Bankaráð ætlar ekki að borga málskostnað Más Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. september 2014 17:02 Már hefur áður lýst því yfir að hann muni endurgreiða kostnaðinn, sé það vilji bankaráðsins. Vísir Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að borga ekki málskostnað Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Áður hafði þáverandi formaður ráðsins tekið ákvörðun um að borga kostnaðinn. Málskostnaðurinn féll til þegar Már fór í mál við bankann vegna launakjara sinna. Már mun því endurgreiða kostnaðinn.Hafði ekki heimild Í ákvörðun bankaráðsins er vísað til skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem fjallað var um að hvorki lög um Seðlabanka Íslands né reglugerðir geri ráð fyrir að formaður bankaráðsins hafi sjálfstæðar valdheimildir. „Bankaráðið er fjölskipað stjórnvald og þarf því að bera ákvarðanir um útgjöld, sem falla undir verksvið ráðsins, upp í bankaráðinu til formlegrar afgreiðslu,“ segir í samþykkt bankaráðsins. Már mun endurgreiðaBankaráðinu er heimilt, samkvæmt sömu skýrslu Ríkisendurskoðunar, að samþykkja greiðslu kostnaðarins. Það ætlar ráðið hinsvegar ekki að gera. „Í ljósi efnisatriða málsins er það niðurstaða meirihluta bankaráðs að heimila ekki nú greiðslurnar með sérstakri ályktun. Bankaráðið mun því ekki samþykkja að gera málskostnaðinn að rekstrarkostnaði bankans.“ Már hefur sjálfur lýst því yfir að hann muni endurgreiða málskostnaðinn. Það gerði hann í bréfi til ráðsinsdagsettu 11. júlí síðastliðinn.Ekki allir sammála Þrír fulltrúar í bankaráði létu bóka sérstaklega um málið en þeir voru ekki sammála meirihluta ráðsins um að hafna því að greiða málskostnaðinn. Töldu þeir sanngirnisrök fyrir því að standa við ákvörðun fyrrverandi formanns ráðsins. „Í úttekt Ríkisendurskoðunar kemur fram að ekkert hafi komið í ljós sem benti til þess að bankastjórinn sjálfur hafi á nokkurn hátt komið að ákvörðun um, fyrirmælum eða samþykki greiðslu þeirra reikninga, sem hér um ræðir, heldur var hér alfarið um ákvarðanir og fyrirmæli fyrrverandi formanns bankaráðsins að ræða,“ segir í bókun minnihlutans.Hafði vilyrði fyrir greiðsluMinnihluti ráðsins bendir á að þó að málið hafi verið höfðað af Má sjálfum hafi áfrýjun þess verið studd af þáverandi formanni bankaráðsins. Það hafi einnig legið fyrir að Már myndi ekki áfrýja til Hæstaréttar án vilyrðis fyrir greiðslu. „Því telur minnihluti bankaráðs að bæði efnis- og sanngirnisrök séu fyrir því að málskostnaður fyrir hæstarétti teljist til rekstrarkostnaðar Seðlabankans,“ segir minnihlutinn. Tengdar fréttir Már vill flýta athugun Sérstök rannsókn bankaráðs Seðlabanka Íslands á fullyrðingum um að bankinn hafi greitt málskostnað Más Guðmundssonar seðlabankastjóra er hafin. 13. mars 2014 20:21 Már: „Sjálfstæði Seðlabankans er ekki eftiráskýring“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kemur á framfæri athugasemdum vegna umræðu um málskostnað sem greiddur var af bankanum vegna launmáls hans sem fór fyrir dómstóla. 13. mars 2014 15:28 Til greina gæti komið að endurgreiða málskostnað Bankaráð Seðlabanka hefur falið Ríkisendurskoðun úttekt á greiðslu málskostnaðar seðlabankastjóra. 