Viðskipti innlent

Markaðurinn í dag: Kallað á fastgengi og lægri vexti

Nýjasta tölublað Markaðarins kom út í dag.
Nýjasta tölublað Markaðarins kom út í dag.
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins býst við frekari lækkun stýrivaxta. Forseti ASÍ segir lækkunina í síðustu viku ekki skipta sköpum. Hann telur óraunhæft að höftin verði afnumin á næstu árum og því sé rétt að taka upp fastgengisstefnu og lækka vextina umtalsvert. Lesið meira um málið í nýjasta tölublaði Markaðarins sem kom út í morgun. 

Þar er ennig fjallað um ákvörðun eigenda tískuvörumerkisins og verslunarinnar Jör sem um að fara í hlutafjáraukningu sem á að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins við Laugaveg. Hlutaféð er aukið með hópfjármögnun (e. crowdfunding) þar sem viðskiptavinum Jör er boðið að fjárfesta og fá í staðinn inneign í versluninni og lítinn hlut í fyrirtækinu.

Samstöðu þarf um leiðir út úr efnahags- og trúverðugleikavanda þjóðarinnar. Afnám hafta er það viðfangsefni hagstjórnarinnar sem líklegast er til að halda fyrir þeim vöku sem áhyggjur hafa af framhaldinu. Þetta er á meðal þess sem hagfræðingar ræddu á fundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku.

Einnig má í blaðinu finna pistla Stjórnarmannsins og Skjóðunnar, Svipmynd af framkvæmdastjóra Tulipop, samantekt úr heimsókn Þórs Sigfússonar, framkvæmdastjóra Íslenska Sjávarklasans í Klinkið, fréttir af hlutafjáraukningu Eik fasteignafélags og fleira. 


Tengdar fréttir

Auka hlutafé Jör með hópfjármögnun

Hlutafé Jör hefur verið aukið með hópfjármögnun sem á að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Fjárfestar fá inneign í versluninni og lítinn hlut í Jör. Stækkaði miklu hraðar en áætlað var.

Nálægðin getur verið erfið

Vikublaðið Bæjarins besta á Ísafirði verður þrjátíu ára á föstudaginn næstkomandi. Frá upphafi hefur ekki fallið út vika í útgáfu.

Samstíga skref þarf úr vandanum

Samstöðu þarf um leiðir út úr efnahags- og trúverðugleikavanda þjóðarinnar. Afnám hafta er það viðfangsefni hagstjórnarinnar sem líklegast er til að halda fyrir þeim vöku sem áhyggjur hafa af framhaldinu. Hagfræðingar ræddu á fundi Viðskiptaráðs Íslands f






Fleiri fréttir

Sjá meira


×