Viðskipti innlent

Grape seldist upp

Samúel Karl Ólason skrifar
Skömmu fyrir helgina birtust fréttir um það í fjölmiðlum að Ölgerðin væri að íhuga að hætta framleiðslu á Egils Grape eftir tæplega 60 ára samfelda veru á markaði.
Skömmu fyrir helgina birtust fréttir um það í fjölmiðlum að Ölgerðin væri að íhuga að hætta framleiðslu á Egils Grape eftir tæplega 60 ára samfelda veru á markaði. Vísir/Valgarður
Egils Grape seldist upp í fyrsta skipti í langan tíma eftir að í ljós kom að Ölgerðin Egill Skallagrímsson væri að íhuga að hætta framleiðslu Grape. Þegar pantanir bárust í hús eftir síðustu helgi kom fljótt í ljós að salan hefði verið með allra besta móti.

„Já, þetta var frekar óvenjulegt ástand,“ segir Sigurður Valur Sigurðsson vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni í tilkynningu.

Skömmu fyrir helgina birtust fréttir um það í fjölmiðlum að Ölgerðin væri að íhuga að hætta framleiðslu á Egils Grape eftir tæplega 60 ára samfelda veru á markaði.

„Það er greinilegt að einhverjir hafa fengið sér Gin og Grape um helgina“ Segir Sigurður og bætir við að viðbrögðin við fréttum af hugsanlegu brotthvarfi Egils Grape af markaði hafi verið ótrúleg. Fréttunum var deilt vel á annað þúsund sinnum á samfélagsmiðlum auk þess sem fyrirtækinu bárust fjöldi tölvupósta frá fólki sem hvatti fyrirtækið til að hverfa frá þessum áætlunum.

„Við gátum brugðist við þessu með því að bæta við auka framleiðslu á miðvikudaginn en við höfðum ekki áætlað að framleiða Egils Grape aftur fyrr en eftir 3-4 vikur.“

Ölgerðin birti auglýsingu fyrir Egils Grape á Youtube sem hefur fengið góðar viðtökur.

„Það er ljóst að neytendur eru ekki tilbúnir að sjá á eftir Grape-inu og við fögnum því að sjálfsögðu.“


Tengdar fréttir

Íhuga að taka Grape af markaði

„Þetta er hálfgerð „underdog“ saga, en Grape-ið hefur oft fallið í skuggann á Appelsín og fyrir vikið verið svolítið bitur og stefnulaus greyið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×