Sigurjón Árnason: „Alröng niðurstaða“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 14:01 vísir/gva „Í mínum huga er þetta alröng niðurstaða og mér finnst eins og það sé verið að dæma fyrir eitthvað sem ekki var ákært fyrir,“ segir Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. Sigurjón var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna. Þá voru tveir undirmenn hans, Ívar Guðjónsson og Júlíus Steinar Heiðarsson, dæmdir í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna.Sakfelldir fyrir 5 viðskiptadaga af 228 Fjórmenningunum var gefið að sök að hafa handstýrt verði hlutabréfa í aðdraganda hrunsins á tímabilinu 1.nóvember 2007 til 3.október 2008. Samtals 228 daga. Sigurjón, Ívar og Júlíus voru í morgun sakfelldir fyrir tímabilið 29.september til 3.október 2008. Samtals fimm daga. „Það að það sé búið að velja einhverja örfáa daga rétt síðustu dagana fyrir hrun finnst mér ekki vera í samræmi við það sem ákært var fyrir. Ef maður hefði vitað það þá hefði maður átt að verjast því, því þá hefði maður auðvitað gert það. Ákæran var einfaldlega of óljós til að hægt hafi verið að verjast henni. En annars breytir það því ekki að í mínum huga voru öll þessi viðskipti 100 prósent eðlileg og ekkert rangt við þau á nokkurn hátt,“ segir Sigurjón. Í niðurstöðu dómsins segir að starfa þeirra vegna hafi þeir borið ríkar skyldur gagnvart aðilum markaðarins, einstaklingum sem lögaðilum, sem áttu að geta treyst því að verð og eftirspurn hlutabréfa í Landsbankanum lyti eðlilegum markaðslögmálum. Brot þeirra hafi verið stórfellt og varið dögum saman ásamt því að varða fjárhagsmuni fjölmargra fjárfesta.Saksóknari segir niðurstöðuna koma á óvart Málið sem um ræðir er eitt það stærsta sem sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins. Málinu var skipt upp í þrjá hluta vegna umfangs þess og hefur Sigurjón verið sýknaður í tvígang. Þeim málum hefur ríkissaksóknari áfrýjað til Hæstaréttar. Björn Þorvaldsson saksóknari sagði niðurstöðuna hafa komið á óvart. „Þetta er vægari refsing en við áttum von á. Það virðist hafa verið dæmt fyrir styttra tímabil heldur en ákært var fyrir. En við þurfum að fara yfir þetta og meta það svo í framhaldinu,“ sagði Björn.Uppfært klukkan 16:17Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns, staðfestir í samtali við fréttastofu að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Tengdar fréttir „Átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp“ Sigurjón Árnason neitaði að hafa þekkt eitthvað til viðskipta með eigin bréf Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 15:31 Sigurjón íhugar að fara í skaðabótamál við íslenska ríkið Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar, segir ekki útilokað að umbjóðandi sinn fari í skaðabótamál við íslenska ríkið þegar öllum málaferlum á hendur honum lýkur. 20. október 2014 11:35 „Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24 Með hæstu málsvarnarlaunum sem hafa verið dæmd Ríkissjóður þarf að greiða rúmlega 24 milljónir króna í málsvarnarlaun tveggja verjenda samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þar sem Sigurjón Þ. Árnason og Eín Sigfúsdóttir voru sýknuð af ákæru um umboðssvik. 20. október 2014 18:30 Sigurjón dæmdur í tólf mánaða fangelsi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar af eru níu mánuðir skilorðsbundnir, 19. nóvember 2014 10:00 Sigurjón og Elín sýknuð af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínu Sigfúsdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, af ákæru sérstaks saksóknara um umboðssvik. 20. október 2014 09:00 Ósáttur við að vera kallaður til sem vitni Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, baðst undan því að bera vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í markaðsmisknotkunarmáli bankans. 10. október 2014 11:36 Mál Sigurjóns og Elínar fyrir Hæstarétt Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 20. október yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni og Elínu Sigfúsdóttur. 17. nóvember 2014 10:56 Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52 Þvertók fyrir að hafa haft áhrif á hlutabréfaverð Björgólfur Thor Björgólfsson, stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, kvaðst fyrir Héraðsdómi í dag hafa rætt hvernig ætti að bregðast við óveðri en ekki hvernig ætti að hafa áhrif á veðrið. 10. október 2014 13:00 Segist berjast við ofurafl með fulla vasa af peningum Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Sérstaks saksóknara gegn fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans lauk í dag. 16. október 2014 22:10 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
„Í mínum huga er þetta alröng niðurstaða og mér finnst eins og það sé verið að dæma fyrir eitthvað sem ekki var ákært fyrir,“ segir Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. Sigurjón var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna. Þá voru tveir undirmenn hans, Ívar Guðjónsson og Júlíus Steinar Heiðarsson, dæmdir í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna.Sakfelldir fyrir 5 viðskiptadaga af 228 Fjórmenningunum var gefið að sök að hafa handstýrt verði hlutabréfa í aðdraganda hrunsins á tímabilinu 1.nóvember 2007 til 3.október 2008. Samtals 228 daga. Sigurjón, Ívar og Júlíus voru í morgun sakfelldir fyrir tímabilið 29.september til 3.október 2008. Samtals fimm daga. „Það að það sé búið að velja einhverja örfáa daga rétt síðustu dagana fyrir hrun finnst mér ekki vera í samræmi við það sem ákært var fyrir. Ef maður hefði vitað það þá hefði maður átt að verjast því, því þá hefði maður auðvitað gert það. Ákæran var einfaldlega of óljós til að hægt hafi verið að verjast henni. En annars breytir það því ekki að í mínum huga voru öll þessi viðskipti 100 prósent eðlileg og ekkert rangt við þau á nokkurn hátt,“ segir Sigurjón. Í niðurstöðu dómsins segir að starfa þeirra vegna hafi þeir borið ríkar skyldur gagnvart aðilum markaðarins, einstaklingum sem lögaðilum, sem áttu að geta treyst því að verð og eftirspurn hlutabréfa í Landsbankanum lyti eðlilegum markaðslögmálum. Brot þeirra hafi verið stórfellt og varið dögum saman ásamt því að varða fjárhagsmuni fjölmargra fjárfesta.Saksóknari segir niðurstöðuna koma á óvart Málið sem um ræðir er eitt það stærsta sem sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins. Málinu var skipt upp í þrjá hluta vegna umfangs þess og hefur Sigurjón verið sýknaður í tvígang. Þeim málum hefur ríkissaksóknari áfrýjað til Hæstaréttar. Björn Þorvaldsson saksóknari sagði niðurstöðuna hafa komið á óvart. „Þetta er vægari refsing en við áttum von á. Það virðist hafa verið dæmt fyrir styttra tímabil heldur en ákært var fyrir. En við þurfum að fara yfir þetta og meta það svo í framhaldinu,“ sagði Björn.Uppfært klukkan 16:17Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns, staðfestir í samtali við fréttastofu að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar.
