Formúla 1

Rosberg á ráspól í Brasilíu

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Rosberg náði ráspól í dag, mikilvægt skref í baráttunni við Hamilton.
Rosberg náði ráspól í dag, mikilvægt skref í baráttunni við Hamilton. Vísir/Getty
Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól fyrir brasilíksa kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og heimamaðurinn Felipe Massa á Williams varð þriðji.

Sama fyrirkomulag var á tímatökunni í dag og var í Texas síðustu helgi. Aðeins 4 bílar duttu út í hvorri útsláttarlotu til að 10 bílar væru í loka lotunni.

Rosberg var fljótastur á öllum þremur æfingum fyrir tímatökuna. Það munar 24 stigum á honum og Hamilton í stigakeppni ökumanna. Rosberg vildi greinilega ekki gefast upp.

Í fyrstu lotunni duttu út, Pastor Maldonado og Romain Grosjean á Lotus, Sergio Perez á Force India og Jean-Eric Vergne á Toro Rosso.

„Afsakið þetta, en bíllinn er nánast óökuhæfur, afsakið,“ sagði Vergne í talstöðinni eftir að hann var dottinn út.

Í annarri lotu duttu út, Esteban Gutierrez og Adrian Sutil á Sauber, Nico Hulkenberg á Force India og Daniil Kvyat á Toro Rosso.

Gutierrez sagði í talstöðinni „góð tilraun.“

Í þriðju lotu biðu Ferrari menn fram á síðustu stundu og náðu bara einni tilraun.

„Þetta verður bara fullkomið ef dæmið gengur upp á morgun. Þetta hefur gengið vel hingað til en það þarf að ganga betur en í Austin,“ sagði Rosberg eftir tímatökuna.

„Þetta var gaman. Nico náði frábæran hring en ég tapaði má tíma í beygju 10 og aðeins í beygju 1. Það var gaman að þurfa að fara út og berjast. Þetta á alltaf að vera svona tæpt,“ sagði Hamilton sem var frekar sáttur þrátt fyrir annað sæti á raslínu.

„Ég náði ekki öllu út úr bílnum því ég lenti í umferð. Við þurftum að drepa á bílnum í bílskúrnum út af einhverjum vandamálum. Ég tapaði smá tíma þess vegna,“ sagði Massa eftir tímatökuna.

Keppnin á morgun verður afar spennandi, útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 15:30.

Heimamaðurinn Felipe Massa var studdur dyggilega.Vísir/Getty
Úrslit tímatökunnar fyrir brasilíska kappaksturinn 2014:

1.Nico Rosberg - Mercedes

2.Lewis Hamilton - Mercedes

3.Felipe Massa - Williams

4.Valtteri Bottas - Williams

5.Jenson Button - McLaren

6.Sebastian Vettel - Red Bull

7.Kevin Magnussen - McLaren

8.Fernando Alonso - Ferrari

9.Daniel Ricciardo - Red Bull

10.Kimi Raikkonen - Ferrari

11.Esteban Gutierrez - Sauber

12.Nico Hulkenberg - Force India

13.Adrian Sutil - Sauber

14.Daniil Kvyat - Toro Rosso

15.Romain Grosjean - Lotus

16.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso

17.Sergio Perez - Force India

18.Pastor Maldonado - Lotus


Tengdar fréttir

Hamilton fyrstur í mark í Austin

Lewis Hamilton á Mercedes vann bandaríska kappaksturinn, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji.

Nico Rosberg á ráspól í Bandaríkjunum

Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól eftir gríðar skemmtilega tímatöku í Austin, Texas. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji.

Rosberg fljótastur á föstudegi

Nico Rosberg var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Brasilíukappaksturinn. Nokkrir ökumenn glímdu vandamál tengd nýju slitlagi á Interlagos brautinni.

Caterham ætlar til Abú Dabí

Caterham undirbýr nú endurkomu til keppni í Formúlu 1. Eftir að hafa misst af keppninni í Texas mun liðið einnig missa af keppninni í Brasilíu um helgina. Caterham ætlar að koma til Abú Dabí sem er lokakeppni tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×