Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍR 24-28 | Fyrsta tap FH Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 2. október 2014 15:09 Vísir/Andri Marinó ÍR-ingar unnu sinn þriðja leik a tímabilinu þegar þeir lögðu FH að velli í Kaplakrika, 24-28. ÍR er eftir sem áður í 2. sæti deildarinnar, stigi á eftir toppliði Aftureldingar. FH-ingar, sem töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu, eru hins vegar með fimm stig í fjórða sæti. Fyrri hálfleikurinn var eign gestanna úr Breiðholtinu. Þeir léku mjög sterka 5-1 vörn og fyrir aftan hana var Svavar Már Ólafsson í miklum ham, en hann varði tólf skot í fyrri hálfleik, eða 57% allra skota sem hann fékk á sig. Sóknarleikur FH var að sama skapi afar ómarkviss. Leikmönnum heimaliðsins voru mislagðar hendur og tapaðir boltar og örvæntingarfull skot voru algeng sjón. Lykilmenn á borð Magnús Óla Magnússon, Ásbjörn Friðriksson og Ragnar Jóhannsson voru langt frá sínu besta og FH-ingar áttu fá svör við sterkum varnarleik ÍR-inga. Sóknarleikur ÍR var að stærstum hluta góður, en Björgvin Hólmgeirsson var öflugur og FH-ingar áttu í miklum vandræðum með að verjast honum. Björgvin var markahæstur Breiðhyltinga í hálfleik með fjögur mörk, líkt og Arnar Birkir Hálfdánarson. Staðan var 9-15 í leikhléi, en FH-ingurinn Ísak Rafnsson skoraði lokamark fyrri hálfleik með þrumuskoti beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var runninn út. Það var allt annað að sjá FH í byrjun seinni hálfleiks, vörnin var þéttari og sóknarleikurinn mun betri. Halldór Ingi Jónasson kom sterkur inn í hægra hornið og skoraði þrjú af fjórum fyrstu mörkum FH í seinni hálfleik. Heimamenn söxuðu jafnt og þétt á forskot Breiðhyltinga og náðu loks að jafna í 18-18. Ásbjörn fór mikinn á þessum kafla og svo virtist sem hann væri að leiða FH-liðið til sigurs. En ÍR-ingar voru ekki á sama máli. Eftir að Ásbjörn kom FH yfir, 20-19, fóru gestirnir aftur í gang; vörnin skellti í lás, Svavar varði mikilvæg skot og í sókninni lét Arnar Birkir til sín taka. ÍR-ingar unnu síðustu tólf mínúturnar 4-9 og leikinn að lokum með fjórum mörkum, 24-28. Svavar Már átti frábæran dag í marki ÍR, en hann var með 48% markvörslu í leiknum. Björgvin og Arnar Birkir voru atkvæðamestir í sóknarleiknum, en þeir skoruðu báðir átta mörk. Ásbjörn var, sem áður sagði, bestur í liði FH í kvöld, en hann var markahæstur Hafnfirðinga með sex mörk. Þá átti Ágúst Elí Björgvinsson góða innkomu í markið.Bjarni: Fyrri hálfleikurinn var frábær Bjarni Fritzson, annar þjálfari og leikmaður ÍR, var skiljanlega sáttur með stigin tvö sem Breiðhyltingar náðu í í Kaplakrika í kvöld. Hann sagði fyrri hálfleikinn hafa verið frábæran. „Fyrri hálfleikurinn var frábær, alveg frábær; varnar- og sóknarleikurinn og svo náðum við nokkrum hraðaupphlaupum. Við vorum hrikalega ánægðir með hann og við komum okkur í góða stöðu. „Við misstum dampinn aðeins í seinni hálfleik, en það er karakter í liðinu og þessir strákar eru með sigurhjarta. Við ætluðum okkur sigur og það gekk eftir,“ sagði Bjarni sem var ánægður með að sínir menn skildu halda haus þegar FH-ingar sóttu að þeim í seinni hálfleik. „Þegar þú spilar á móti svona góðu liði má alveg búast við að þeir nái áhlaupi, líkt og við náum okkar áhlaupi. Það kemur alltaf einhver sveifla í þetta. En við höfum mikla trú á liðinu og mikla trú á því sem við erum að gera.“ ÍR er með sjö stig í öðru sæti Olís-deildarinnar eftir fjórar umferðir. Bjarni kveðst sáttur með byrjun sinna manna. „Ég er ánægður með byrjunina og mjög glaður.“Ísak: Vorum ógeðslega lélegir Ísak Rafnsson var langt frá því að vera sáttur með leik FH gegn ÍR í kvöld. Hann var sérstaklega ósáttur með fyrri hálfleikinn, en FH-ingar voru sex mörkum undir eftir hann. „Við vorum ógeðslega lélegir í fyrri hálfleik, en náðum góðu áhlaupi í byrjun seinni hálfleiks. Því miður náðum við ekki að fylgja því eftir. „Það er klisja að tala um að það hafi farið mikið púður í að koma til baka og við drulluðum bara upp á bak þegar mest á reyndi,“ sagði Ísak, en hvað fannst honum helst vera að í leik FH í kvöld? „Við vorum staðir í sóknarleiknum í fyrri hálfleik og létum brjóta á okkur. Vörnin var allt í lagi, en við fengnum enga varða bolta. Við þéttum vörnina í byrjun seinni hálfleiks og fengum markvörslu og hraðaupphlaup sem sárvantaði í fyrri hálfleik. „Við náðum að jafna og komast yfir og það var allt með okkur. En um leið og við fengum tvö mörk í bakið brotnuðum við. Þetta var ógeðslega lélegt og ég vil bara biðja þá FH-inga sem mættu á leikinn afsökunar á þessari frammistöðu,“ sagði Ísak að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Sjá meira
ÍR-ingar unnu sinn þriðja leik a tímabilinu þegar þeir lögðu FH að velli í Kaplakrika, 24-28. ÍR er eftir sem áður í 2. sæti deildarinnar, stigi á eftir toppliði Aftureldingar. FH-ingar, sem töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu, eru hins vegar með fimm stig í fjórða sæti. Fyrri hálfleikurinn var eign gestanna úr Breiðholtinu. Þeir léku mjög sterka 5-1 vörn og fyrir aftan hana var Svavar Már Ólafsson í miklum ham, en hann varði tólf skot í fyrri hálfleik, eða 57% allra skota sem hann fékk á sig. Sóknarleikur FH var að sama skapi afar ómarkviss. Leikmönnum heimaliðsins voru mislagðar hendur og tapaðir boltar og örvæntingarfull skot voru algeng sjón. Lykilmenn á borð Magnús Óla Magnússon, Ásbjörn Friðriksson og Ragnar Jóhannsson voru langt frá sínu besta og FH-ingar áttu fá svör við sterkum varnarleik ÍR-inga. Sóknarleikur ÍR var að stærstum hluta góður, en Björgvin Hólmgeirsson var öflugur og FH-ingar áttu í miklum vandræðum með að verjast honum. Björgvin var markahæstur Breiðhyltinga í hálfleik með fjögur mörk, líkt og Arnar Birkir Hálfdánarson. Staðan var 9-15 í leikhléi, en FH-ingurinn Ísak Rafnsson skoraði lokamark fyrri hálfleik með þrumuskoti beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var runninn út. Það var allt annað að sjá FH í byrjun seinni hálfleiks, vörnin var þéttari og sóknarleikurinn mun betri. Halldór Ingi Jónasson kom sterkur inn í hægra hornið og skoraði þrjú af fjórum fyrstu mörkum FH í seinni hálfleik. Heimamenn söxuðu jafnt og þétt á forskot Breiðhyltinga og náðu loks að jafna í 18-18. Ásbjörn fór mikinn á þessum kafla og svo virtist sem hann væri að leiða FH-liðið til sigurs. En ÍR-ingar voru ekki á sama máli. Eftir að Ásbjörn kom FH yfir, 20-19, fóru gestirnir aftur í gang; vörnin skellti í lás, Svavar varði mikilvæg skot og í sókninni lét Arnar Birkir til sín taka. ÍR-ingar unnu síðustu tólf mínúturnar 4-9 og leikinn að lokum með fjórum mörkum, 24-28. Svavar Már átti frábæran dag í marki ÍR, en hann var með 48% markvörslu í leiknum. Björgvin og Arnar Birkir voru atkvæðamestir í sóknarleiknum, en þeir skoruðu báðir átta mörk. Ásbjörn var, sem áður sagði, bestur í liði FH í kvöld, en hann var markahæstur Hafnfirðinga með sex mörk. Þá átti Ágúst Elí Björgvinsson góða innkomu í markið.Bjarni: Fyrri hálfleikurinn var frábær Bjarni Fritzson, annar þjálfari og leikmaður ÍR, var skiljanlega sáttur með stigin tvö sem Breiðhyltingar náðu í í Kaplakrika í kvöld. Hann sagði fyrri hálfleikinn hafa verið frábæran. „Fyrri hálfleikurinn var frábær, alveg frábær; varnar- og sóknarleikurinn og svo náðum við nokkrum hraðaupphlaupum. Við vorum hrikalega ánægðir með hann og við komum okkur í góða stöðu. „Við misstum dampinn aðeins í seinni hálfleik, en það er karakter í liðinu og þessir strákar eru með sigurhjarta. Við ætluðum okkur sigur og það gekk eftir,“ sagði Bjarni sem var ánægður með að sínir menn skildu halda haus þegar FH-ingar sóttu að þeim í seinni hálfleik. „Þegar þú spilar á móti svona góðu liði má alveg búast við að þeir nái áhlaupi, líkt og við náum okkar áhlaupi. Það kemur alltaf einhver sveifla í þetta. En við höfum mikla trú á liðinu og mikla trú á því sem við erum að gera.“ ÍR er með sjö stig í öðru sæti Olís-deildarinnar eftir fjórar umferðir. Bjarni kveðst sáttur með byrjun sinna manna. „Ég er ánægður með byrjunina og mjög glaður.“Ísak: Vorum ógeðslega lélegir Ísak Rafnsson var langt frá því að vera sáttur með leik FH gegn ÍR í kvöld. Hann var sérstaklega ósáttur með fyrri hálfleikinn, en FH-ingar voru sex mörkum undir eftir hann. „Við vorum ógeðslega lélegir í fyrri hálfleik, en náðum góðu áhlaupi í byrjun seinni hálfleiks. Því miður náðum við ekki að fylgja því eftir. „Það er klisja að tala um að það hafi farið mikið púður í að koma til baka og við drulluðum bara upp á bak þegar mest á reyndi,“ sagði Ísak, en hvað fannst honum helst vera að í leik FH í kvöld? „Við vorum staðir í sóknarleiknum í fyrri hálfleik og létum brjóta á okkur. Vörnin var allt í lagi, en við fengnum enga varða bolta. Við þéttum vörnina í byrjun seinni hálfleiks og fengum markvörslu og hraðaupphlaup sem sárvantaði í fyrri hálfleik. „Við náðum að jafna og komast yfir og það var allt með okkur. En um leið og við fengum tvö mörk í bakið brotnuðum við. Þetta var ógeðslega lélegt og ég vil bara biðja þá FH-inga sem mættu á leikinn afsökunar á þessari frammistöðu,“ sagði Ísak að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Sjá meira