Sport

Nike rifti samningi sínum við Peterson

Adrian Peterson.
Adrian Peterson. vísir/getty
Íþróttavörurisinn Nike hefur ekki áhuga á að tengja sig við foreldra sem flengja börn sín með trjágreinum.

Þess vegna hefur Nike rift samningi við NFL-leikmanninn Adrian Peterson. Hann játaði sig sekan um að hafa beitt barn sitt ofbeldi en samdi við saksóknara og fékk mildan dóm.

Játningin dugði til þess að Nike sagði bless. Nike er ekki eina fyrirtækið sem hefur hvatt Peterson og félag hans, Minnesota Vikings. Hegðun Peterson hefur því verið dýr fyrir hann og félagið.

Nike hefur vart undan þessa dagana að rifta samningum við íþróttamenn.  Annar NFL-leikmaður, Ray Rice, missti sinn samning er hann rotaði eiginkonu sína. Oscar Pistorius skaut unnustu sína og missti Nike-samning rétt eins og UFC-kappinn Jon Jones sem lenti í slagsmálum upp á sviði.

NFL

Tengdar fréttir

Peterson spilar ekki með Vikings á næstunni

Mál hlauparans Adrian Peterson tóku óvæntan snúning í gærkvöld þegar félag hans, Minnesota Vikings, ákvað að halda honum áfram fyrir utan liðið.

Peterson segist ekki vera barnaníðingur

Það er fast sótt að einni stærstu stjörnu NFL-deildarinnar, Adrian Peterson, þessa dagana eftir að hann lamdi son sinn með trjágrein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×