Skilar 35 megavöttum og greiðir 2 milljarða króna Kristján Már Unnarsson skrifar 5. desember 2014 22:37 Rio Tinto Alcan mun greiða Landsvirkjun 17 milljónir dollara, liðlega tvo milljarða króna, í bætur og skila til baka 35 megavöttum af raforku, samkvæmt samkomulagi sem fyrirtækin skýrðu frá nú síðdegis. Ástæðan er sú að sextíu milljarða króna verkefni til að auka afköst álversins í Straumsvík tókst ekki sem skyldi og því hefur álverið ekki þörf fyrir alla raforkuna. Bæturnar greiðir Rio Tinto Alcan vegna kostnaðar sem það hafði í för með sér fyrir Landsvirkjun að reisa Búðarhálvirkjun fyrr en þörf krafði. Samkomulagið þýðir að Landsvirkjun fær nú afgangsorku sem nemur aflþörf eins kísilvers, sem hún getur nú boðið öðrum til kaups.Búðarhálsvirkjun var gangsett í byrjun marsmánaðar á þessu ári. 37% af uppsettu afli hennar er nú laust til ráðstöfunar.Fréttablaðið/Pjetur.Nánar má lesa um samkomulagið í sameiginlegri fréttatilkynningu félaganna. Í henni er með svohljóðandi hætti vitnað í forstjóra þeirra: Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar: „Landsvirkjun fagnar samkomulaginu, en með því er greitt úr ófyrirséðum vandamálum sem upp komu við fjárfestingarverkefni Rio Tinto Alcan. Samkomulagið grundvallast á langvarandi viðskiptasambandi fyrirtækjanna sem og virðingu fyrir gagnkvæmum viðskiptahagsmunum." Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi: „Við erum stolt af því að hafa staðið að langstærsta fjárfestingarverkefni á Íslandi á undanförnum árum, í því skyni að framleiða verðmætari afurðir, auka rekstraröryggi, efla mengunarvarnir og auka framleiðsluna. Þetta hefur skapað yfir 1.000 ársverk á tímum þegar íslenskt efnahagslíf þurfti hvað mest á þeim að halda. Samkomulagið við Landsvirkjun er enn ein staðfesting þess að viðskiptasamband áliðnaðar og orkuframleiðslu á Íslandi einkennist af gagnkvæmri virðingu og gagnkvæmum ávinningi." Tengdar fréttir Straumsvík heldur fast í 40 MW úr Búðarhálsi Orka sem dugar í heilt kísilver er afgangs frá hinni nýgangsettu Búðarhálsvirkjun. Landsvirkjun getur hins vegar ekki ráðstafað orkunni vegna samnings við Rio Tinto Alcan. 30. maí 2014 18:45 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Rio Tinto Alcan mun greiða Landsvirkjun 17 milljónir dollara, liðlega tvo milljarða króna, í bætur og skila til baka 35 megavöttum af raforku, samkvæmt samkomulagi sem fyrirtækin skýrðu frá nú síðdegis. Ástæðan er sú að sextíu milljarða króna verkefni til að auka afköst álversins í Straumsvík tókst ekki sem skyldi og því hefur álverið ekki þörf fyrir alla raforkuna. Bæturnar greiðir Rio Tinto Alcan vegna kostnaðar sem það hafði í för með sér fyrir Landsvirkjun að reisa Búðarhálvirkjun fyrr en þörf krafði. Samkomulagið þýðir að Landsvirkjun fær nú afgangsorku sem nemur aflþörf eins kísilvers, sem hún getur nú boðið öðrum til kaups.Búðarhálsvirkjun var gangsett í byrjun marsmánaðar á þessu ári. 37% af uppsettu afli hennar er nú laust til ráðstöfunar.Fréttablaðið/Pjetur.Nánar má lesa um samkomulagið í sameiginlegri fréttatilkynningu félaganna. Í henni er með svohljóðandi hætti vitnað í forstjóra þeirra: Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar: „Landsvirkjun fagnar samkomulaginu, en með því er greitt úr ófyrirséðum vandamálum sem upp komu við fjárfestingarverkefni Rio Tinto Alcan. Samkomulagið grundvallast á langvarandi viðskiptasambandi fyrirtækjanna sem og virðingu fyrir gagnkvæmum viðskiptahagsmunum." Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi: „Við erum stolt af því að hafa staðið að langstærsta fjárfestingarverkefni á Íslandi á undanförnum árum, í því skyni að framleiða verðmætari afurðir, auka rekstraröryggi, efla mengunarvarnir og auka framleiðsluna. Þetta hefur skapað yfir 1.000 ársverk á tímum þegar íslenskt efnahagslíf þurfti hvað mest á þeim að halda. Samkomulagið við Landsvirkjun er enn ein staðfesting þess að viðskiptasamband áliðnaðar og orkuframleiðslu á Íslandi einkennist af gagnkvæmri virðingu og gagnkvæmum ávinningi."
Tengdar fréttir Straumsvík heldur fast í 40 MW úr Búðarhálsi Orka sem dugar í heilt kísilver er afgangs frá hinni nýgangsettu Búðarhálsvirkjun. Landsvirkjun getur hins vegar ekki ráðstafað orkunni vegna samnings við Rio Tinto Alcan. 30. maí 2014 18:45 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Straumsvík heldur fast í 40 MW úr Búðarhálsi Orka sem dugar í heilt kísilver er afgangs frá hinni nýgangsettu Búðarhálsvirkjun. Landsvirkjun getur hins vegar ekki ráðstafað orkunni vegna samnings við Rio Tinto Alcan. 30. maí 2014 18:45
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent