Læknar hættir að koma heim Jakob Bjarnar skrifar 25. september 2014 15:36 Örvar er sérmenntaður í krabbameinslækningum en er ekki á leið heim að öllu óbreyttu. Sex íslenskir læknar, sem hafa nýlokið eða eru í sérnámi í krabbameinslækningum, segja í grein í Fréttablaðinu í dag að sá möguleiki sé fyrir hendi að Ísland verði krabbameinslækna-laust árið 2020. Neyðarástand blasir við að þeirra mati. „Við erum öll annað hvort nýbúin að ljúka námi í krabbameinslækningum eða erum við að klára. Það er náttúrlega óumdeilt sem þekkja til á Íslandi í dag að það er neyðarástand sé litið til mönnunar í krabbameinslækningum,“ segir einn þeirra, Örvar Gunnarsson, sem nú starfar við University of Pennsylvania í Philadelpiu í Bandaríkjunum. Neyðarástandið lýtur ekki einungis að mönnun heldur öllum aðbúnaði og framtíðarhorfum sé litið til heilbrigðiskerfisins á Íslandi – nokkuð sem hefur verið þekkt í um árabil.Sjö krabbameinslæknar á Íslandi Höfundar greinarinnar, sem vakið hefur mikla athygli, eru búsettir í Bandaríkjunum, Danmörku og Svíþjóð. Þau segjast gjarnan vilja snúa heim til Íslands en það sé vart í boði. Þá segir að þriðjungur íslensku þjóðarinnar muni greinast með krabbamein á lífsleiðinni og muni þurfa á að halda læknisaðstoð skurð- og/eða krabbameinslæknis. Á sama tíma og fjöldi sjúklinga hefur aukist, hefur starfandi krabbameinslæknum á Íslandi fækkað verulega. Árið 2008 voru 13 krabbameinslæknar starfandi á Íslandi sem var ekki talið fullnægjandi á þeim tíma en í dag eru þeir sjö talsins. Verulegur atgervisflótti hefur verið meðal þeirra sem hafa stundað langtímanám á Íslandi nú um árabil. Og Örvar segir verulegt áhyggjuefni að ekki virðist mikill áhugi hjá þeim sem nema krabbameinslækningar ytra að koma til baka. „Fólk sem starfar við þetta fer að hætta sökum aldurs. Og svo fer fólk annað, vegna álags. Það endar auðvitað þannig að það verða ekki margir eftir sé litið til náinnar framtíðar. Það er mjög mikið að gera hjá þeim sem enn standa vaktina á Íslandi.“Fólk vill koma heim en er það nánast ómögulegt En, hvernig er þetta með Örvar sjálfan, hyggst hann sjálfur koma heim? „Ég held að fyrir langflesta lækna sem fara utan í sérnám, og ábyggilega í okkar hópi, þá getum við örugglega öll sagt það að við vildum helst koma til baka til Íslands. Og að það sé alltaf á stefnuskránni að koma til baka til Íslands. En það er hins vegar ekki nokkuð sem fólk er tilbúið að gera af hugsjón einni saman og að geta verið hjá fjölskyldu, ættingjum og vinum. Þetta er kannski meira spurning um að fólk þarf að geta sér fyrir sér einhverja framtíð bæði í starfi og fyrir sína fjölskyldu á Íslandi.“ Nú virðist sem langskólamenntun borgi sig engan veginn, sé litið til tekna. Virðist Örvari sem menntun sé harla lítils metin á Íslandi, þá af stjórnvöldum?„Þetta er kannski stærri spurning en ég geti komið fram með svör við. En, ég held að það sé mörgum, og eflaust fleirum en í minni stétt, sem finnst menntun mismikils metin. Ekki endilega bara af stjórnvöldum heldur í samfélaginu almennt, þar sem þú sérð mjög mikla skiptingu tekna án tillits til menntunar.“Engir læknar til að sinna krabbameinssjúkum En, það stefnir sem sagt í að innan fárra ára verði engir krabbameinslæknar starfandi á Íslandi. Það er skelfileg framtíðarsýn. „Staðan er náttúrlega sú að það eru bara mjög fáir eftir í dag. Maður veit það líka, segjum að það séu einn til tveir sem láta af störfum fljótlega, þá er staðan sú að ekki er hægt að sinna þeim sjúklingum sem þarf að sinna. Það er augljóst mál, í rauninni. Það er hins vegar ekki svo að það sé krabbameinslæknalaust á Íslandi. Það eru læknar sem eru sérmenntaðir í greininni sem hafa horfið til annarra starfa. Og eru að sinna öðru.“Hvað myndirðu vilja sjá gert? „Það er náttúrlega bara kannski mitt álit, fremur en að ég geti talað fyrir allan þennan hóp. Eitt er með kjörin en fólk þarf líka að geta séð fyrir sér til dæmis framtíð í starfi að teknu tillits til húsakosts Landspítalans. Svo er hitt að ef fólk er að koma til baka til Íslands, þar sem er hriplekur bátur og stoppað í kannski eitt gat, en báturinn sekkur samt, þá er það náttúrlega ekki mikið vit. Það þarf að vera einhver framtíðarsýn svo maður geti séð fyrir sér að hlutirnir séu að fara að breytast. Að maður sé ekki að koma heim og starfa í einhverju neyðarástandi, gefast þá upp eftir eitt til tvö ár og flytja þá aftur út. Það þarf að vera einhver framtíð sem fólk getur séð fyrir sér,“ segir Örvar, læknir í Philadelpiu. Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira
Sex íslenskir læknar, sem hafa nýlokið eða eru í sérnámi í krabbameinslækningum, segja í grein í Fréttablaðinu í dag að sá möguleiki sé fyrir hendi að Ísland verði krabbameinslækna-laust árið 2020. Neyðarástand blasir við að þeirra mati. „Við erum öll annað hvort nýbúin að ljúka námi í krabbameinslækningum eða erum við að klára. Það er náttúrlega óumdeilt sem þekkja til á Íslandi í dag að það er neyðarástand sé litið til mönnunar í krabbameinslækningum,“ segir einn þeirra, Örvar Gunnarsson, sem nú starfar við University of Pennsylvania í Philadelpiu í Bandaríkjunum. Neyðarástandið lýtur ekki einungis að mönnun heldur öllum aðbúnaði og framtíðarhorfum sé litið til heilbrigðiskerfisins á Íslandi – nokkuð sem hefur verið þekkt í um árabil.Sjö krabbameinslæknar á Íslandi Höfundar greinarinnar, sem vakið hefur mikla athygli, eru búsettir í Bandaríkjunum, Danmörku og Svíþjóð. Þau segjast gjarnan vilja snúa heim til Íslands en það sé vart í boði. Þá segir að þriðjungur íslensku þjóðarinnar muni greinast með krabbamein á lífsleiðinni og muni þurfa á að halda læknisaðstoð skurð- og/eða krabbameinslæknis. Á sama tíma og fjöldi sjúklinga hefur aukist, hefur starfandi krabbameinslæknum á Íslandi fækkað verulega. Árið 2008 voru 13 krabbameinslæknar starfandi á Íslandi sem var ekki talið fullnægjandi á þeim tíma en í dag eru þeir sjö talsins. Verulegur atgervisflótti hefur verið meðal þeirra sem hafa stundað langtímanám á Íslandi nú um árabil. Og Örvar segir verulegt áhyggjuefni að ekki virðist mikill áhugi hjá þeim sem nema krabbameinslækningar ytra að koma til baka. „Fólk sem starfar við þetta fer að hætta sökum aldurs. Og svo fer fólk annað, vegna álags. Það endar auðvitað þannig að það verða ekki margir eftir sé litið til náinnar framtíðar. Það er mjög mikið að gera hjá þeim sem enn standa vaktina á Íslandi.“Fólk vill koma heim en er það nánast ómögulegt En, hvernig er þetta með Örvar sjálfan, hyggst hann sjálfur koma heim? „Ég held að fyrir langflesta lækna sem fara utan í sérnám, og ábyggilega í okkar hópi, þá getum við örugglega öll sagt það að við vildum helst koma til baka til Íslands. Og að það sé alltaf á stefnuskránni að koma til baka til Íslands. En það er hins vegar ekki nokkuð sem fólk er tilbúið að gera af hugsjón einni saman og að geta verið hjá fjölskyldu, ættingjum og vinum. Þetta er kannski meira spurning um að fólk þarf að geta sér fyrir sér einhverja framtíð bæði í starfi og fyrir sína fjölskyldu á Íslandi.“ Nú virðist sem langskólamenntun borgi sig engan veginn, sé litið til tekna. Virðist Örvari sem menntun sé harla lítils metin á Íslandi, þá af stjórnvöldum?„Þetta er kannski stærri spurning en ég geti komið fram með svör við. En, ég held að það sé mörgum, og eflaust fleirum en í minni stétt, sem finnst menntun mismikils metin. Ekki endilega bara af stjórnvöldum heldur í samfélaginu almennt, þar sem þú sérð mjög mikla skiptingu tekna án tillits til menntunar.“Engir læknar til að sinna krabbameinssjúkum En, það stefnir sem sagt í að innan fárra ára verði engir krabbameinslæknar starfandi á Íslandi. Það er skelfileg framtíðarsýn. „Staðan er náttúrlega sú að það eru bara mjög fáir eftir í dag. Maður veit það líka, segjum að það séu einn til tveir sem láta af störfum fljótlega, þá er staðan sú að ekki er hægt að sinna þeim sjúklingum sem þarf að sinna. Það er augljóst mál, í rauninni. Það er hins vegar ekki svo að það sé krabbameinslæknalaust á Íslandi. Það eru læknar sem eru sérmenntaðir í greininni sem hafa horfið til annarra starfa. Og eru að sinna öðru.“Hvað myndirðu vilja sjá gert? „Það er náttúrlega bara kannski mitt álit, fremur en að ég geti talað fyrir allan þennan hóp. Eitt er með kjörin en fólk þarf líka að geta séð fyrir sér til dæmis framtíð í starfi að teknu tillits til húsakosts Landspítalans. Svo er hitt að ef fólk er að koma til baka til Íslands, þar sem er hriplekur bátur og stoppað í kannski eitt gat, en báturinn sekkur samt, þá er það náttúrlega ekki mikið vit. Það þarf að vera einhver framtíðarsýn svo maður geti séð fyrir sér að hlutirnir séu að fara að breytast. Að maður sé ekki að koma heim og starfa í einhverju neyðarástandi, gefast þá upp eftir eitt til tvö ár og flytja þá aftur út. Það þarf að vera einhver framtíð sem fólk getur séð fyrir sér,“ segir Örvar, læknir í Philadelpiu.
Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira