Kæri Illugi Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 20. október 2014 11:36 Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 916 einstaklingar sem að vilja mennta sig í framhaldsskólum en fá það ekki vegna aldurs. Þú hefur sagt að framhaldsskólinn á að vera ungmennaskóli og á þess vegna að henda framtíð 916 einstaklinga út á gaddinn? Litið hefur þú til frænda okkar á norðurlöndunum en þar eru sérstök úrræði fyrir eldri nemendur. Í nágrannalöndum okkar er gert ráð fyrir að framhaldsskólanemar séu ekki eldri en u.þ.b. 25 ára. Í Svíþjóð er boðið upp á ókeypis nám fyrir eldri nemendur á vegum sveitarfélaga í sérstökum fullorðinsfræðslustofnunum. Auk þess sem að námið er ókeypis fá nemendur í 100-400 evra styrk á mánuði til að standa straum af kostnaði t.d. við bókakaup. Þau úrræði sem eru í boði á Íslandi fyrir þá sem hyggjast ljúka námi eftir 25 ára aldur eru frumgreinadeildir, fjarnám, dagskóli og kvöldskóli. Nái þínar hugmyndir fram að ganga munu a.m.k. tveir síðastnefndu kostirnir ekki standa lengur til boða. Eftir standa frumgreinadeildirnar en tækifæri við að sækja nám við þær eru ekki sambærileg að því leiti að það er talsvert kostnaðarsamara. Frumgreinadeildirnar eru reknar af sjálfseignarstofnunum. Er verið að einkavæða nám fyrir þennan aldurshóp? Eins og kom fram í Fréttablaðinu er gífurlegur verðmunur á innritunargjöldum í framhaldsskóla sem eru um 13.000 kr eða t.d. Háskólabrú Keilis en þar kostar önnin að jafnaði 225.000 kr. Þar að auki stendur nám á slíkum brautum þeim aðeins til boða sem að hafa lokið grunnáfögnum í framhaldsskólum. Okkur þykir ljóst að ef standa á vörð um jöfn tækifæri til að sækja sér nám verður að bjóða upp á ný úrræði. Nú hefur þú sagt að komið verði til móts við þennan hóp sem er í sjálfu sér rétt. Tækifærin standa þessu fólki til boða en eru ekki sambærileg. Hér sitja ekki allir við sama borð vegna þess að kostnaðurinn við þessi úrræði eru margfalt meiri en kostnaðurinn við það nám sem stendur til boða í framhaldsskólum fyrir yngri aldurshópinn. Kæri Illugi, þú talar um aðgengi náms, þú talar um fjölbreytileika í námi en þú bregst við með skerðingu og setur upp vegatálma í námsleiðum. Við viljum sjá skilvirkari aðgerðir, við viljum sjá betri úrlausnir, við viljum ekki fljótfærni í vinnubrögðum við skipulagningu menntakerfisins. Við vonum kæri Illugi að þar séum við sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Mest lesið Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 916 einstaklingar sem að vilja mennta sig í framhaldsskólum en fá það ekki vegna aldurs. Þú hefur sagt að framhaldsskólinn á að vera ungmennaskóli og á þess vegna að henda framtíð 916 einstaklinga út á gaddinn? Litið hefur þú til frænda okkar á norðurlöndunum en þar eru sérstök úrræði fyrir eldri nemendur. Í nágrannalöndum okkar er gert ráð fyrir að framhaldsskólanemar séu ekki eldri en u.þ.b. 25 ára. Í Svíþjóð er boðið upp á ókeypis nám fyrir eldri nemendur á vegum sveitarfélaga í sérstökum fullorðinsfræðslustofnunum. Auk þess sem að námið er ókeypis fá nemendur í 100-400 evra styrk á mánuði til að standa straum af kostnaði t.d. við bókakaup. Þau úrræði sem eru í boði á Íslandi fyrir þá sem hyggjast ljúka námi eftir 25 ára aldur eru frumgreinadeildir, fjarnám, dagskóli og kvöldskóli. Nái þínar hugmyndir fram að ganga munu a.m.k. tveir síðastnefndu kostirnir ekki standa lengur til boða. Eftir standa frumgreinadeildirnar en tækifæri við að sækja nám við þær eru ekki sambærileg að því leiti að það er talsvert kostnaðarsamara. Frumgreinadeildirnar eru reknar af sjálfseignarstofnunum. Er verið að einkavæða nám fyrir þennan aldurshóp? Eins og kom fram í Fréttablaðinu er gífurlegur verðmunur á innritunargjöldum í framhaldsskóla sem eru um 13.000 kr eða t.d. Háskólabrú Keilis en þar kostar önnin að jafnaði 225.000 kr. Þar að auki stendur nám á slíkum brautum þeim aðeins til boða sem að hafa lokið grunnáfögnum í framhaldsskólum. Okkur þykir ljóst að ef standa á vörð um jöfn tækifæri til að sækja sér nám verður að bjóða upp á ný úrræði. Nú hefur þú sagt að komið verði til móts við þennan hóp sem er í sjálfu sér rétt. Tækifærin standa þessu fólki til boða en eru ekki sambærileg. Hér sitja ekki allir við sama borð vegna þess að kostnaðurinn við þessi úrræði eru margfalt meiri en kostnaðurinn við það nám sem stendur til boða í framhaldsskólum fyrir yngri aldurshópinn. Kæri Illugi, þú talar um aðgengi náms, þú talar um fjölbreytileika í námi en þú bregst við með skerðingu og setur upp vegatálma í námsleiðum. Við viljum sjá skilvirkari aðgerðir, við viljum sjá betri úrlausnir, við viljum ekki fljótfærni í vinnubrögðum við skipulagningu menntakerfisins. Við vonum kæri Illugi að þar séum við sammála.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun