Óréttlætanlegur launamunur Árni Sigurbjarnarson skrifar 10. nóvember 2014 16:24 Tónlistarskóli Húsavíkur og Borgarhólsskóli (áður Barnaskóli Húsavíkur) eiga áratuga langa samstarfssögu um tónlistarkennslu barna og ungmenna í sveitarfélaginu. Nú er þessu samstarfi ógnað vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kjaradeilu Félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kennurum sem sinna tónlistarkennslu er gróflega mismunað í launum eingöngu á grundvelli þess í hvaða skólagerð þér starfa, eða hvaða aðildarfélagi þeir tilheyra innan Kennarasambands Íslands. Starfsmaður sem vinnur, ekki bara sambærilegt, heldur nákvæmlega sama starf, lækkar um tugi prósenta í launum við það að gerast starfsmaður tónlistarskólans í stað grunnskólans. Hér er tekið dæmi þar sem um ræðir hópkennslu í tónlist, sem felur ekki í sér umsjón sem slíka, og er starfið því sambærilegt starfsheitinu grunnskólakennari í kjarasamningum Félags grunnskólakennara. Laun þessa tónlistarkennara eru í dag 16% lægri hjá tónlistarskóla en væri hann tónmenntakennari í grunnskóla. Síðasta tilboð samninganefndar sveitarfélaga fól í sér að laun þessa einstaklings væru 10% lægri innan tónlistarskólans 1. janúar 2015 en 1. maí 2015 hefði munurinn verið kominn upp í 20% að því gefnu að grunnskólakennarar samþykktu nýtt vinnumat. Til viðbótar þessum mikla launamun hefur tónlistarkennarinn 10% hærri kennsluskyldu en tónmenntakennarinn. Þá þarf tónlistarkennarinn jafnframt að skila 88 klst. vinnu á ári í tónleikahald og tónfundi með nemendum. Árlegur fjöldi tónleika getur verið allt að 11 skipti sem fara í flestum tilfellum fram utan dagvinnumarka eftir kl. 17 á daginn eða um helgar. Samkvæmt kjarasamningum grunnskólakennara þarf að greiða sérstaklega fyrir alla slíka vinnu. Sveigjanleiki í kjarasamningum tónlistarskólakennara er mikill og hefur aukist undanfarin ár. Skólastjóri tónlistarskólans getur m.a. ráðstafað að fullu vinnutíma kennara sem flokkast undir „önnur fagleg störf“. Í tilfelli tónmenntakennarans getur skólastjóri grunnskólans einungis ráðstafað 9,14 stundum á viku af tíma kennara til annarra faglegra starfa í dag.Að fá meira fyrir minnaÞað hefur verið baráttumál sveitarfélaga til fjölda ára að öðlast aukinn ráðstöfunarrétt yfir vinnutíma grunnskólakennara svipað því sem nú þegar hefur verið innleitt í kjarasamning tónlistarkennara. Breytingin hefur verið talin nauðsynleg til að auka skilvirkni og sveigjanleika í skólastarfi grunnskóla. Nýtt vinnumat grunnskólans felur í sér aukinn sveigjanleika sem er m.a. réttlæting þeirrar kauphækkunar sem grunnskólakennarar fá 1. maí 2015 samþykki þeir þetta nýja vinnumat. Ef lagt er til grundvallar ákvæði úr meginmarkmiðum sveitarfélaga fyrir gerð kjarasamninga 2014 „ að tryggja [beri] að sambærileg og jafn verðmæt störf séu launuð með sama hætti óháð kynferði, búsetu og stéttarfélags aðild“, er ljóst að sveitarfélögin fá mun meira fyrir mun minna þegar kemur að kaupum á vinnuframlagi tónlistarkennara í samanburði við grunnskólakennara. Tónlistarskólakennarar urðu viðskila í launum við félaga sína í Kennarasambandi Íslands þegar kreppan skall á þar sem þeir misstu úr eina kjarasamningslotu. Það mætti ætla að safnast hafi töluverð inneign vegna lægri launakostnaðar tónlistarkennarans frá efnahagshruni sem nýta mætti til að leiðrétta þeirra hlut nú.Sambærileg starfsheitiÍ flestum tilfellum felur starf tónlistarskólakennara í sér umsjón með nemendum sambærilega og hjá umsjónarkennurum í grunnskólum. Nám í tónlistarskóla er einstaklingsbundið og því er tónlistarkennarinn jafnframt umsjónarkennari nemenda sinna. Hann gerir einstaklingsbundnar kennsluáætlanir, aflar námsefnis, metur námsárangur, skipuleggur foreldrasamstarf, fylgir hverjum nemanda í próf, á tónleika og aðra viðburði o.fl. Algengt er að tónlistarkennari fylgi eftir nemendum í gegnum alla námsáfanga tónlistarnámsins frá fyrstu skrefum þess til loka framhaldsprófs en að því loknu tekur háskólanám við. Yfirleitt tekur þetta námsferli á bilinu 10-15 ár. Í rannsókn á vegum tónlistarháskóla í 32 Evrópulöndum (Polifonia 2007) kemur fram að tónlistarkennarinn er mikilvægasti áhrifavaldur í námi hvers nemanda auk foreldra. Góður tónlistarkennari leggur ekki bara áherslu á að þroska tónlistarhæfileika heldur einnig allan persónulegan þroska og er mikilvægur „mentor“ í lífi flestra tónlistarmanna sem ná langt í sinni list. Það er því ljóst að umsjónarhlutverk tónlistarkennara er afgerandi svo árangur náist. Í launasamanburði milli skólagerða hefur starf tónlistarskólakennara verið borið saman við starf umsjónarkennara tvö í grunnskóla. Þegar þessi starfsheiti eru borin saman hallar enn frekar á tónlistarkennarann. Launamunur tónlistarkennara og umsjónarkennara er 22% í dag. Hefðu tónlistarskólakennarar samþykkt tilboð samninganefndar sveitarfélaga yrði munurinn 16% fyrsta janúar 2015 og 27% fyrsta maí 2015 ef vinnumat í grunnskólum yrði samþykkt. Þessi launamunur er óréttlætanlegur og í hróplegu ósamræmi við megin samningsmarkmið Sambands íslenskra sveitarfélaga um að tryggja [beri] að sambærileg og jafn verðmæt störf séu launuð með sama hætti óháð kynferði, búsetu og stéttarfélagsaðild. Sá óútskýrði launamunur sem kennurum tónlistarskóla er boðið upp á grefur undan möguleikum tónlistarskóla til að sinna því mikilvæga menntunar- og menningarhlutverki sem þeir gegna í dag. Ég skora á sveitarfélögin í landinu að veita samninganefnd sinni umboð til að semja við tónlistarkennara í samræmi við eigin markmiðssetningu nú þegar. Sú óheppni tónlistarskólakennara sem leiddi til þess að þeir misstu úr eina kjarasamningslotu eftir efnahagshrunið getur ekki talist málefnaleg ástæða fyrir því að viðhalda óréttlætanlegum launamun milli kennara innan eins og hins sama stéttarfélags, þ.e. Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Tónlistarskóli Húsavíkur og Borgarhólsskóli (áður Barnaskóli Húsavíkur) eiga áratuga langa samstarfssögu um tónlistarkennslu barna og ungmenna í sveitarfélaginu. Nú er þessu samstarfi ógnað vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kjaradeilu Félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kennurum sem sinna tónlistarkennslu er gróflega mismunað í launum eingöngu á grundvelli þess í hvaða skólagerð þér starfa, eða hvaða aðildarfélagi þeir tilheyra innan Kennarasambands Íslands. Starfsmaður sem vinnur, ekki bara sambærilegt, heldur nákvæmlega sama starf, lækkar um tugi prósenta í launum við það að gerast starfsmaður tónlistarskólans í stað grunnskólans. Hér er tekið dæmi þar sem um ræðir hópkennslu í tónlist, sem felur ekki í sér umsjón sem slíka, og er starfið því sambærilegt starfsheitinu grunnskólakennari í kjarasamningum Félags grunnskólakennara. Laun þessa tónlistarkennara eru í dag 16% lægri hjá tónlistarskóla en væri hann tónmenntakennari í grunnskóla. Síðasta tilboð samninganefndar sveitarfélaga fól í sér að laun þessa einstaklings væru 10% lægri innan tónlistarskólans 1. janúar 2015 en 1. maí 2015 hefði munurinn verið kominn upp í 20% að því gefnu að grunnskólakennarar samþykktu nýtt vinnumat. Til viðbótar þessum mikla launamun hefur tónlistarkennarinn 10% hærri kennsluskyldu en tónmenntakennarinn. Þá þarf tónlistarkennarinn jafnframt að skila 88 klst. vinnu á ári í tónleikahald og tónfundi með nemendum. Árlegur fjöldi tónleika getur verið allt að 11 skipti sem fara í flestum tilfellum fram utan dagvinnumarka eftir kl. 17 á daginn eða um helgar. Samkvæmt kjarasamningum grunnskólakennara þarf að greiða sérstaklega fyrir alla slíka vinnu. Sveigjanleiki í kjarasamningum tónlistarskólakennara er mikill og hefur aukist undanfarin ár. Skólastjóri tónlistarskólans getur m.a. ráðstafað að fullu vinnutíma kennara sem flokkast undir „önnur fagleg