstakur saksóknari hefur allt frá hruni haft her manna í fullu starfi við rannsókn og saksókn hrunmála og að auki hafa menn í fullu starfi annars staðar verið í umfangsmikilli verktakavinnu fyrir sérstakan og þegið milljónir og jafnvel milljónatugi ofan á dagvinnulaunin sín.

Deilt um öll stóru verkefni Landsnets

Aðstoðarforstjóri Landsnets segir deilt um öll stærri verkefni fyrirtækisins. Af þeim sökum gangi illa að efla flutningskerfi raforku hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×