„Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2014 12:24 Sigurjón Árnason í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Sjötti dagur aðalmeðferðar í máli Sérstaks saksóknara gegn stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans vegna meintrar markaðsmisnotkunar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, Ívar Guðjónsson fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga Landsbankans og verðbréfamiðlarnir Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindri Sveinsson eru ákærðir fyrir að hafa handstýrt verði á hlutabréfum í bankanum í aðdraganda hrunsins. Með því hafi þeir blekkt almenning og gefið röng og misvísandi skilaboð um verð hlutabréfanna. Skýrslutaka yfir Sigurjóni hefur farið fram í morgun og mun halda áfram eftir hádegi. Hann heldur því fram að viðskipti bankans með eigin hlutabréf hafi verið eðlileg og segir að verðbréfamiðlarar hafi ekki gert neitt rangt í vinnu sinni heldur þvert á móti staðið sig mjög vel. Dagurinn byrjaði á 90 mínútna langri ræðu Sigurjóns þar sem hann fór meðal annars yfir regluverk bankans varðandi verðbréfasvið og hvernig ákvarðanir voru teknar. Þá tók hann sér tíma í að gagnrýna embætti Sérstaks saksóknara og sagði að rannsókn málsins hefði alls ekki verið hlutlaus. „Ég held að það hafi aldrei verið reitt jafnhátt til höggs til að sanna að eitthvað sé glæpur,“ sagði Sigurjón.Myndi kaupa allt í Kauphöllinni nema Össur Hann bætti svo við að yfirmaður saksóknara í málinu og aðstoðarmanna hans, Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, færi grátandi í fjölmiðla til að kvarta undan niðurskurði og að embættið gæti ekki klárað rannsóknir sínar. Dómari minnti Sigurjón þá á að halda sig við sakarefnið. Sigurjón var formaður fjármálanefndar sem var yfir verðbréfasviði bankans. Sú nefnd hittist einu sinni í viku á fundum en að sögn Sigurjóns voru ekki teknar neinar ákvarðanir á nefndarfundum varðandi viðskipti með hlutabréfum bankans eða í öðrum fyrirtækjum. Fundirnir hafi fyrst og fremst snúist um upplýsingagjöf þar sem millistjórnendur hinna ýmsu sviða greindu bankastjórunum, Sigurjóni og Halldóri, frá stöðu mála. Sigurjón heldur því fram að þær aðferðir sem unnið hafi verið eftir varðandi viðskipti bankans í eigin bréfum hafi verið til staðar áður en hann kom þangað til starfa árið 2003. Aldrei hafi neinn gert athugasemdir við viðskiptin fyrr en nú og sé málið allt með ólíkindum. Sérstakur saksóknari hafi snúið öllu á hvolf í málatilbúnaði sínum. Það sé fráleitt að halda því fram að verði Landsbankans hafi verið handstýrt og haldið uppi á ákærutímabilinu, frá 1. nóvember 2007 til 3. október 2008, þar sem verðmæti bankans hafi á því tímabili lækkað um 268 milljarða. „Vitið þið hvað þetta er mikill peningur, 268 milljarðar? Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina, kaupa bara allt, nema kannski Össur,“ sagði Sigurjón. Tengdar fréttir Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Sjötti dagur aðalmeðferðar í máli Sérstaks saksóknara gegn stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans vegna meintrar markaðsmisnotkunar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, Ívar Guðjónsson fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga Landsbankans og verðbréfamiðlarnir Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindri Sveinsson eru ákærðir fyrir að hafa handstýrt verði á hlutabréfum í bankanum í aðdraganda hrunsins. Með því hafi þeir blekkt almenning og gefið röng og misvísandi skilaboð um verð hlutabréfanna. Skýrslutaka yfir Sigurjóni hefur farið fram í morgun og mun halda áfram eftir hádegi. Hann heldur því fram að viðskipti bankans með eigin hlutabréf hafi verið eðlileg og segir að verðbréfamiðlarar hafi ekki gert neitt rangt í vinnu sinni heldur þvert á móti staðið sig mjög vel. Dagurinn byrjaði á 90 mínútna langri ræðu Sigurjóns þar sem hann fór meðal annars yfir regluverk bankans varðandi verðbréfasvið og hvernig ákvarðanir voru teknar. Þá tók hann sér tíma í að gagnrýna embætti Sérstaks saksóknara og sagði að rannsókn málsins hefði alls ekki verið hlutlaus. „Ég held að það hafi aldrei verið reitt jafnhátt til höggs til að sanna að eitthvað sé glæpur,“ sagði Sigurjón.Myndi kaupa allt í Kauphöllinni nema Össur Hann bætti svo við að yfirmaður saksóknara í málinu og aðstoðarmanna hans, Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, færi grátandi í fjölmiðla til að kvarta undan niðurskurði og að embættið gæti ekki klárað rannsóknir sínar. Dómari minnti Sigurjón þá á að halda sig við sakarefnið. Sigurjón var formaður fjármálanefndar sem var yfir verðbréfasviði bankans. Sú nefnd hittist einu sinni í viku á fundum en að sögn Sigurjóns voru ekki teknar neinar ákvarðanir á nefndarfundum varðandi viðskipti með hlutabréfum bankans eða í öðrum fyrirtækjum. Fundirnir hafi fyrst og fremst snúist um upplýsingagjöf þar sem millistjórnendur hinna ýmsu sviða greindu bankastjórunum, Sigurjóni og Halldóri, frá stöðu mála. Sigurjón heldur því fram að þær aðferðir sem unnið hafi verið eftir varðandi viðskipti bankans í eigin bréfum hafi verið til staðar áður en hann kom þangað til starfa árið 2003. Aldrei hafi neinn gert athugasemdir við viðskiptin fyrr en nú og sé málið allt með ólíkindum. Sérstakur saksóknari hafi snúið öllu á hvolf í málatilbúnaði sínum. Það sé fráleitt að halda því fram að verði Landsbankans hafi verið handstýrt og haldið uppi á ákærutímabilinu, frá 1. nóvember 2007 til 3. október 2008, þar sem verðmæti bankans hafi á því tímabili lækkað um 268 milljarða. „Vitið þið hvað þetta er mikill peningur, 268 milljarðar? Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina, kaupa bara allt, nema kannski Össur,“ sagði Sigurjón.
Tengdar fréttir Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37