störf“. Í tilfelli tónmenntakennarans getur skólastjóri grunnskólans einungis ráðstafað 9,14 stundum á viku af tíma kennara til annarra faglegra starfa í dag.Að fá meira fyrir minnaÞað hefur verið baráttumál sveitarfélaga til fjölda ára að öðlast aukinn ráðstöfunarrétt yfir vinnutíma grunnskólakennara svipað því sem nú þegar hefur verið innleitt í kjarasamning tónlistarkennara. Breytingin hefur verið talin nauðsynleg til að auka skilvirkni og sveigjanleika í skólastarfi grunnskóla. Nýtt vinnumat grunnskólans felur í sér aukinn sveigjanleika sem er m.a. réttlæting þeirrar kauphækkunar sem grunnskólakennarar fá 1. maí 2015 samþykki þeir þetta nýja vinnumat. Ef lagt er til grundvallar ákvæði úr meginmarkmiðum sveitarfélaga fyrir gerð kjarasamninga 2014 „ að tryggja [beri] að sambærileg og jafn verðmæt störf séu launuð með sama hætti óháð kynferði, búsetu og stéttarfélags aðild“, er ljóst að sveitarfélögin fá mun meira fyrir mun minna þegar kemur að kaupum á vinnuframlagi tónlistarkennara í samanburði við grunnskólakennara. Tónlistarskólakennarar urðu viðskila í launum við félaga sína í Kennarasambandi Íslands þegar kreppan skall á þar sem þeir misstu úr eina kjarasamningslotu. Það mætti ætla að safnast hafi töluverð inneign vegna lægri launakostnaðar tónlistarkennarans frá efnahagshruni sem nýta mætti til að leiðrétta þeirra hlut nú.Sambærileg starfsheitiÍ flestum tilfellum felur starf tónlistarskólakennara í sér umsjón með nemendum sambærilega og hjá umsjónarkennurum í grunnskólum. Nám í tónlistarskóla er einstaklingsbundið og því er tónlistarkennarinn jafnframt umsjónarkennari nemenda sinna. Hann gerir einstaklingsbundnar kennsluáætlanir, aflar námsefnis, metur námsárangur, skipuleggur foreldrasamstarf, fylgir hverjum nemanda í próf, á tónleika og aðra viðburði o.fl. Algengt er að tónlistarkennari fylgi eftir nemendum í gegnum alla námsáfanga tónlistarnámsins frá fyrstu skrefum þess til loka framhaldsprófs en að því loknu tekur háskólanám við. Yfirleitt tekur þetta námsferli á bilinu 10-15 ár. Í rannsókn á vegum tónlistarháskóla í 32 Evrópulöndum (Polifonia 2007) kemur fram að tónlistarkennarinn er mikilvægasti áhrifavaldur í námi hvers nemanda auk foreldra. Góður tónlistarkennari leggur ekki bara áherslu á að þroska tónlistarhæfileika heldur einnig allan persónulegan þroska og er mikilvægur „mentor“ í lífi flestra tónlistarmanna sem ná langt í sinni list. Það er því ljóst að umsjónarhlutverk tónlistarkennara er afgerandi svo árangur náist. Í launasamanburði milli skólagerða hefur starf tónlistarskólakennara verið borið saman við starf umsjónarkennara tvö í grunnskóla. Þegar þessi starfsheiti eru borin saman hallar enn frekar á tónlistarkennarann. Launamunur tónlistarkennara og umsjónarkennara er 22% í dag. Hefðu tónlistarskólakennarar samþykkt tilboð samninganefndar sveitarfélaga yrði munurinn 16% fyrsta janúar 2015 og 27% fyrsta maí 2015 ef vinnumat í grunnskólum yrði samþykkt. Þessi launamunur er óréttlætanlegur og í hróplegu ósamræmi við megin samningsmarkmið Sambands íslenskra sveitarfélaga um að tryggja [beri] að sambærileg og jafn verðmæt störf séu launuð með sama hætti óháð kynferði, búsetu og stéttarfélagsaðild. Sá óútskýrði launamunur sem kennurum tónlistarskóla er boðið upp á grefur undan möguleikum tónlistarskóla til að sinna því mikilvæga menntunar- og menningarhlutverki sem þeir gegna í dag. Ég skora á sveitarfélögin í landinu að veita samninganefnd sinni umboð til að semja við tónlistarkennara í samræmi við eigin markmiðssetningu nú þegar. Sú óheppni tónlistarskólakennara sem leiddi til þess að þeir misstu úr eina kjarasamningslotu eftir efnahagshrunið getur ekki talist málefnaleg ástæða fyrir því að viðhalda óréttlætanlegum launamun milli kennara innan eins og hins sama stéttarfélags, þ.e. Kennarasambands Íslands.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar