Straumsvík heldur fast í 40 MW úr Búðarhálsi Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2014 18:45 Orka sem dugar í heilt kísilver er afgangs frá hinni nýgangsettu Búðarhálsvirkjun. Landsvirkjun getur hins vegar ekki ráðstafað orkunni vegna samnings við Rio Tinto Alcan. Viðræður fyrirtækjanna um breytingar hafa ekki skilað niðurstöðu. Samningur Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan fyrir fjórum árum var forsenda þess að ráðist var í smíði Búðarhálsvirkjunar en megnið af orkunni átti að fara til framleiðsluaukningar í álverinu. Fyrir ári var skýrt var því að hún hefði aðeins náðst að hluta; stefnt var á 20% framleiðsluaukningu en reyndin varð 8%.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Stöð 2/Arnar.Af 95 megavöttum Búðarhálsvirkjunar ætlaði Straumsvíkurálverið að taka 75 megavött en miðað við fréttir í fyrra er það vart að nýta nema rúmlega 30 megavött. En þýðir þá þetta að heilmikið er afgangs af raforku til ráðstöfunar fyrir aðra? Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir í viðtali við Stöð 2 að það sé rétt að Alcan í Straumsvík sé ekki að nýta um 40 megavött af því sem það áætlaði vegna breyttra áforma um stækkun verksmiðjunnar. „Sú orka er bundin samningi við fyrirtækið og því ekki hægt að nýta hana í önnur verkefni án samþykkis fyrirtækisins,” segir Hörður.Framkvæmdir við kísilver United Silicon hófust í Helguvík í fyrradag.Stöð 2/Hilmar Bragi Bárðarson.Til samanburðar má geta þess kísilver United Silicon í Helguvík hyggst kaupa 35 megavött af Landsvirkjun, eða álíka mikið og álverið er ekki að nýta. Ráðamenn Rio Tinto Alcan vildu ekki svara Stöð 2 í sjónvarpsviðtali um málið í dag. Talsmaður félagsins, Ólafur Teitur Guðnason, tók þó fram að fyrirtækið uppfyllti samninga sína við Landsvirkjun og væri að vinna að því að finna leiðir til að nýta orkuna. Forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækin í þreifingum um hvort hægt sé að finna leið sem henti báðum. -En geta þeir þá blokkerað þessa orku af? „Ég get nú ekki tjáð mig um samninginn en það er bindandi samningur milli fyrirtækjanna um að við þurfum að afhenda og þeir þurfa að borga. Þannig að það er með ákveðnum skilmálum um hvaða magn þurfi að taka. Þannig að sá samningur gildir,” svarar Hörður Arnarson. Rannveig Rist , forstjóri Rio Tinto Alcan, sagði í viðtali um málið við Stöð 2 fyrir ári, þegar tilkynnt var um minni framleiðsluaukningu, að orkusamningurinn væri í gildi og rætt yrði við Landsvirkjun um málið. „Og ég býst bara við því að við leysum þetta í sameiningu og vinnum út úr því,” sagði Rannveig. Nú ári síðar er málið enn í lausu lofti. En telur forstjóri Landsvirkjunar að hægt verði að ráðstafa þessari orku í önnur verkefni? „Það er of snemmt að segja til um það.” -En það eru þreifingar í gangi? „Við erum í viðræðum við fyrirtækið um samninginn í heild sinni, já.” Tengdar fréttir Undirrituðu fjárfestingarsamning um kísilver Thorsil Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í dag fjárfestingarsamning við Thorsil ehf. vegna fyrirhugaðrar kísilverksmiðju félagsins í Helguvík á Reykjanesi. 30. maí 2014 13:09 "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Sjá meira
Orka sem dugar í heilt kísilver er afgangs frá hinni nýgangsettu Búðarhálsvirkjun. Landsvirkjun getur hins vegar ekki ráðstafað orkunni vegna samnings við Rio Tinto Alcan. Viðræður fyrirtækjanna um breytingar hafa ekki skilað niðurstöðu. Samningur Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan fyrir fjórum árum var forsenda þess að ráðist var í smíði Búðarhálsvirkjunar en megnið af orkunni átti að fara til framleiðsluaukningar í álverinu. Fyrir ári var skýrt var því að hún hefði aðeins náðst að hluta; stefnt var á 20% framleiðsluaukningu en reyndin varð 8%.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Stöð 2/Arnar.Af 95 megavöttum Búðarhálsvirkjunar ætlaði Straumsvíkurálverið að taka 75 megavött en miðað við fréttir í fyrra er það vart að nýta nema rúmlega 30 megavött. En þýðir þá þetta að heilmikið er afgangs af raforku til ráðstöfunar fyrir aðra? Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir í viðtali við Stöð 2 að það sé rétt að Alcan í Straumsvík sé ekki að nýta um 40 megavött af því sem það áætlaði vegna breyttra áforma um stækkun verksmiðjunnar. „Sú orka er bundin samningi við fyrirtækið og því ekki hægt að nýta hana í önnur verkefni án samþykkis fyrirtækisins,” segir Hörður.Framkvæmdir við kísilver United Silicon hófust í Helguvík í fyrradag.Stöð 2/Hilmar Bragi Bárðarson.Til samanburðar má geta þess kísilver United Silicon í Helguvík hyggst kaupa 35 megavött af Landsvirkjun, eða álíka mikið og álverið er ekki að nýta. Ráðamenn Rio Tinto Alcan vildu ekki svara Stöð 2 í sjónvarpsviðtali um málið í dag. Talsmaður félagsins, Ólafur Teitur Guðnason, tók þó fram að fyrirtækið uppfyllti samninga sína við Landsvirkjun og væri að vinna að því að finna leiðir til að nýta orkuna. Forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækin í þreifingum um hvort hægt sé að finna leið sem henti báðum. -En geta þeir þá blokkerað þessa orku af? „Ég get nú ekki tjáð mig um samninginn en það er bindandi samningur milli fyrirtækjanna um að við þurfum að afhenda og þeir þurfa að borga. Þannig að það er með ákveðnum skilmálum um hvaða magn þurfi að taka. Þannig að sá samningur gildir,” svarar Hörður Arnarson. Rannveig Rist , forstjóri Rio Tinto Alcan, sagði í viðtali um málið við Stöð 2 fyrir ári, þegar tilkynnt var um minni framleiðsluaukningu, að orkusamningurinn væri í gildi og rætt yrði við Landsvirkjun um málið. „Og ég býst bara við því að við leysum þetta í sameiningu og vinnum út úr því,” sagði Rannveig. Nú ári síðar er málið enn í lausu lofti. En telur forstjóri Landsvirkjunar að hægt verði að ráðstafa þessari orku í önnur verkefni? „Það er of snemmt að segja til um það.” -En það eru þreifingar í gangi? „Við erum í viðræðum við fyrirtækið um samninginn í heild sinni, já.”
Tengdar fréttir Undirrituðu fjárfestingarsamning um kísilver Thorsil Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í dag fjárfestingarsamning við Thorsil ehf. vegna fyrirhugaðrar kísilverksmiðju félagsins í Helguvík á Reykjanesi. 30. maí 2014 13:09 "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Sjá meira
Undirrituðu fjárfestingarsamning um kísilver Thorsil Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í dag fjárfestingarsamning við Thorsil ehf. vegna fyrirhugaðrar kísilverksmiðju félagsins í Helguvík á Reykjanesi. 30. maí 2014 13:09
"Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00
Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45