Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þ. 85-79 | Stjörnumenn betri undir lokin Stefán Árni Pálsson í Ásgarði skrifar 27. nóvember 2014 18:30 Dagur Kár Jónsson, með boltann fyrir Stjörnuna. vísir/valli Stjarnan vann góðan sigur, 85-79, á Þór frá Þorlákshöfn í Domino-deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn var virkilega spennandi frá fyrstu mínútu. Leikurinn fór fram í Garðabæ og voru heimamenn sterkari aðilinn undir lok fjórða leikhlutans. Leikurinn byrjaði vel fyrir heimamenn sem voru með frumkvæðið fyrstu mínúturnar. Jarrid Frye, leikmaður Stjörnunnar, var tæpur af meiðslum fyrir leikinn en byrjaði á parketinu í kvöld. Hann fór mikinn í fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir nokkuð góða byrjun hjá Garðbæingum voru Þórsarar frá Þorlákshöfn aldrei langt undan og þegar fyrsti leikhluti var búinn var staðan 26-18 fyrir Stjörnuna. Þórsarar voru ekki lengi að vinna til baka þennan átta stiga mun og var í raun allt annað að sjá til liðsins í öðrum leikhluta. Sóknarleikur þeirra gekk betur og liðið lét boltann vinna vel á milli leikmanna. Þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum voru gestirnir búnir að jafna leikinn 36-36. Staðan í hálfleik var 41-39 fyrir Stjörnuna en stuttu áður komust Þórsarar í fyrsta skipti yfir og þá aðeins með einu stigi. Vincent Sanford var kominn með 15 stig fyrir Þórsara í hálfleik. Hjá Stjörnunni var það Justin Shouse sem var atkvæðamestur þegar leikurinn var hálfnaður og hafði þá gert 12 stig.Justin Shouse gefur stoðsendingu.vísir/valliGestirnir voru ekki lengi að komast yfir í síðari hálfleiknum og fljótlega var staðan orðin 50-46 fyrir Þór Þorlákshöfn. Gestirnir náðu mest sjö stiga forskoti í leikhlutanum, 57-50. Stjörnumenn voru ekkert á því að hleypa þeim langt fram úr sér og munaði aðeins þremur stigum fyrir lokaleikhlutann, 63-60. Það vantaði samt töluvert uppá sóknarleik liðanna beggja. Þórsara gerðu fimm fyrstu stig fjórða leikhlutans og munaði allt í einu átta stigum á liðunum, 68-60. Eftir það kom flottur sprettur hjá heimamönnum þegar þeir gerðu sex stig í röð og voru ekki lengi að því að minnka muninn niður í tvö stig. Gríðarleg spenna var út leiktímann en að lokum voru það heimamenn sem stóðu uppi sem sigurvegari en þeir unnu leikinn 85-79. Justin Shouse var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með 19 stig. Marvin Valdimarsson gerði 18 einnig fyrir Stjörnuna. Vincent Sanford gerði 23 stig fyrir Þórsara í kvöld.Stjarnan - Þór Þ.85-79 (41-39)Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 19, Marvin Valdimarsson 18, Dagur Kár Jónsson 16, Jarrid Frye 15, Tómas Þórður Hilmarsson 6, Sigurður Dagur Sturluson 4, Jón Orri Kristjánsson 4, Ágúst Angantýsson 2, Jón Sverrisson 1.Stig Þórs: Vincent Senford 23, Nemanja Sovic 19, Tómas Heiðar Tómasson 16, Þorsteinn Már Ragnarsson 6, Emil Karel Einarsson 4, Oddur Ólafsson 4, Grétar Ingi Erlendsson 4, Baldur Þór Ragnarsson 3. Benedikt: Bæði lið voru léleg í kvöld„Við vorum yfir stóran hluta af síðari hálfleiknum og áttum alltaf góðan möguleika,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. „Mér fannst þessi leikur í heild sinni hálf dapur. Ég átti nú von á betri leik frá báðum liðum.“ Benedikt segir að Stjörnumenn hafi einfaldlega verið sterkari undir lokin og klókari. „Þeir eiga þessi stig fyllilega skilið. Þó svo að leikirnir séu ekki vel spilaðir þá eru stigin alveg jafn mikilvæg.