Körfubolti

Magnús fékk tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot | Myndband

Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir fólskulegt brot á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni.

Magnús lamdi þá Brynjar niður er hann keyrði upp að körfunni. Á þeim tímapunkti var KR að valta yfir Grindavík.

Þetta er í annað sinn á árinu sem Magnús lumbrar á Brynjari en þegar það gerðist í febrúar síðastliðnum fékk hann eins leiks bann.

Grindvíkingarnir Jóhann Árni Ólafsson og Ólafur Ólafsson fengu svo báðir áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar og Grindavíkur.

Hér að ofan má sjá brot Magnúsar og hér má sjá er Magnús sló í Brynjar í andlitið fyrr á árinu.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.