„Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2014 12:24 Sigurjón Árnason í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Sjötti dagur aðalmeðferðar í máli Sérstaks saksóknara gegn stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans vegna meintrar markaðsmisnotkunar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, Ívar Guðjónsson fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga Landsbankans og verðbréfamiðlarnir Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindri Sveinsson eru ákærðir fyrir að hafa handstýrt verði á hlutabréfum í bankanum í aðdraganda hrunsins. Með því hafi þeir blekkt almenning og gefið röng og misvísandi skilaboð um verð hlutabréfanna. Skýrslutaka yfir Sigurjóni hefur farið fram í morgun og mun halda áfram eftir hádegi. Hann heldur því fram að viðskipti bankans með eigin hlutabréf hafi verið eðlileg og segir að verðbréfamiðlarar hafi ekki gert neitt rangt í vinnu sinni heldur þvert á móti staðið sig mjög vel. Dagurinn byrjaði á 90 mínútna langri ræðu Sigurjóns þar sem hann fór meðal annars yfir regluverk bankans varðandi verðbréfasvið og hvernig ákvarðanir voru teknar. Þá tók hann sér tíma í að gagnrýna embætti Sérstaks saksóknara og sagði að rannsókn málsins hefði alls ekki verið hlutlaus. „Ég held að það hafi aldrei verið reitt jafnhátt til höggs til að sanna að eitthvað sé glæpur,“ sagði Sigurjón.Myndi kaupa allt í Kauphöllinni nema Össur Hann bætti svo við að yfirmaður saksóknara í málinu og aðstoðarmanna hans, Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, færi grátandi í fjölmiðla til að kvarta undan niðurskurði og að embættið gæti ekki klárað rannsóknir sínar. Dómari minnti Sigurjón þá á að halda sig við sakarefnið. Sigurjón var formaður fjármálanefndar sem var yfir verðbréfasviði bankans. Sú nefnd hittist einu sinni í viku á fundum en að sögn Sigurjóns voru ekki teknar neinar ákvarðanir á nefndarfundum varðandi viðskipti með hlutabréfum bankans eða í öðrum fyrirtækjum. Fundirnir hafi fyrst og fremst snúist um upplýsingagjöf þar sem millistjórnendur hinna ýmsu sviða greindu bankastjórunum, Sigurjóni og Halldóri, frá stöðu mála. Sigurjón heldur því fram að þær aðferðir sem unnið hafi verið eftir varðandi viðskipti bankans í eigin bréfum hafi verið til staðar áður en hann kom þangað til starfa árið 2003. Aldrei hafi neinn gert athugasemdir við viðskiptin fyrr en nú og sé málið allt með ólíkindum. Sérstakur saksóknari hafi snúið öllu á hvolf í málatilbúnaði sínum. Það sé fráleitt að halda því fram að verði Landsbankans hafi verið handstýrt og haldið uppi á ákærutímabilinu, frá 1. nóvember 2007 til 3. október 2008, þar sem verðmæti bankans hafi á því tímabili lækkað um 268 milljarða. „Vitið þið hvað þetta er mikill peningur, 268 milljarðar? Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina, kaupa bara allt, nema kannski Össur,“ sagði Sigurjón. Tengdar fréttir Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Sjötti dagur aðalmeðferðar í máli Sérstaks saksóknara gegn stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans vegna meintrar markaðsmisnotkunar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, Ívar Guðjónsson fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga Landsbankans og verðbréfamiðlarnir Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindri Sveinsson eru ákærðir fyrir að hafa handstýrt verði á hlutabréfum í bankanum í aðdraganda hrunsins. Með því hafi þeir blekkt almenning og gefið röng og misvísandi skilaboð um verð hlutabréfanna. Skýrslutaka yfir Sigurjóni hefur farið fram í morgun og mun halda áfram eftir hádegi. Hann heldur því fram að viðskipti bankans með eigin hlutabréf hafi verið eðlileg og segir að verðbréfamiðlarar hafi ekki gert neitt rangt í vinnu sinni heldur þvert á móti staðið sig mjög vel. Dagurinn byrjaði á 90 mínútna langri ræðu Sigurjóns þar sem hann fór meðal annars yfir regluverk bankans varðandi verðbréfasvið og hvernig ákvarðanir voru teknar. Þá tók hann sér tíma í að gagnrýna embætti Sérstaks saksóknara og sagði að rannsókn málsins hefði alls ekki verið hlutlaus. „Ég held að það hafi aldrei verið reitt jafnhátt til höggs til að sanna að eitthvað sé glæpur,“ sagði Sigurjón.Myndi kaupa allt í Kauphöllinni nema Össur Hann bætti svo við að yfirmaður saksóknara í málinu og aðstoðarmanna hans, Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, færi grátandi í fjölmiðla til að kvarta undan niðurskurði og að embættið gæti ekki klárað rannsóknir sínar. Dómari minnti Sigurjón þá á að halda sig við sakarefnið. Sigurjón var formaður fjármálanefndar sem var yfir verðbréfasviði bankans. Sú nefnd hittist einu sinni í viku á fundum en að sögn Sigurjóns voru ekki teknar neinar ákvarðanir á nefndarfundum varðandi viðskipti með hlutabréfum bankans eða í öðrum fyrirtækjum. Fundirnir hafi fyrst og fremst snúist um upplýsingagjöf þar sem millistjórnendur hinna ýmsu sviða greindu bankastjórunum, Sigurjóni og Halldóri, frá stöðu mála. Sigurjón heldur því fram að þær aðferðir sem unnið hafi verið eftir varðandi viðskipti bankans í eigin bréfum hafi verið til staðar áður en hann kom þangað til starfa árið 2003. Aldrei hafi neinn gert athugasemdir við viðskiptin fyrr en nú og sé málið allt með ólíkindum. Sérstakur saksóknari hafi snúið öllu á hvolf í málatilbúnaði sínum. Það sé fráleitt að halda því fram að verði Landsbankans hafi verið handstýrt og haldið uppi á ákærutímabilinu, frá 1. nóvember 2007 til 3. október 2008, þar sem verðmæti bankans hafi á því tímabili lækkað um 268 milljarða. „Vitið þið hvað þetta er mikill peningur, 268 milljarðar? Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina, kaupa bara allt, nema kannski Össur,“ sagði Sigurjón.
Tengdar fréttir Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37