“ Hann vonaðist eftir að einhver leikmaður myndi stíga upp undir lokin í hans herbúðum en svo varð ekki. Marvin: Tókum saman í höfðinu„Við byrjuðum leikinn alveg ágætlega en svo komu Þórsararnir alveg brjálaðir í þriðja leikhlutann,“ segir Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Eftir að þeir komust átta stigum yfir undir lokin byrjuðum við aðeins að taka saman í höfðinu og fórum að spila okkar bolta.“ Marvin segir að það hafi verið lykilatriði og um leið hafi liði byrjað að skora auðveldar körfur. „Þetta var alls ekki fallega spilaður leikur, bara hörku barátta allan tímann.“Leik lokið (85-79): Stjörnumenn betri undir lokin.40. mín (82-76): 27 sekúndur eftir og Stjörnumenn svo gott sem komnir með þennan sigur. Sigurður Dagur setur niður tvö stig og kemur heimamönnum sex stigum yfir. 39. mín (79-76): Marvin fer á línuna fyrir Stjörnuna og kemur þeim þremur stigum yfir.38. mín (77-76): Svakaleg spenna. Shouse að koma heimamönnum einu yfir.36. mín (75-74): Frye með risaþrist. Kemur Stjörnunni einu stigi yfir.34. mín (71-72): Rosaleg stig frá Marvin. Setur niður tvö skot, brotið á honum og hann þrumar einnig niður vítaskotinu. Þriggja stiga sókn.33. mín (68-70): Sex stig í röð frá heimamönnum og nú munar aðeins tveimur stigum.31. mín (60-68): Þórsarar skora fimm fyrstu stig leikhlutans og munar því átta stigum.3. leikhluta lokið (60-63): Jæja það munar bara þremur stigum á liðunum fyrir lokaleikhlutann.29. mín (55-57): Jarrid Frye með flotta körfu. Mikil spenna í Ásgarðinum. 27. mín (50-55): Jarrid Frye brýtur á Tómasi Tómassyni þegar hann er kominn einn upp að körfunni. Tómas setur boltann í körfuna og fær villu að auki. Mikil stemmning með Þór.26. mín (48-53): Rosalegur þristur frá Baldri Þór Ragnarssyni. Gestirnir mun betri núna. 25. mín (46-47): Dagur Kár með fína körfu fyrir Stjörnuna. 24. mín (43-47): Stjörnumenn ekki mættir til leiks í síðari hálfleiknum. 22. mín (43-43): Jafnt. Þórsarar virka flottir í upphafi síðari hálfleiksins.Hálfleikur (41-39): Hörku spennandi leikur hér í Garðabænum. Þórsarar komust áðan einu stigi yfir en Stjörnumenn leiða með tveimur í hálfleik.18. mín (36-35): Gestirnir að saxa vel á forskot Stjörnunnar. 17. mín (35-31): Magnað vítaskot frá Jarrid Frye. Hann dreif ekki á körfuna og var í raun langt frá því. Þetta sér maður ekki á hverjum degi frá eins góðum leikmanni.15 mín (34-27): Justin Shouse með hrikalega flottan þrist. Hann er kominn með níu stig. 13. mín (31-24): Stjarnan heldur áfram sínu striki. 1. leikhluta lokið (26-18): Stjörnumenn með ágæt tök á þessum leik en augljóslega nóg eftir. 8. mín (17-12): Jarrid Frye með fína körfu fyrir Stjörnuna. Hann virðist vera nokkuð heill. 6. mín (13-9): Fjögur fljót stig í röð frá gestunum. 5. mín (13-5): Benni Guðmunds kominn með nóg og tekur leikhlé fyrir Þórsara. 4. mín (11-5): Marvin með tvö fín stig. Stjörnumenn byrja leikinn betur. 2. mín (7-2): Fín byrjun á leiknum. Mikill hraði.1. mín (0-0): Leikurinn er hafinn hér í Garðarbænum.Fyrir leik: Þá er fólk farið að streyma í húsið. Fyrir leik: Það er spurning með þátttöku Jarrid Frye í leiknum í kvöld en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Hann hitar upp með liðinu.Fyrir leik: Bæði lið unnu í síðustu umferð en Stjörnumenn tóku Fjölnismenn í kennslustund á meðan Þórsarar unnu Skallagrím. Fyrir leik: Stjarnan er í fimmta sæti deildarinnar með fimm stig en Þórsarar hafa verið að finna taktinn og eru í þriðja sætinu með átta stig. Fyrir leik: Liðin komin út á völl og menn farnir að hita upp. Þrír áhorfendur mættir í salinn, enda langt í leik. Dominos-deild karla Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sjá meira
Stjarnan vann góðan sigur, 85-79, á Þór frá Þorlákshöfn í Domino-deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn var virkilega spennandi frá fyrstu mínútu. Leikurinn fór fram í Garðabæ og voru heimamenn sterkari aðilinn undir lok fjórða leikhlutans. Leikurinn byrjaði vel fyrir heimamenn sem voru með frumkvæðið fyrstu mínúturnar. Jarrid Frye, leikmaður Stjörnunnar, var tæpur af meiðslum fyrir leikinn en byrjaði á parketinu í kvöld. Hann fór mikinn í fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir nokkuð góða byrjun hjá Garðbæingum voru Þórsarar frá Þorlákshöfn aldrei langt undan og þegar fyrsti leikhluti var búinn var staðan 26-18 fyrir Stjörnuna. Þórsarar voru ekki lengi að vinna til baka þennan átta stiga mun og var í raun allt annað að sjá til liðsins í öðrum leikhluta. Sóknarleikur þeirra gekk betur og liðið lét boltann vinna vel á milli leikmanna. Þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum voru gestirnir búnir að jafna leikinn 36-36. Staðan í hálfleik var 41-39 fyrir Stjörnuna en stuttu áður komust Þórsarar í fyrsta skipti yfir og þá aðeins með einu stigi. Vincent Sanford var kominn með 15 stig fyrir Þórsara í hálfleik. Hjá Stjörnunni var það Justin Shouse sem var atkvæðamestur þegar leikurinn var hálfnaður og hafði þá gert 12 stig.Justin Shouse gefur stoðsendingu.vísir/valliGestirnir voru ekki lengi að komast yfir í síðari hálfleiknum og fljótlega var staðan orðin 50-46 fyrir Þór Þorlákshöfn. Gestirnir náðu mest sjö stiga forskoti í leikhlutanum, 57-50. Stjörnumenn voru ekkert á því að hleypa þeim langt fram úr sér og munaði aðeins þremur stigum fyrir lokaleikhlutann, 63-60. Það vantaði samt töluvert uppá sóknarleik liðanna beggja. Þórsara gerðu fimm fyrstu stig fjórða leikhlutans og munaði allt í einu átta stigum á liðunum, 68-60. Eftir það kom flottur sprettur hjá heimamönnum þegar þeir gerðu sex stig í röð og voru ekki lengi að því að minnka muninn niður í tvö stig. Gríðarleg spenna var út leiktímann en að lokum voru það heimamenn sem stóðu uppi sem sigurvegari en þeir unnu leikinn 85-79. Justin Shouse var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með 19 stig. Marvin Valdimarsson gerði 18 einnig fyrir Stjörnuna. Vincent Sanford gerði 23 stig fyrir Þórsara í kvöld.Stjarnan - Þór Þ.85-79 (41-39)Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 19, Marvin Valdimarsson 18, Dagur Kár Jónsson 16, Jarrid Frye 15, Tómas Þórður Hilmarsson 6, Sigurður Dagur Sturluson 4, Jón Orri Kristjánsson 4, Ágúst Angantýsson 2, Jón Sverrisson 1.Stig Þórs: Vincent Senford 23, Nemanja Sovic 19, Tómas Heiðar Tómasson 16, Þorsteinn Már Ragnarsson 6, Emil Karel Einarsson 4, Oddur Ólafsson 4, Grétar Ingi Erlendsson 4, Baldur Þór Ragnarsson 3. Benedikt: Bæði lið voru léleg í kvöld„Við vorum yfir stóran hluta af síðari hálfleiknum og áttum alltaf góðan möguleika,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. „Mér fannst þessi leikur í heild sinni hálf dapur. Ég átti nú von á betri leik frá báðum liðum.“ Benedikt segir að Stjörnumenn hafi einfaldlega verið sterkari undir lokin og klókari. „Þeir eiga þessi stig fyllilega skilið. Þó svo að leikirnir séu ekki vel spilaðir þá eru stigin alveg jafn mikilvæg.“ Hann vonaðist eftir að einhver leikmaður myndi stíga upp undir lokin í hans herbúðum en svo varð ekki. Marvin: Tókum saman í höfðinu„Við byrjuðum leikinn alveg ágætlega en svo komu Þórsararnir alveg brjálaðir í þriðja leikhlutann,“ segir Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Eftir að þeir komust átta stigum yfir undir lokin byrjuðum við aðeins að taka saman í höfðinu og fórum að spila okkar bolta.“ Marvin segir að það hafi verið lykilatriði og um leið hafi liði byrjað að skora auðveldar körfur. „Þetta var alls ekki fallega spilaður leikur, bara hörku barátta allan tímann.“Leik lokið (85-79): Stjörnumenn betri undir lokin.40. mín (82-76): 27 sekúndur eftir og Stjörnumenn svo gott sem komnir með þennan sigur. Sigurður Dagur setur niður tvö stig og kemur heimamönnum sex stigum yfir. 39. mín (79-76): Marvin fer á línuna fyrir Stjörnuna og kemur þeim þremur stigum yfir.38. mín (77-76): Svakaleg spenna. Shouse að koma heimamönnum einu yfir.36. mín (75-74): Frye með risaþrist. Kemur Stjörnunni einu stigi yfir.34. mín (71-72): Rosaleg stig frá Marvin. Setur niður tvö skot, brotið á honum og hann þrumar einnig niður vítaskotinu. Þriggja stiga sókn.33. mín (68-70): Sex stig í röð frá heimamönnum og nú munar aðeins tveimur stigum.31. mín (60-68): Þórsarar skora fimm fyrstu stig leikhlutans og munar því átta stigum.3. leikhluta lokið (60-63): Jæja það munar bara þremur stigum á liðunum fyrir lokaleikhlutann.29. mín (55-57): Jarrid Frye með flotta körfu. Mikil spenna í Ásgarðinum. 27. mín (50-55): Jarrid Frye brýtur á Tómasi Tómassyni þegar hann er kominn einn upp að körfunni. Tómas setur boltann í körfuna og fær villu að auki. Mikil stemmning með Þór.26. mín (48-53): Rosalegur þristur frá Baldri Þór Ragnarssyni. Gestirnir mun betri núna. 25. mín (46-47): Dagur Kár með fína körfu fyrir Stjörnuna. 24. mín (43-47): Stjörnumenn ekki mættir til leiks í síðari hálfleiknum. 22. mín (43-43): Jafnt. Þórsarar virka flottir í upphafi síðari hálfleiksins.Hálfleikur (41-39): Hörku spennandi leikur hér í Garðabænum. Þórsarar komust áðan einu stigi yfir en Stjörnumenn leiða með tveimur í hálfleik.18. mín (36-35): Gestirnir að saxa vel á forskot Stjörnunnar. 17. mín (35-31): Magnað vítaskot frá Jarrid Frye. Hann dreif ekki á körfuna og var í raun langt frá því. Þetta sér maður ekki á hverjum degi frá eins góðum leikmanni.15 mín (34-27): Justin Shouse með hrikalega flottan þrist. Hann er kominn með níu stig. 13. mín (31-24): Stjarnan heldur áfram sínu striki. 1. leikhluta lokið (26-18): Stjörnumenn með ágæt tök á þessum leik en augljóslega nóg eftir. 8. mín (17-12): Jarrid Frye með fína körfu fyrir Stjörnuna. Hann virðist vera nokkuð heill. 6. mín (13-9): Fjögur fljót stig í röð frá gestunum. 5. mín (13-5): Benni Guðmunds kominn með nóg og tekur leikhlé fyrir Þórsara. 4. mín (11-5): Marvin með tvö fín stig. Stjörnumenn byrja leikinn betur. 2. mín (7-2): Fín byrjun á leiknum. Mikill hraði.1. mín (0-0): Leikurinn er hafinn hér í Garðarbænum.Fyrir leik: Þá er fólk farið að streyma í húsið. Fyrir leik: Það er spurning með þátttöku Jarrid Frye í leiknum í kvöld en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Hann hitar upp með liðinu.Fyrir leik: Bæði lið unnu í síðustu umferð en Stjörnumenn tóku Fjölnismenn í kennslustund á meðan Þórsarar unnu Skallagrím. Fyrir leik: Stjarnan er í fimmta sæti deildarinnar með fimm stig en Þórsarar hafa verið að finna taktinn og eru í þriðja sætinu með átta stig. Fyrir leik: Liðin komin út á völl og menn farnir að hita upp. Þrír áhorfendur mættir í salinn, enda langt í leik.
Dominos-deild karla Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti