Seðlabankinn veitir gamla Landsbanka undanþágu Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. desember 2014 17:36 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Seðlabanki Íslands hefur, að undangengnu lögbundnu samráði við fjármála- og efnahagsráðherra, veitt gamla Landsbankanum (LBI hf.) undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál sem gerir bankanum fært að greiða forgangskröfuhöfum 400 milljarða króna. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að bankinn hafi einnig veitt LBI hf. vilyrði um undanþágur vegna frekari hlutagreiðslna til forgangskröfuhafa af framtíðarinnheimtum hjá LBI hf., að því gefnu að slíkar undanþágur verði þá ekki taldar raska stöðugleika í gengis- og peningamálum, í samræmi við þau sjónarmið sem lögð eru til grundvallar afgreiðslu við veitingu slíkra undanþága. „Tildrög undanþágunnar eru þau að LBI hf. og Landsbankinn hf. hafa náð samkomulagi um breytingar á skilmálum skuldabréfa sem útgefin voru af Landsbankanum hf. á grundvelli ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins frá 9. október 2008 um uppskiptingu eigna og skuldbindinga í kjölfar falls Landsbanka Íslands hf. Samkomulagið felur í sér lengingu á eftirstöðvatíma skuldabréfanna og þátttöku LBI hf. í endurfjármögnunaráhættu Landsbankans hf. eftir 2018. Það felur í sér vissar breytingar á samkomulagi þessara aðila frá 8. maí sl. en að öðru leyti mun það taka gildi samhliða undanþágu Seðlabanka Íslands. Skilyrði þess af hálfu LBI hf. að samkomulag LBI og Landsbankans um skilmálabreytingar taki gildi var að ofangreind undanþága og vilyrði yrði veitt. Þessi gildisskilyrði eru mun takmarkaðri en LBI hf. óskaði eftir í júní síðastliðnum í framhaldi af samkomulaginu frá 8. maí sl. Þá var beðið um mjög víðtækar undanþágur sem tóku til allra eigna búsins,“ segir í tilkynningu frá Seðlabankanum. Í tilkynningunni segir að niðurstaða Seðlabanka Íslands varðandi undanþáguna og tengt vilyrði byggist á tvenns konar greiningu. Annars vegar á áhrifum þess að samningur Landsbankans hf. og LBI hf. um breytingu skilmála þessara skuldabréfa næði fram að ganga. Hins vegar á áhrifum undanþágunnar sem slíkrar og tengdrar útgreiðslu úr búi LBI á greiðslujöfnuð og fjármálastöðugleika en einnig var litið til þess fordæmis sem hún kynni að skapa. Að mati Seðlabankans mun skilmálabreytingin hafa jákvæð áhrif á efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika þjóðarbúsins og auðvelda losun fjármagnshafta. Hætta á óstöðugleika í greiðslujöfnuði þjóðarbúsins næstu árin minnki því, enda verði greiðslubyrði af gjaldeyrisskuldum innlendra aðila töluvert minni en áður var áætlað eða sem nemur 124 milljörðum króna fram til ársins 2018. Betri fjármögnun Landsbankans hf. ætti að liðka fyrir fjármögnun Landsbankans á erlendum lánsfjármörkuðum á viðráðanlegum kjörum og auðvelda honum að mæta þörfum atvinnulífsins fyrir lánsfjármagn í erlendri mynt. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur, að undangengnu lögbundnu samráði við fjármála- og efnahagsráðherra, veitt gamla Landsbankanum (LBI hf.) undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál sem gerir bankanum fært að greiða forgangskröfuhöfum 400 milljarða króna. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að bankinn hafi einnig veitt LBI hf. vilyrði um undanþágur vegna frekari hlutagreiðslna til forgangskröfuhafa af framtíðarinnheimtum hjá LBI hf., að því gefnu að slíkar undanþágur verði þá ekki taldar raska stöðugleika í gengis- og peningamálum, í samræmi við þau sjónarmið sem lögð eru til grundvallar afgreiðslu við veitingu slíkra undanþága. „Tildrög undanþágunnar eru þau að LBI hf. og Landsbankinn hf. hafa náð samkomulagi um breytingar á skilmálum skuldabréfa sem útgefin voru af Landsbankanum hf. á grundvelli ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins frá 9. október 2008 um uppskiptingu eigna og skuldbindinga í kjölfar falls Landsbanka Íslands hf. Samkomulagið felur í sér lengingu á eftirstöðvatíma skuldabréfanna og þátttöku LBI hf. í endurfjármögnunaráhættu Landsbankans hf. eftir 2018. Það felur í sér vissar breytingar á samkomulagi þessara aðila frá 8. maí sl. en að öðru leyti mun það taka gildi samhliða undanþágu Seðlabanka Íslands. Skilyrði þess af hálfu LBI hf. að samkomulag LBI og Landsbankans um skilmálabreytingar taki gildi var að ofangreind undanþága og vilyrði yrði veitt. Þessi gildisskilyrði eru mun takmarkaðri en LBI hf. óskaði eftir í júní síðastliðnum í framhaldi af samkomulaginu frá 8. maí sl. Þá var beðið um mjög víðtækar undanþágur sem tóku til allra eigna búsins,“ segir í tilkynningu frá Seðlabankanum. Í tilkynningunni segir að niðurstaða Seðlabanka Íslands varðandi undanþáguna og tengt vilyrði byggist á tvenns konar greiningu. Annars vegar á áhrifum þess að samningur Landsbankans hf. og LBI hf. um breytingu skilmála þessara skuldabréfa næði fram að ganga. Hins vegar á áhrifum undanþágunnar sem slíkrar og tengdrar útgreiðslu úr búi LBI á greiðslujöfnuð og fjármálastöðugleika en einnig var litið til þess fordæmis sem hún kynni að skapa. Að mati Seðlabankans mun skilmálabreytingin hafa jákvæð áhrif á efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika þjóðarbúsins og auðvelda losun fjármagnshafta. Hætta á óstöðugleika í greiðslujöfnuði þjóðarbúsins næstu árin minnki því, enda verði greiðslubyrði af gjaldeyrisskuldum innlendra aðila töluvert minni en áður var áætlað eða sem nemur 124 milljörðum króna fram til ársins 2018. Betri fjármögnun Landsbankans hf. ætti að liðka fyrir fjármögnun Landsbankans á erlendum lánsfjármörkuðum á viðráðanlegum kjörum og auðvelda honum að mæta þörfum atvinnulífsins fyrir lánsfjármagn í erlendri mynt.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira