Sverre: Runnum á rassinn í síðasta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2014 19:30 Sverre í baráttunni. Vísir/Stefán Sverre Jakobsson, annar þjálfara og leikmaður Akureyrar, var ánægður með varnarleik Norðanmanna í leiknum gegn Fram í dag. „Varnarleikurinn var góður lengst af í leiknum. Við náðum að loka á nokkur göt í seinni hálfleik. Stefán Baldvin komst þrisvar auðveldlega í gegn í fyrri hálfleik, en við stoppuðum það í seinni hálfleik,“ sagði Sverre sem sagði að stemmningin í liði Akureyrar hefði verið betri í seinni hálfleik. „Við náðum nokkrum hraðaupphlaupum, nokkrum auðveldum mörkum og svo náðum við að byggja upp stemmningu í liðinu. Og það skilaði sér. „Við vorum aðeins of yfirspenntir í fyrri hálfleik. Við vorum búnir að tapa tveimur leikjum í röð, og það á heimavelli, og við lögðum mikla pressu á okkur fyrir þennan leik. Menn þurftu tíma til að finna sig og við náðum hrollinum úr okkur fyrir seinni hálfleikinn,“ sagði Sverre sem var þó óánægður með hvernig Akureyri spilaði þegar liðið var í yfirtölu. „Það var eina sem ég var ósáttur með. Við sýndum smá veikleika þar. Við nýttum yfirtöluna í sókninni ekki eins og við vildum, en ég er heilt yfir stoltur af frammistöðu liðsins í dag.“ Stemmningin í liði Akureyrar virðist mjög góð, en leikmenn liðsins fögnuðu hverju stoppi í vörninni eins og þeir væru að fagna heimsmeistaratitli. Sverre segir þennan góða anda í liðinu mikilvægan. „Við runnum á rassinn í síðasta leik (gegn ÍBV). Þá var engin stemmning og vont andrúmsloft, verð ég bara að segja. Við töpuðum kannski okkar karaktereinkennum og það á heimavelli. En við ræddum þetta og hver einasti kjaftur vildi bæta fyrir Eyjaleikinn og þegar maður leggur svona mikið á sig, uppsker maður oft í samræmi við það,“ sagði Sverre að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Sjá meira
Sverre Jakobsson, annar þjálfara og leikmaður Akureyrar, var ánægður með varnarleik Norðanmanna í leiknum gegn Fram í dag. „Varnarleikurinn var góður lengst af í leiknum. Við náðum að loka á nokkur göt í seinni hálfleik. Stefán Baldvin komst þrisvar auðveldlega í gegn í fyrri hálfleik, en við stoppuðum það í seinni hálfleik,“ sagði Sverre sem sagði að stemmningin í liði Akureyrar hefði verið betri í seinni hálfleik. „Við náðum nokkrum hraðaupphlaupum, nokkrum auðveldum mörkum og svo náðum við að byggja upp stemmningu í liðinu. Og það skilaði sér. „Við vorum aðeins of yfirspenntir í fyrri hálfleik. Við vorum búnir að tapa tveimur leikjum í röð, og það á heimavelli, og við lögðum mikla pressu á okkur fyrir þennan leik. Menn þurftu tíma til að finna sig og við náðum hrollinum úr okkur fyrir seinni hálfleikinn,“ sagði Sverre sem var þó óánægður með hvernig Akureyri spilaði þegar liðið var í yfirtölu. „Það var eina sem ég var ósáttur með. Við sýndum smá veikleika þar. Við nýttum yfirtöluna í sókninni ekki eins og við vildum, en ég er heilt yfir stoltur af frammistöðu liðsins í dag.“ Stemmningin í liði Akureyrar virðist mjög góð, en leikmenn liðsins fögnuðu hverju stoppi í vörninni eins og þeir væru að fagna heimsmeistaratitli. Sverre segir þennan góða anda í liðinu mikilvægan. „Við runnum á rassinn í síðasta leik (gegn ÍBV). Þá var engin stemmning og vont andrúmsloft, verð ég bara að segja. Við töpuðum kannski okkar karaktereinkennum og það á heimavelli. En við ræddum þetta og hver einasti kjaftur vildi bæta fyrir Eyjaleikinn og þegar maður leggur svona mikið á sig, uppsker maður oft í samræmi við það,“ sagði Sverre að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Sjá meira