Innlent

Eftirlýstur og undir áhrifum fíkniefna

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum hefur þurft að hafa afskipti af fjölmörgum síðustu daga.
Lögreglan á Suðurnesjum hefur þurft að hafa afskipti af fjölmörgum síðustu daga. Vísir/Hari
Lögregla á Suðurnesjum hafði afskipti af ökumanni í gær sem reyndist aka undir áhrifum fíkniefna og var því sviptur ökuréttindum. Í ljós kom að maðurinn var auk þess eftirlýstur af lögreglu. Sýnatökur staðfestu að hann hafði neytt kannabisefna.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að annar ökumaður sem lögregla hafði afskipti af reyndist hafa neytt kókaíns og kannabis.

Þriðji ökumaðurinn, sem staðinn var að fíkniefnaakstri hafði neytt kannabisefna.

Þá voru þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 119 kílómetra hraða á Grindavíkurvegi, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×