Seðlabankinn veitir gamla Landsbanka undanþágu Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. desember 2014 17:36 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Seðlabanki Íslands hefur, að undangengnu lögbundnu samráði við fjármála- og efnahagsráðherra, veitt gamla Landsbankanum (LBI hf.) undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál sem gerir bankanum fært að greiða forgangskröfuhöfum 400 milljarða króna. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að bankinn hafi einnig veitt LBI hf. vilyrði um undanþágur vegna frekari hlutagreiðslna til forgangskröfuhafa af framtíðarinnheimtum hjá LBI hf., að því gefnu að slíkar undanþágur verði þá ekki taldar raska stöðugleika í gengis- og peningamálum, í samræmi við þau sjónarmið sem lögð eru til grundvallar afgreiðslu við veitingu slíkra undanþága. „Tildrög undanþágunnar eru þau að LBI hf. og Landsbankinn hf. hafa náð samkomulagi um breytingar á skilmálum skuldabréfa sem útgefin voru af Landsbankanum hf. á grundvelli ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins frá 9. október 2008 um uppskiptingu eigna og skuldbindinga í kjölfar falls Landsbanka Íslands hf. Samkomulagið felur í sér lengingu á eftirstöðvatíma skuldabréfanna og þátttöku LBI hf. í endurfjármögnunaráhættu Landsbankans hf. eftir 2018. Það felur í sér vissar breytingar á samkomulagi þessara aðila frá 8. maí sl. en að öðru leyti mun það taka gildi samhliða undanþágu Seðlabanka Íslands. Skilyrði þess af hálfu LBI hf. að samkomulag LBI og Landsbankans um skilmálabreytingar taki gildi var að ofangreind undanþága og vilyrði yrði veitt. Þessi gildisskilyrði eru mun takmarkaðri en LBI hf. óskaði eftir í júní síðastliðnum í framhaldi af samkomulaginu frá 8. maí sl. Þá var beðið um mjög víðtækar undanþágur sem tóku til allra eigna búsins,“ segir í tilkynningu frá Seðlabankanum. Í tilkynningunni segir að niðurstaða Seðlabanka Íslands varðandi undanþáguna og tengt vilyrði byggist á tvenns konar greiningu. Annars vegar á áhrifum þess að samningur Landsbankans hf. og LBI hf. um breytingu skilmála þessara skuldabréfa næði fram að ganga. Hins vegar á áhrifum undanþágunnar sem slíkrar og tengdrar útgreiðslu úr búi LBI á greiðslujöfnuð og fjármálastöðugleika en einnig var litið til þess fordæmis sem hún kynni að skapa. Að mati Seðlabankans mun skilmálabreytingin hafa jákvæð áhrif á efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika þjóðarbúsins og auðvelda losun fjármagnshafta. Hætta á óstöðugleika í greiðslujöfnuði þjóðarbúsins næstu árin minnki því, enda verði greiðslubyrði af gjaldeyrisskuldum innlendra aðila töluvert minni en áður var áætlað eða sem nemur 124 milljörðum króna fram til ársins 2018. Betri fjármögnun Landsbankans hf. ætti að liðka fyrir fjármögnun Landsbankans á erlendum lánsfjármörkuðum á viðráðanlegum kjörum og auðvelda honum að mæta þörfum atvinnulífsins fyrir lánsfjármagn í erlendri mynt. Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur, að undangengnu lögbundnu samráði við fjármála- og efnahagsráðherra, veitt gamla Landsbankanum (LBI hf.) undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál sem gerir bankanum fært að greiða forgangskröfuhöfum 400 milljarða króna. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að bankinn hafi einnig veitt LBI hf. vilyrði um undanþágur vegna frekari hlutagreiðslna til forgangskröfuhafa af framtíðarinnheimtum hjá LBI hf., að því gefnu að slíkar undanþágur verði þá ekki taldar raska stöðugleika í gengis- og peningamálum, í samræmi við þau sjónarmið sem lögð eru til grundvallar afgreiðslu við veitingu slíkra undanþága. „Tildrög undanþágunnar eru þau að LBI hf. og Landsbankinn hf. hafa náð samkomulagi um breytingar á skilmálum skuldabréfa sem útgefin voru af Landsbankanum hf. á grundvelli ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins frá 9. október 2008 um uppskiptingu eigna og skuldbindinga í kjölfar falls Landsbanka Íslands hf. Samkomulagið felur í sér lengingu á eftirstöðvatíma skuldabréfanna og þátttöku LBI hf. í endurfjármögnunaráhættu Landsbankans hf. eftir 2018. Það felur í sér vissar breytingar á samkomulagi þessara aðila frá 8. maí sl. en að öðru leyti mun það taka gildi samhliða undanþágu Seðlabanka Íslands. Skilyrði þess af hálfu LBI hf. að samkomulag LBI og Landsbankans um skilmálabreytingar taki gildi var að ofangreind undanþága og vilyrði yrði veitt. Þessi gildisskilyrði eru mun takmarkaðri en LBI hf. óskaði eftir í júní síðastliðnum í framhaldi af samkomulaginu frá 8. maí sl. Þá var beðið um mjög víðtækar undanþágur sem tóku til allra eigna búsins,“ segir í tilkynningu frá Seðlabankanum. Í tilkynningunni segir að niðurstaða Seðlabanka Íslands varðandi undanþáguna og tengt vilyrði byggist á tvenns konar greiningu. Annars vegar á áhrifum þess að samningur Landsbankans hf. og LBI hf. um breytingu skilmála þessara skuldabréfa næði fram að ganga. Hins vegar á áhrifum undanþágunnar sem slíkrar og tengdrar útgreiðslu úr búi LBI á greiðslujöfnuð og fjármálastöðugleika en einnig var litið til þess fordæmis sem hún kynni að skapa. Að mati Seðlabankans mun skilmálabreytingin hafa jákvæð áhrif á efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika þjóðarbúsins og auðvelda losun fjármagnshafta. Hætta á óstöðugleika í greiðslujöfnuði þjóðarbúsins næstu árin minnki því, enda verði greiðslubyrði af gjaldeyrisskuldum innlendra aðila töluvert minni en áður var áætlað eða sem nemur 124 milljörðum króna fram til ársins 2018. Betri fjármögnun Landsbankans hf. ætti að liðka fyrir fjármögnun Landsbankans á erlendum lánsfjármörkuðum á viðráðanlegum kjörum og auðvelda honum að mæta þörfum atvinnulífsins fyrir lánsfjármagn í erlendri mynt.
Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Sjá meira