14. mars 2014 06:30 Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að borga ekki málskostnað Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Áður hafði þáverandi formaður ráðsins tekið ákvörðun um að borga kostnaðinn. Málskostnaðurinn féll til þegar Már fór í mál við bankann vegna launakjara sinna. Már mun því endurgreiða kostnaðinn.Hafði ekki heimild Í ákvörðun bankaráðsins er vísað til skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem fjallað var um að hvorki lög um Seðlabanka Íslands né reglugerðir geri ráð fyrir að formaður bankaráðsins hafi sjálfstæðar valdheimildir. „Bankaráðið er fjölskipað stjórnvald og þarf því að bera ákvarðanir um útgjöld, sem falla undir verksvið ráðsins, upp í bankaráðinu til formlegrar afgreiðslu,“ segir í samþykkt bankaráðsins. Már mun endurgreiðaBankaráðinu er heimilt, samkvæmt sömu skýrslu Ríkisendurskoðunar, að samþykkja greiðslu kostnaðarins. Það ætlar ráðið hinsvegar ekki að gera. „Í ljósi efnisatriða málsins er það niðurstaða meirihluta bankaráðs að heimila ekki nú greiðslurnar með sérstakri ályktun. Bankaráðið mun því ekki samþykkja að gera málskostnaðinn að rekstrarkostnaði bankans.“ Már hefur sjálfur lýst því yfir að hann muni endurgreiða málskostnaðinn. Það gerði hann í bréfi til ráðsinsdagsettu 11. júlí síðastliðinn.Ekki allir sammála Þrír fulltrúar í bankaráði létu bóka sérstaklega um málið en þeir voru ekki sammála meirihluta ráðsins um að hafna því að greiða málskostnaðinn. Töldu þeir sanngirnisrök fyrir því að standa við ákvörðun fyrrverandi formanns ráðsins. „Í úttekt Ríkisendurskoðunar kemur fram að ekkert hafi komið í ljós sem benti til þess að bankastjórinn sjálfur hafi á nokkurn hátt komið að ákvörðun um, fyrirmælum eða samþykki greiðslu þeirra reikninga, sem hér um ræðir, heldur var hér alfarið um ákvarðanir og fyrirmæli fyrrverandi formanns bankaráðsins að ræða,“ segir í bókun minnihlutans.Hafði vilyrði fyrir greiðsluMinnihluti ráðsins bendir á að þó að málið hafi verið höfðað af Má sjálfum hafi áfrýjun þess verið studd af þáverandi formanni bankaráðsins. Það hafi einnig legið fyrir að Már myndi ekki áfrýja til Hæstaréttar án vilyrðis fyrir greiðslu. „Því telur minnihluti bankaráðs að bæði efnis- og sanngirnisrök séu fyrir því að málskostnaður fyrir hæstarétti teljist til rekstrarkostnaðar Seðlabankans,“ segir minnihlutinn.
Tengdar fréttir Már vill flýta athugun Sérstök rannsókn bankaráðs Seðlabanka Íslands á fullyrðingum um að bankinn hafi greitt málskostnað Más Guðmundssonar seðlabankastjóra er hafin. 13. mars 2014 20:21 Már: „Sjálfstæði Seðlabankans er ekki eftiráskýring“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kemur á framfæri athugasemdum vegna umræðu um málskostnað sem greiddur var af bankanum vegna launmáls hans sem fór fyrir dómstóla. 13. mars 2014 15:28 Til greina gæti komið að endurgreiða málskostnað Bankaráð Seðlabanka hefur falið Ríkisendurskoðun úttekt á greiðslu málskostnaðar seðlabankastjóra. 14. mars 2014 06:30 Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Már vill flýta athugun Sérstök rannsókn bankaráðs Seðlabanka Íslands á fullyrðingum um að bankinn hafi greitt málskostnað Más Guðmundssonar seðlabankastjóra er hafin. 13. mars 2014 20:21
Már: „Sjálfstæði Seðlabankans er ekki eftiráskýring“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann kemur á framfæri athugasemdum vegna umræðu um málskostnað sem greiddur var af bankanum vegna launmáls hans sem fór fyrir dómstóla. 13. mars 2014 15:28
Til greina gæti komið að endurgreiða málskostnað Bankaráð Seðlabanka hefur falið Ríkisendurskoðun úttekt á greiðslu málskostnaðar seðlabankastjóra. 14. mars 2014 06:30
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun