Alþjóðadagur lyfjafræðinga 25. september 2014 Þórunn K. Guðmundsdóttir lyfjafræðingur skrifar 25. september 2014 08:00 Lyfjafræðileg umsjá (e. pharmaceutical care) er mikilvægur heilbrigðisþáttur, og einn af fjölmörgum þáttum varðandi okkar eigin heilsu). Mikilvægt er að hver einstaklingur taki virkan þátt í eigin heilbrigði og sjálfsumönnun (e. self care). (birt með góðfúslegu leyfi útgefenda og höfunda bókarinnar “Pharmaceutical Care Practice”)Taktu ábyrgð á lyfjamálum þínum og aðstandenda þinna strax í dag. Skráðu markmið hverrar lyfjameðferðar og farðu reglulega yfir stöðu mála. Lyfjafræðingar eru heilbrigðisstétt og taka virkan þátt í að styðja einstaklinga í átt að betri lífsgæðum með ýmsum hætti. Lyfjaráðgjöf er upplýsinga- og ráðgjafarsíða fyrir alla þá sem nota lyf eða hafa áhuga á lyfjum og lyfjatengdum málefnum. Síðan er ætluð sem upplýsingaveita og stuðningur fyrir almenning jafnt sem fagfólk, í daglegri lyfjaumsýslu. Lyfjafræðingar lyfjaráðgjafar veita lyfjafræðilega þjónustu til einstaklinga sem þangað leita. Lyfjafræðingur fer yfir lyf og lyfjamál einstaklinga, skráir markmið lyfjameðferðar í samvinnu við hvern einstakling og fylgir þeim eftir. Markmið þjónustunnar er að tryggja að lyf séu notuð á viðeigandi hátt, séu örugg og hagkvæm. Einstaklingar sem nota lyf eða sinna ummönnum aðstandenda sinna, nota veraldarvefinn í leit að lyfjaupplýsingum. Leitarvélar eru notaðar í flestum tilvikum eða “googlað” eins og sagt er. Upplýsingar um lyf og lyfjatengd málefni í netheimum eru misgóðar eins og þær eru margar, og oft á tíðum mjög erfitt fyrir almenning að átta sig réttmæti þeirra upplýsinga sem skoðaðar eru, ásamt að greina á milli auglýsinga um lyf og óháðra gagnreyndra lyfjaupplýsinga. Nokkuð er til af góðu efni um lyf á íslensku á vefnum. Sem dæmi má nefna að Lyfjabókin er á rafrænu formi og eins eru lyfjaupplýsingar, fræðsla og útgefið efni ætlaðar almenningi á vef Lyfjastofnunar. Landlæknir og Velferðaráðuneytið fjalla einnig reglulega um lyf og lyfjatengd málefni á heimasíðum sínum. Apótek hafa sum hver á heimasíðu sinni upplýsingar um lyf, lyfjaflokka og lyfjameðferðir og möguleiki er að senda inn rafrænar fyrirspurnir til lyfjafræðings eða hafa samband við þjónustuver símleiðis. Lyfjafræðingar veita gjarnan lyfjaupplýsingar og geta beint skjólstæðingum sínum á lyfjaupplýsingar á vefnum sem skipta máli og innihalda gagnreyndar óháðar upplýsingar. Síða Lyfjaráðgjafar er viðbót við það óháða gagnreynda efni sem nú þegar er til fyrir íslenskan almenning og heilbrigðisstarfsfólk. Á síðunni eru ýmis almenn ráð um lyf og lyfjanotkun, ásamt upplýsingum um helstu innlendar sem erlendar nýjungar, fréttir og rannsóknir úr heimi lyfjamála og tengdu efni. Dæmi um gagnleg ráð og upplýsingar Lyfjaráðgjafar á íslensku: -LYFJAKORT - rétt uppfærður lyfjalisti ! -TOPP TÍU ATRIÐI SEM NAUÐSYNLEGT ER AÐ VITA UM LYFIN ÞÍN. -Spurningar fyrir lækninn minn eða lyfjafræðing. -Skipulag lyfjamála einstaklinga -ALGENG LYFJAATVIK OG RÁÐ VIÐ ÞEIM -Lesum fylgiseðilinn ! -5 STUTTAR SPURNINGAR UM LYF OG MAT -TOPP TÍU RÁÐ UM LYF OG FERÐALÖG -Lyf og áfengi - lífshættuleg blandaAlmenn hagnýt lyfjaráð: Hafðu gott skipulag á lyfjunum þínum, geymdu þau öll í upprunalegum umbúðum á einum stað t.d. í körfu, plastkassa með loki, í skúffu eða læstum skáp. Ef lyfin eru mörg og lyfjatímar margir er gott að skammta lyfin í lyfjabox. Lyf tekin einu sinni í viku eða sjaldnar er gott að merkja í dagatal. Lykilatriði er að koma sér upp KERFI sem virkar frá degi til dags. Taktu ábyrgð á lyfjamálum þínum og aðstandenda þinna strax í dag ! Hafðu lyfin þín skráð og uppfærð á einum stað í lyfjakorti. Skráðu nafn lyfs, við hverju það er, skammtastærðir, hvernig það er notað, hvenær nota á hvert lyf fyrir sig. Gott er að hafa lyfjakortið ávallt við höndina, sérstaklega í heimsóknum til lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna og við komu á sjúkrahús.Notkun lyfja getur verið tímabundið eða til lengri tíma, stundum ævilangt. -Vertu viss um að þú skiljir öll lyfjafyrirmælin þín. -Ekki vera feimin við að spyrja spurninga. -Fáðu aðstoð frá heilbrigðisstarfsfólki. -Lyfjafræðingar og lyfjatæknar svara gjarnan spurninum þínum um lyf og lyfjatengd málefni. -Notaðu gátlista til þess að aðstoða ÞIG að halda utanum lyfjamálin ÞÍN Lyfjaráðgjöf er óháð einkaframtak og hefur hlotið styrki frá sjóð um klíníska lyfjafræði hjá Lyfjafræðingafélagi Íslands og Atvinnumálum kvenna. Netfang: lyfjaradgjof@gmail.com Vefsíða: https://www.facebook.com/Lyfjaradgjof Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Lyfjafræðileg umsjá (e. pharmaceutical care) er mikilvægur heilbrigðisþáttur, og einn af fjölmörgum þáttum varðandi okkar eigin heilsu). Mikilvægt er að hver einstaklingur taki virkan þátt í eigin heilbrigði og sjálfsumönnun (e. self care). (birt með góðfúslegu leyfi útgefenda og höfunda bókarinnar “Pharmaceutical Care Practice”)Taktu ábyrgð á lyfjamálum þínum og aðstandenda þinna strax í dag. Skráðu markmið hverrar lyfjameðferðar og farðu reglulega yfir stöðu mála. Lyfjafræðingar eru heilbrigðisstétt og taka virkan þátt í að styðja einstaklinga í átt að betri lífsgæðum með ýmsum hætti. Lyfjaráðgjöf er upplýsinga- og ráðgjafarsíða fyrir alla þá sem nota lyf eða hafa áhuga á lyfjum og lyfjatengdum málefnum. Síðan er ætluð sem upplýsingaveita og stuðningur fyrir almenning jafnt sem fagfólk, í daglegri lyfjaumsýslu. Lyfjafræðingar lyfjaráðgjafar veita lyfjafræðilega þjónustu til einstaklinga sem þangað leita. Lyfjafræðingur fer yfir lyf og lyfjamál einstaklinga, skráir markmið lyfjameðferðar í samvinnu við hvern einstakling og fylgir þeim eftir. Markmið þjónustunnar er að tryggja að lyf séu notuð á viðeigandi hátt, séu örugg og hagkvæm. Einstaklingar sem nota lyf eða sinna ummönnum aðstandenda sinna, nota veraldarvefinn í leit að lyfjaupplýsingum. Leitarvélar eru notaðar í flestum tilvikum eða “googlað” eins og sagt er. Upplýsingar um lyf og lyfjatengd málefni í netheimum eru misgóðar eins og þær eru margar, og oft á tíðum mjög erfitt fyrir almenning að átta sig réttmæti þeirra upplýsinga sem skoðaðar eru, ásamt að greina á milli auglýsinga um lyf og óháðra gagnreyndra lyfjaupplýsinga. Nokkuð er til af góðu efni um lyf á íslensku á vefnum. Sem dæmi má nefna að Lyfjabókin er á rafrænu formi og eins eru lyfjaupplýsingar, fræðsla og útgefið efni ætlaðar almenningi á vef Lyfjastofnunar. Landlæknir og Velferðaráðuneytið fjalla einnig reglulega um lyf og lyfjatengd málefni á heimasíðum sínum. Apótek hafa sum hver á heimasíðu sinni upplýsingar um lyf, lyfjaflokka og lyfjameðferðir og möguleiki er að senda inn rafrænar fyrirspurnir til lyfjafræðings eða hafa samband við þjónustuver símleiðis. Lyfjafræðingar veita gjarnan lyfjaupplýsingar og geta beint skjólstæðingum sínum á lyfjaupplýsingar á vefnum sem skipta máli og innihalda gagnreyndar óháðar upplýsingar. Síða Lyfjaráðgjafar er viðbót við það óháða gagnreynda efni sem nú þegar er til fyrir íslenskan almenning og heilbrigðisstarfsfólk. Á síðunni eru ýmis almenn ráð um lyf og lyfjanotkun, ásamt upplýsingum um helstu innlendar sem erlendar nýjungar, fréttir og rannsóknir úr heimi lyfjamála og tengdu efni. Dæmi um gagnleg ráð og upplýsingar Lyfjaráðgjafar á íslensku: -LYFJAKORT - rétt uppfærður lyfjalisti ! -TOPP TÍU ATRIÐI SEM NAUÐSYNLEGT ER AÐ VITA UM LYFIN ÞÍN. -Spurningar fyrir lækninn minn eða lyfjafræðing. -Skipulag lyfjamála einstaklinga -ALGENG LYFJAATVIK OG RÁÐ VIÐ ÞEIM -Lesum fylgiseðilinn ! -5 STUTTAR SPURNINGAR UM LYF OG MAT -TOPP TÍU RÁÐ UM LYF OG FERÐALÖG -Lyf og áfengi - lífshættuleg blandaAlmenn hagnýt lyfjaráð: Hafðu gott skipulag á lyfjunum þínum, geymdu þau öll í upprunalegum umbúðum á einum stað t.d. í körfu, plastkassa með loki, í skúffu eða læstum skáp. Ef lyfin eru mörg og lyfjatímar margir er gott að skammta lyfin í lyfjabox. Lyf tekin einu sinni í viku eða sjaldnar er gott að merkja í dagatal. Lykilatriði er að koma sér upp KERFI sem virkar frá degi til dags. Taktu ábyrgð á lyfjamálum þínum og aðstandenda þinna strax í dag ! Hafðu lyfin þín skráð og uppfærð á einum stað í lyfjakorti. Skráðu nafn lyfs, við hverju það er, skammtastærðir, hvernig það er notað, hvenær nota á hvert lyf fyrir sig. Gott er að hafa lyfjakortið ávallt við höndina, sérstaklega í heimsóknum til lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna og við komu á sjúkrahús.Notkun lyfja getur verið tímabundið eða til lengri tíma, stundum ævilangt. -Vertu viss um að þú skiljir öll lyfjafyrirmælin þín. -Ekki vera feimin við að spyrja spurninga. -Fáðu aðstoð frá heilbrigðisstarfsfólki. -Lyfjafræðingar og lyfjatæknar svara gjarnan spurninum þínum um lyf og lyfjatengd málefni. -Notaðu gátlista til þess að aðstoða ÞIG að halda utanum lyfjamálin ÞÍN Lyfjaráðgjöf er óháð einkaframtak og hefur hlotið styrki frá sjóð um klíníska lyfjafræði hjá Lyfjafræðingafélagi Íslands og Atvinnumálum kvenna. Netfang: lyfjaradgjof@gmail.com Vefsíða: https://www.facebook.com/Lyfjaradgjof
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar