Viðskipti innlent

„Kannski verður þetta einhverjum víti til varnaðar“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigmar Vilhjálmsson fór fyrir eigendahópi sjónvarpsstöðvarinnar Miklagarðs.
Sigmar Vilhjálmsson fór fyrir eigendahópi sjónvarpsstöðvarinnar Miklagarðs.
„Ég mun fjalla um nýsköpunarverkefnið mitt, sjónvarpsstöðina Miklagarð og hvað fór úrskeiðis þar. Ég ætla að deila með ráðstefnugestum hvað ég tel mig  hafa lært af þessu. Kannski verður þetta einhverjum víti til varnaðar,“ segir Sigmar Vilhjálmsson aðspurður um fyrirlestur sem hann heldur næstkomandi mánudag á viðburði ÍMARK sem ber yfirskriftina Hvað klikkaði?

Fyrirlestur Sigmars heitir „Hvað var ég að pæla?“ og segist hann þar ætla að stikla á stóru í sögu sjónvarpsstöðvarinnar Miklagarðs en hann fór fyrir hópi eiganda stöðvarinnar.

Rúmum mánuði eftir að stöðin hóf útsendingar leituðu eigendurnir að nýju hlutafé til að styrkja reksturinn en á sama tíma var öllum starfsmönnum stöðvarinnar sagt upp störfum. Síðar tóku 365 miðlar yfir allt hlutaféð í Miklagarði, lögðu stöðina niður en reka áfram stöðina Bravó sem kom í stað Popp Tíví.

Aðrir fyrirlesarar á Hvað klikkaði? verða Þorvaldur Sverrisson, stefnumótunarstjóri á auglýsingastofunni Jónsson & Le'macks, Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Símanum, Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN og Gísli Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Hvíta hússins.

Fundarstjóri verður Þóra Tómasdóttir, stofnandi Festival of Failure sem er óður til hugmynda og vettvangur fyrir ógleymanleg mistök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×