Var 99 prósent viss um að þetta væri Rolex-eftirlíking Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. nóvember 2014 14:50 Sverrir benti viðskiptavini sínum á að fara með úrið til Michelsen. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég tel sannarlega að sá sem kom hingað hafi talið úrið miklu meira virði en það var í raun og veru,“ segir Sverrir Einar Eiríksson sem rekur verslunina Kaupum gull í Kringlunni. Í vikunni birtist frétt á mbl.is þar sem rætt var við úrsmíðameistarann Frank Úlfar Michelsen, sem tjáði viðskiptavini sínum að Rolex-úr sem hann ætti væri eftirlíking. Viðskiptavinurinn kom fyrst til Sverris, sem benti á Frank.Hér má sjá nýjustu línuna frá Rolex.Vísir/Getty„Hann kom hingað fyrst og ég var 99 prósent viss um að þetta væri eftirlíking. Ég bað hann að fara með úrið í Michelsen og fá álit þeirra líka, til þess að vera alveg viss,“ segir Sverrir. Hann segir þetta ekki gerast oft, að einhver haldi að hann sé með ekta úr, en sé í raun með eftirlíkingu. „Mér skilst að hann hafi keypt úrið á fimm þúsund og fimm hundruð dollara í búð úti í New York. Það bendir allt til þess að þetta sé satt.“ Fimm þúsund og fimm hundruð dollarar eru rúmlega 680 þúsund krónur, þannig að úrið hefur verið ansi dýrt. Í samtali við mbl.is sagði Frank að hann hefði strax séð að úrið væri ekki alvöru. „Þegar ég sé kassann finnst mér strax eitthvað ekki passa. Ég þekki þessa vöru mjög vel en þetta getur blekkt þann sem ekki þekkir til. Þetta var svona fjarskafagurt. Svo þegar ég fæ úrið í hendurnar sé ég að áferðin á stálinu er ekki rétt og úrið var aðeins of létt. Jafnframt á hringurinn meðfram glerinu, sem er kallaður „besel“, að vera úr keramiki en á þessu úri var hann úr málmi.“ Frank sagði að hann vissi um nokkra sem hefðu keypt fölsuð úr sem það taldi vera alvöru: „Því miður gerist það að fólk sé blekkt. Svikararnir hugsa auðvitað að það séu litlar sem engar líkur á að útlendingar sem kaupa þessi úr komi aftur og kvarti,“ segir hann. „En það er yfirleitt þannig að ef að sagan er of góð til að vera sönn er hún yfirleitt ósönn.“Hér er nýleg mynd af Jay-Z þar sem hann er að horfa á körfuboltaleik með Brooklyn Nets. Hann er að sjálfsögðu með fallegt úr um úlnliðinn, líklega heyrist ekkert hljóð í því.Á vefnum Business Inisder eru ráð til þess að sjá hvort að Rolex úr sé alvöru eða ekki. Eitt ráðið er að fylgjast með því hvort að það heyrist svokallað „tikk takk“ hljóð úr því. Ef svo er mun úrið mjög líklega vera eftirlíking. Rapparinn Jay-Z útskýrði þetta einnig í laginu Ni**as in Paris, sem hann samdi ásamt Kanye West. Þar sagðist hann ekki eiga Rolex sem heyrðist „tikk takk“ í og sagðist eiga Audemars Piguet úr sem gleymdu tímanum (og vísaði þar til þess að slík úr þarf að trekkja upp). Á vef Business Insider er einnig bent á að fölsuð Rolex úr séu yfirleitt léttari en alvöru úr. Trekkjarinn á alvöru úrunum er líka talsvert íburðarmeiri en á þeim fölsuðu. Í greininni á Business Insider kemur einnig fram að glerið í alvöru úrunum sé sérstakt; glerið sem er yfir þeim hluta úrsins sem sýnir dagsetninguna er stækkunargler. Fáir úrsmiðir ná að leika þetta eftir. Hér að neðan má hlusta á lag Jay-Z og Kanye West þar sem þeir tala um Rolex úr sem heyrist ekkert „tikk takk“ hljóð í. Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég tel sannarlega að sá sem kom hingað hafi talið úrið miklu meira virði en það var í raun og veru,“ segir Sverrir Einar Eiríksson sem rekur verslunina Kaupum gull í Kringlunni. Í vikunni birtist frétt á mbl.is þar sem rætt var við úrsmíðameistarann Frank Úlfar Michelsen, sem tjáði viðskiptavini sínum að Rolex-úr sem hann ætti væri eftirlíking. Viðskiptavinurinn kom fyrst til Sverris, sem benti á Frank.Hér má sjá nýjustu línuna frá Rolex.Vísir/Getty„Hann kom hingað fyrst og ég var 99 prósent viss um að þetta væri eftirlíking. Ég bað hann að fara með úrið í Michelsen og fá álit þeirra líka, til þess að vera alveg viss,“ segir Sverrir. Hann segir þetta ekki gerast oft, að einhver haldi að hann sé með ekta úr, en sé í raun með eftirlíkingu. „Mér skilst að hann hafi keypt úrið á fimm þúsund og fimm hundruð dollara í búð úti í New York. Það bendir allt til þess að þetta sé satt.“ Fimm þúsund og fimm hundruð dollarar eru rúmlega 680 þúsund krónur, þannig að úrið hefur verið ansi dýrt. Í samtali við mbl.is sagði Frank að hann hefði strax séð að úrið væri ekki alvöru. „Þegar ég sé kassann finnst mér strax eitthvað ekki passa. Ég þekki þessa vöru mjög vel en þetta getur blekkt þann sem ekki þekkir til. Þetta var svona fjarskafagurt. Svo þegar ég fæ úrið í hendurnar sé ég að áferðin á stálinu er ekki rétt og úrið var aðeins of létt. Jafnframt á hringurinn meðfram glerinu, sem er kallaður „besel“, að vera úr keramiki en á þessu úri var hann úr málmi.“ Frank sagði að hann vissi um nokkra sem hefðu keypt fölsuð úr sem það taldi vera alvöru: „Því miður gerist það að fólk sé blekkt. Svikararnir hugsa auðvitað að það séu litlar sem engar líkur á að útlendingar sem kaupa þessi úr komi aftur og kvarti,“ segir hann. „En það er yfirleitt þannig að ef að sagan er of góð til að vera sönn er hún yfirleitt ósönn.“Hér er nýleg mynd af Jay-Z þar sem hann er að horfa á körfuboltaleik með Brooklyn Nets. Hann er að sjálfsögðu með fallegt úr um úlnliðinn, líklega heyrist ekkert hljóð í því.Á vefnum Business Inisder eru ráð til þess að sjá hvort að Rolex úr sé alvöru eða ekki. Eitt ráðið er að fylgjast með því hvort að það heyrist svokallað „tikk takk“ hljóð úr því. Ef svo er mun úrið mjög líklega vera eftirlíking. Rapparinn Jay-Z útskýrði þetta einnig í laginu Ni**as in Paris, sem hann samdi ásamt Kanye West. Þar sagðist hann ekki eiga Rolex sem heyrðist „tikk takk“ í og sagðist eiga Audemars Piguet úr sem gleymdu tímanum (og vísaði þar til þess að slík úr þarf að trekkja upp). Á vef Business Insider er einnig bent á að fölsuð Rolex úr séu yfirleitt léttari en alvöru úr. Trekkjarinn á alvöru úrunum er líka talsvert íburðarmeiri en á þeim fölsuðu. Í greininni á Business Insider kemur einnig fram að glerið í alvöru úrunum sé sérstakt; glerið sem er yfir þeim hluta úrsins sem sýnir dagsetninguna er stækkunargler. Fáir úrsmiðir ná að leika þetta eftir. Hér að neðan má hlusta á lag Jay-Z og Kanye West þar sem þeir tala um Rolex úr sem heyrist ekkert „tikk takk“ hljóð í.
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent