Ósáttur við að vera kallaður til sem vitni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. október 2014 11:36 Steinþór Gunnarsson. Vísir/Vilhelm Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans halda áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri, og þrír undirmenn hans eru ákærðir af Sérstökum saksóknara fyrir að hafa handstýrt verði á hlutabréfum í bankanum í aðdraganda hrunsins. Tæknilegir örðugleikar voru í upphafi þar sem ekki náðist að hringa í fyrsta vitni dagsins, Svöfu Grönfeldt, sem er stödd í Suður-Kóreu. Dagskráin riðlaðist því strax í upphafi og var Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, kallaður inn í staðinn sem fyrsta vitni dagsins. Steinþór hlaut 9 mánaða dóm, þar af 6 skilorðsbundna, í Imon-málinu fyrr á þessu ári. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og var Steinþór ósáttur við að vera kallaður til sem vitni. „Nú er ég í þeirri fáheyrðu stöðu að vera saklaus dæmdur í máli sem var klofið frá þessu máli. Skil ég rétt að það sé verið að rétta aftur í því máli? Mér skildist á fjölmiðlum í gær að það væri verið að spyrja um það mál. Ég get auðvitað ekki tjáð mig um mál sem er búið að áfrýja til Hæstaréttar og er enn fyrir dómstólum. Er það ekki ólöglegt?“ sagði Steinþór áður en nokkrar spurningar höfðu verið bornar fram. „Þá er þessu bara lokið,“ svaraði dómsformaður, Ragnheiður Harðardóttir, og fór Steinþór úr dómsal án þess að bera vitni. Var því dagskráin allt í einu komin á undan áætlun og var mikil gleði með það í dómsal. Svo náðist í Svöfu Grönfeldt og var hún spurð út í starf bankaráðs sem hún sat í á árunum 2007-2008. Greindi hún almennt frá störfum ráðsins auk þess sem hún var spurð út í hvort að ráðið hafi eitthvað sérstaklega rætt einstaka þætti í starfsemi eigin fjárfestinga bankans vegna kaupa á bréfum í bankanum sjálfum. Sagði hún svo ekki hafa verið; bankaráð hafi rætt stöðu bankans í heild en ekki einstaka viðskipti og farið yfir mánaðarlegt uppgjör og ársfjórðungsuppgjör bankans. Undir þetta tók Kjartan Gunnarsson sem einnig átti sæti í bankaráði á ákærutímabilinu og bar vitni í morgun. Bæði Kjartan og Svafa báru að einstaka lánveitingar hefðu ekki verið ræddar innan bankaráðs nema þá lán sem voru til tengdra aðila. Tengdar fréttir „Átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp“ Sigurjón Árnason neitaði að hafa þekkt eitthvað til viðskipta með eigin bréf Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 15:31 „Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24 Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37 „Fyrsta mál þessarar tegundar sem rekið er fyrir dómi“ Ákæruvaldið heldur því fram að viðskipti fjögurra fyrrverandi starfsmanna Landsbankans með eigin bréf bankans fyrir hrun hafi gefið röng og misvísandi skilaboð með það fyrir augum að halda hlutabréfaverði í Landsbankanum uppi og borið einkenni blekkinga og sýndarmennsku. Sérstakur saksóknari telur málið mikilvægt fordæmi varðandi markaðsmisnotkun. 1. október 2014 19:55 Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans halda áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri, og þrír undirmenn hans eru ákærðir af Sérstökum saksóknara fyrir að hafa handstýrt verði á hlutabréfum í bankanum í aðdraganda hrunsins. Tæknilegir örðugleikar voru í upphafi þar sem ekki náðist að hringa í fyrsta vitni dagsins, Svöfu Grönfeldt, sem er stödd í Suður-Kóreu. Dagskráin riðlaðist því strax í upphafi og var Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, kallaður inn í staðinn sem fyrsta vitni dagsins. Steinþór hlaut 9 mánaða dóm, þar af 6 skilorðsbundna, í Imon-málinu fyrr á þessu ári. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og var Steinþór ósáttur við að vera kallaður til sem vitni. „Nú er ég í þeirri fáheyrðu stöðu að vera saklaus dæmdur í máli sem var klofið frá þessu máli. Skil ég rétt að það sé verið að rétta aftur í því máli? Mér skildist á fjölmiðlum í gær að það væri verið að spyrja um það mál. Ég get auðvitað ekki tjáð mig um mál sem er búið að áfrýja til Hæstaréttar og er enn fyrir dómstólum. Er það ekki ólöglegt?“ sagði Steinþór áður en nokkrar spurningar höfðu verið bornar fram. „Þá er þessu bara lokið,“ svaraði dómsformaður, Ragnheiður Harðardóttir, og fór Steinþór úr dómsal án þess að bera vitni. Var því dagskráin allt í einu komin á undan áætlun og var mikil gleði með það í dómsal. Svo náðist í Svöfu Grönfeldt og var hún spurð út í starf bankaráðs sem hún sat í á árunum 2007-2008. Greindi hún almennt frá störfum ráðsins auk þess sem hún var spurð út í hvort að ráðið hafi eitthvað sérstaklega rætt einstaka þætti í starfsemi eigin fjárfestinga bankans vegna kaupa á bréfum í bankanum sjálfum. Sagði hún svo ekki hafa verið; bankaráð hafi rætt stöðu bankans í heild en ekki einstaka viðskipti og farið yfir mánaðarlegt uppgjör og ársfjórðungsuppgjör bankans. Undir þetta tók Kjartan Gunnarsson sem einnig átti sæti í bankaráði á ákærutímabilinu og bar vitni í morgun. Bæði Kjartan og Svafa báru að einstaka lánveitingar hefðu ekki verið ræddar innan bankaráðs nema þá lán sem voru til tengdra aðila.
Tengdar fréttir „Átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp“ Sigurjón Árnason neitaði að hafa þekkt eitthvað til viðskipta með eigin bréf Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 15:31 „Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24 Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37 „Fyrsta mál þessarar tegundar sem rekið er fyrir dómi“ Ákæruvaldið heldur því fram að viðskipti fjögurra fyrrverandi starfsmanna Landsbankans með eigin bréf bankans fyrir hrun hafi gefið röng og misvísandi skilaboð með það fyrir augum að halda hlutabréfaverði í Landsbankanum uppi og borið einkenni blekkinga og sýndarmennsku. Sérstakur saksóknari telur málið mikilvægt fordæmi varðandi markaðsmisnotkun. 1. október 2014 19:55 Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
„Átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp“ Sigurjón Árnason neitaði að hafa þekkt eitthvað til viðskipta með eigin bréf Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 15:31
„Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24
Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37
„Fyrsta mál þessarar tegundar sem rekið er fyrir dómi“ Ákæruvaldið heldur því fram að viðskipti fjögurra fyrrverandi starfsmanna Landsbankans með eigin bréf bankans fyrir hrun hafi gefið röng og misvísandi skilaboð með það fyrir augum að halda hlutabréfaverði í Landsbankanum uppi og borið einkenni blekkinga og sýndarmennsku. Sérstakur saksóknari telur málið mikilvægt fordæmi varðandi markaðsmisnotkun. 1. október 2014 19:55
Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52