Tengdar fréttir „Átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp“ Sigurjón Árnason neitaði að hafa þekkt eitthvað til viðskipta með eigin bréf Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 15:31 Sigurjón íhugar að fara í skaðabótamál við íslenska ríkið Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar, segir ekki útilokað að umbjóðandi sinn fari í skaðabótamál við íslenska ríkið þegar öllum málaferlum á hendur honum lýkur. 20. október 2014 11:35 „Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24 Með hæstu málsvarnarlaunum sem hafa verið dæmd Ríkissjóður þarf að greiða rúmlega 24 milljónir króna í málsvarnarlaun tveggja verjenda samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þar sem Sigurjón Þ. Árnason og Eín Sigfúsdóttir voru sýknuð af ákæru um umboðssvik. 20. október 2014 18:30 Sigurjón dæmdur í tólf mánaða fangelsi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar af eru níu mánuðir skilorðsbundnir, 19. nóvember 2014 10:00 Sigurjón og Elín sýknuð af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínu Sigfúsdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, af ákæru sérstaks saksóknara um umboðssvik. 20. október 2014 09:00 Ósáttur við að vera kallaður til sem vitni Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, baðst undan því að bera vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í markaðsmisknotkunarmáli bankans. 10. október 2014 11:36 Mál Sigurjóns og Elínar fyrir Hæstarétt Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 20. október yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni og Elínu Sigfúsdóttur. 17. nóvember 2014 10:56 Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52 Þvertók fyrir að hafa haft áhrif á hlutabréfaverð Björgólfur Thor Björgólfsson, stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, kvaðst fyrir Héraðsdómi í dag hafa rætt hvernig ætti að bregðast við óveðri en ekki hvernig ætti að hafa áhrif á veðrið. 10. október 2014 13:00 Segist berjast við ofurafl með fulla vasa af peningum Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Sérstaks saksóknara gegn fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans lauk í dag. 16. október 2014 22:10 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
„Átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp“ Sigurjón Árnason neitaði að hafa þekkt eitthvað til viðskipta með eigin bréf Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 15:31
Sigurjón íhugar að fara í skaðabótamál við íslenska ríkið Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar, segir ekki útilokað að umbjóðandi sinn fari í skaðabótamál við íslenska ríkið þegar öllum málaferlum á hendur honum lýkur. 20. október 2014 11:35
„Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24
Með hæstu málsvarnarlaunum sem hafa verið dæmd Ríkissjóður þarf að greiða rúmlega 24 milljónir króna í málsvarnarlaun tveggja verjenda samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli þar sem Sigurjón Þ. Árnason og Eín Sigfúsdóttir voru sýknuð af ákæru um umboðssvik. 20. október 2014 18:30
Sigurjón dæmdur í tólf mánaða fangelsi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar af eru níu mánuðir skilorðsbundnir, 19. nóvember 2014 10:00
Sigurjón og Elín sýknuð af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínu Sigfúsdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, af ákæru sérstaks saksóknara um umboðssvik. 20. október 2014 09:00
Ósáttur við að vera kallaður til sem vitni Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, baðst undan því að bera vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í markaðsmisknotkunarmáli bankans. 10. október 2014 11:36
Mál Sigurjóns og Elínar fyrir Hæstarétt Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 20. október yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni og Elínu Sigfúsdóttur. 17. nóvember 2014 10:56
Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52
Þvertók fyrir að hafa haft áhrif á hlutabréfaverð Björgólfur Thor Björgólfsson, stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, kvaðst fyrir Héraðsdómi í dag hafa rætt hvernig ætti að bregðast við óveðri en ekki hvernig ætti að hafa áhrif á veðrið. 10. október 2014 13:00
Segist berjast við ofurafl með fulla vasa af peningum Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Sérstaks saksóknara gegn fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans lauk í dag. 16. október 2014 22:10
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun