Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni.
Magnús lamdi þá Brynjar niður er hann keyrði upp að körfunni. Á þeim tímapunkti var KR að valta yfir Grindavík.
Þetta er í annað sinn á árinu sem Magnús lumbrar á Brynjari en þegar það gerðist í febrúar síðastliðnum fékk hann eins leiks bann.
Grindvíkingarnir Jóhann Árni Ólafsson og Ólafur Ólafsson fengu svo báðir áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar og Grindavíkur.
Hér að ofan má sjá brot Magnúsar og hér má sjá er Magnús sló í Brynjar í andlitið fyrr á árinu.
Magnús fékk tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot | Myndband
Tengdar fréttir

Í annað sinn á árinu sem Magnús lemur Brynjar | Myndband
Magnúsi Þór Gunnarssyni Grindvíkingi virðist vera eitthvað illa við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson.

Sjáðu fólskulega árás Magnúsar Þórs
Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson á yfir höfði sér leikbann eftir fólskulega árás á KR-inginn Brynjar Þór Björnsson í gær.